Nýjar myndir
Nýir trailerar
Ný plaköt
Nýir punktar (Vissirðu að?)
Leigufjölskyldur hafa verið við lýði í Japan síðan á níunda áratug síðustu aldar. 300 fyrirtæki bjóða þjónustu atvinnuleikara til að leika vini, fjölskyldumeðlimi og samstarfsmenn til dæmis í brúðkaupum.
Í stiklunni heyrum við rödd rithöfundarins og framtíðarfræðingsins Arthur C. Clarke, tekið úr BBC Horizon sjónvarpsþáttunum frá 21. september 1964.
Íslensk talsetning: Orri Huginn Ágústsson, Karl Örvarsson, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Bjarklind Björk Gunnarsdóttir.
Leikstjórinn, Craig Brewer, sá heimildarmyndina Song Sung Blue (2008) á Indie Memphis kvikmyndahátíðinni árið 2008. Hann sendi leikstjóranum Greg Kohs tölvupóst árið 2023 og bað um réttinn til að skrifa handrit að endurgerð.
Í raun og veru er ólöglegt að eiga simpansa sem gæludýr á Hawaii.
Tökur fóru fram í Alton í Hampshire í Bretlandi í maí 2024. Aðaltorgi bæjarins og einhverjum vegum og görðum var lokað og þeim gefið heimsendayfirbragð.
Í stað línulegs frásagnarmáta notar leikstjórinn, Holland, listræna nálgun þar sem hún blandar saman leiknum senum, heimildarefni og fantasíu til að endurskapa andrúmsloft persónuleika og arfleifð Kafka.
Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu og sálfræðitrylli Freida McFadden frá árinu 2022.
Þetta er í fyrsta skiptið sem tvær Svampur Sveinsson kvikmyndir eru frumsýndar á sama árinu en hliðarafurðin Plankton: The Movie var einnig frumsýnd árið 2025.
Þetta er sjötta Anaconda kvikmyndin, en hún er grín-endurgerð á hinni upprunalegu Anaconda frá árinu 1997.
Nicolas Cage átti upphaflega að fara með hlutverk Doug McCallister sem Jack Black leikur.
James Cameron leikstjóri segir að myndin vegi salt milli stórbrotins ævintýris og djúpra tilfinninga. „Ég myndi ekki kalla hana drungalega mynd. Ég held að hún fari á drungalegri staði en fyrri myndirnar, en hún er samt augljóslega þetta opna, glæsilega, stórbrotna ævintýri, sem er það sem við stefnum að í hvert skipti sem við leggjum af stað.\"
Hér vinna þeir saman á ný, leikstjórinn Bryan Fuller og leikarinn Mads Mikkelsen, í fyrsta skipti síðan í Hannibal frá árinu 2013.
Framleiðslukostnaður myndarinnar var 51 milljón Bandaríkjadala. Það þýðir að kvikmyndin er sú dýrasta frá Blumhouse fyrirtækinu og toppar Five Nights at Freddy\'s (2023), sem kostaði 20 milljónir dala.
Myndin var frumsýnd níu árum á eftir fyrstu kvikmyndinni, en hún gerist samt aðeins einni viku síðar.
Myndin er fyrsta „alvöru“ kvikmynd Heiðars, en hann sá sjálfur um leikstjórn, upptökur og klippingu.
Upphaflega ætlaði leikstjórinn, Helander, að láta fjandmanninn Igor Draganov vera yngri mann. En þegar mælt var með Stephen Lang í hlutverkið varð Helander spenntur fyrir hugmyndinni um að illmennið væri á svipuðum aldri og hetjan.
Kitla úr myndinni var sýnd í lok Osgood Perkins kvikmyndarinnar The Monkey.
Raddsvið aðalleikkonunnar Ariana Grande nær yfir fjórar áttundir.
Horft var 113 milljón sinnum á fyrstu stikluna úr myndinni á netinu sólarhringinn eftir að hún var frumsýnd.
Þetta er fyrsta myndin í seríunni án breska stórleikarans Sir Michael Caine í hlutverki Arthur Tressler. Caine settist í helgan stein árið 2023.
Leikstjórinn Edgar Wright sagði höfundi sögunnar sem myndin er byggð á, Stephen King að horfa á kvikmyndina Hit Man (2023) til að sannfærast um að Glen Powell væri rétti maðurinn í hlutverk Ben Richards.
Arnold Schwarzenegger, aðalleikari upprunalegu myndarinnar frá árinu 1987 sést á gjaldmiðlinum sem notaður er í kvikmyndinni.
Þetta er ekki framhald Prey frá 2022 en gerist samt í Predator heiminum.
Tónlistin í stiklunni er eftir mongólska þjóðlaga-þungarokksbandið The Hu.
Leikstjórinn viðurkennir að mun fleiri brandarar séu í handritum hans en í endanlegum útgáfum myndanna. Mads Mikkelsen sagði að fyndnasta línan hafi verið skorin burt.
Staunton leikur hér á móti dóttur sinni, Bessie Carter, í fyrsta sinn á sviði.
Þó að Alicia Silverstone leiki móður Jesse Plemons er aðeins 12 ára aldursmunur á þeim.
Myndin sækir innblástur í suður-kóresku kvikmyndina Jigureul jikyeora! frá árinu 2003. Upphaflega átti leikstjóri þeirrar myndar, Jang Joon-hwan, að leikstýra Bugonia, en hann hætti við af heilsufarsástæðum.
Um leikstjórann sagði aðalleikkonan Margrét í samtali við Morgunblaðið: „Hann var svo notalegur en um leið kröfuharður.“

























