Nýjar myndir
Nýir trailerar
Ný plaköt
Nýir punktar (Vissirðu að?)
Myndin var frumsýnd níu árum á eftir fyrstu kvikmyndinni, en hún gerist samt aðeins einni viku síðar.
Myndin er fyrsta „alvöru“ kvikmynd Heiðars, en hann sá sjálfur um leikstjórn, upptökur og klippingu.
Upphaflega ætlaði leikstjórinn, Helander, að láta fjandmanninn Igor Draganov vera yngri mann. En þegar mælt var með Stephen Lang í hlutverkið varð Helander spenntur fyrir hugmyndinni um að illmennið væri á svipuðum aldri og hetjan.
Kitla úr myndinni var sýnd í lok Osgood Perkins kvikmyndarinnar The Monkey.
Raddsvið aðalleikkonunnar Ariana Grande nær yfir fjórar áttundir.
Horft var 113 milljón sinnum á fyrstu stikluna úr myndinni á netinu sólarhringinn eftir að hún var frumsýnd.
Þetta er fyrsta myndin í seríunni án breska stórleikarans Sir Michael Caine í hlutverki Arthur Tressler. Caine settist í helgan stein árið 2023.
Leikstjórinn Edgar Wright sagði höfundi sögunnar sem myndin er byggð á, Stephen King að horfa á kvikmyndina Hit Man (2023) til að sannfærast um að Glen Powell væri rétti maðurinn í hlutverk Ben Richards.
Arnold Schwarzenegger, aðalleikari upprunalegu myndarinnar frá árinu 1987 sést á gjaldmiðlinum sem notaður er í kvikmyndinni.
Þetta er ekki framhald Prey frá 2022 en gerist samt í Predator heiminum.
Tónlistin í stiklunni er eftir mongólska þjóðlaga-þungarokksbandið The Hu.
Leikstjórinn viðurkennir að mun fleiri brandarar séu í handritum hans en í endanlegum útgáfum myndanna. Mads Mikkelsen sagði að fyndnasta línan hafi verið skorin burt.
Staunton leikur hér á móti dóttur sinni, Bessie Carter, í fyrsta sinn á sviði.
Þó að Alicia Silverstone leiki móður Jesse Plemons er aðeins 12 ára aldursmunur á þeim.
Myndin sækir innblástur í suður-kóresku kvikmyndina Jigureul jikyeora! frá árinu 2003. Upphaflega átti leikstjóri þeirrar myndar, Jang Joon-hwan, að leikstýra Bugonia, en hann hætti við af heilsufarsástæðum.
Um leikstjórann sagði aðalleikkonan Margrét í samtali við Morgunblaðið: „Hann var svo notalegur en um leið kröfuharður.“
Kvikmyndin var tekin upp að hluta til á Hornströndum og að hluta til í sumarbústað fyrir austan fjall.
Aðalleikkonan, Margrét Ákadóttir, er móðir eins framleiðanda myndarinnar, Helgu Arnardóttur. Helga er jafnframt eiginkona leikstjórans Braga Þórs Hinrikssonar.
Gaby Hoffmann leikur móður Jeremy Allen White þó hún sé aðeins níu árum eldri en White í rauninni. Móðir Springsteen, Adele, eignaðist tónlistarmanninn 24 ára gömul.
Jeremy Allen White spilar sjálfur á munnhörpu og syngur í kvikmyndinni.
Þetta er þriðja kvikmynd Yrsu Roca Fannberg (Salóme 2014; Síðasta haustið 2019). Myndin var frumsýnd á einni virtustu hátíð fyrir heimildarmyndir CPH:Dox í Danmörku.
Þetta er önnur kvikmyndagerð eftir skáldsögum Colleen Hoover. Hin var It Ends with Us (2024). Einnig var sjónvarpsserían Confess (2017) gerð eftir bók hennar.
Fyrsta bíómyndin sem byggir á vinsæla íslenska ævintýraheiminum Tulipop sem slegið hefur í gegn í Sjónvarpi Símans Premium og á RÚV.
Í stiklu myndarinnar hljómar lagið Do you Wanna Funk? eftir Sylvester. Sama lag er notað í gamanmyndinni Trading Places, eða Vistaskipti, frá 1983. Notkun lagsins núna virðist vera tilvísun í það sem myndirnar tvær eiga sameiginlegt, sem er að auðug hvít persóna og minnipokamaður skipta um hlutverk.
Miguel Mora lék Robin Arellano í fyrri kvikmyndinni. Í þessari leikur hann bróður hans, Ernesto.
Umsögn dómnefndar Skjaldborgar:
„Kvikmyndin býður upp á skýra rödd höfundar á verki sem hefst á óréttlæti manns sem ætlar sér að sigra báknið. En í raun er sagan um samband sem skilur áhorfandann eftir með ákveðnar spurningar og flóknar tilfinningar. Höfundur vílar sér ekki við að móta söguframvinduna með skemmtilegum og afhjúpandi augnablikum. Eftir stendur áhugaverður kvikmyndalistamaður sem á framtíðina fyrir sér í greininni.“
Myndin er áhugaverður samtímaspegill á kvennabaráttu áttunda áratugarins.
Leikhópurinn Gríma setti verkið fyrst upp
árið 1970, sama ár og Rauðsokkahreyfingin var stofnuð og árið 1971 var leikritið kvikmyndað
og frumsýnt á RÚV. Þetta voru umbrotatímar í
kvennabaráttunni á Íslandi sem náðu hápunkti með
Kvennafríinu í október 1975. Svava Jakobsdóttir
barðist ötullega fyrir réttindum kvenna á ýmsum
vettvangi meðal annars á Alþingi í sex ár ásamt
fámennum hópi kvenna.
Jeff Bridges er eini leikarinn sem leikið hefur í öllum þremur Tron myndunum.
Þetta er fyrsta kvikmyndin frá DreamWorks Animation framleiðslufyrirtækinu þar sem blandað er saman leik og tölvuteiknun.








































