Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Taxi Driver er án efa einhver umdeildasta mynd allra tíma og var lýst ofbeldisfyllri en Clockwork Orange (sem er alls ekki satt) og er án efa með betri myndum Martin Scorsceses. Travis Bickle (Robert DeNiro) er fyrrum Víetnam hermaður sem hættir í stríðinu og fer í stórborgina. Hann vinnur sem ökumaður í leigubíl og fyllist viðbjóði af glæpunum og næturlífinu í borginni og tekur þá til sinna eiginn ráða. Útfærsla Scorsceses á stórborgarfyrringu er frábær og það er hægt að gera hvað sem er með Paul Schrader í handriti og Robert DeNiro,Jodie Foster og Albert Brooks og fleiri í aðalhlutverkum. Endaatriðið er eitthvað frægasta atriði kvikmyndasögunnar.
Þessi mynd er góð, Robert De Niro fer með hlutverk Travis Bickle sem er leigubílstjóri sem smátt og smátt dregst inn í sinn eigin geiðveikis heim. Jodie Foster leikur unga stúlku sem ég man ekki hvað heitir þótt að ég sé búinn að sjá hana svona 7 sinnum. Þetta er Columbia tristar mynd og er 109 minútur. Er hann er orðinn geðveikur kemur eitt af uppáhalds orðum mínum:You talking to me?. Það er ekki mikil spenna í henni en samt er hún góð, það er aðallega lokaatriðið þegar að spennan kemur, þótt að það sé ekki langt.
Ég er ekki einn af þeim sem að segi að mynd sé góð af því að aðrir segja að hún sé góð, en Taxi driver er hrein og klár snilld.
Myndin fjallar í stuttu máli um leigubílstjóran Travis Bickle, (Robert De Niro) sem er búinn að fá nóg af óþveranum sem er á götum New york borgar og áhveður að taka málin í sínar hendur og reynir að bjarga Iris (Jodie Foster) 12 ára gamalli mellu frá melludólgnum sem leikinn er af Harvey Keitel.
Robert De Niro sýnir þvílíkan leiksigur í þessari mynd að það lá við að ég stæði upp í sófanum og hrópaði þrefalt húrra þegar myndin var búinn.
Ekki nóg með það að De Niro hafi sýnt snilldar takta heldur gerir Jodie Foster það líka og nánast allir leikarar í myndini.
Þetta er mynd sem ég mæli með og hægt er að horfa á aftur og aftur og er alltaf jafn skemtileg sama hversu gömul hún verður.
Ég á ekki til orð til að lýsa þessari snilldar mynd, mig langar helst til að fara út og öskra. Þessi mynd er mesta snilld.
Hún fjallar um leigubílstjórann Travis(þvílíkt vel leikinn af Robert De Niro) sem keyrir um götur New York borgar á næturna og sér allskonar óþvera sem kemur í ljós á nóttinni og fær allt í einu nóg þegar hann sér vændiskonu sem er aðeins 12 ára (snilldar leikin af Jodie Foster) og ákveður að hreinsa götur New York borgar.
Tærasta snilld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Martin Scorsese hefur verið einn besta leikstjóri síðustu ára. Hann hefur verið þekktur fyrir gott samstarf við besta leikara síðustu ára, Robert De Niro. De Niro hefur náð stærstu smellum sínum í samstarfi við Scorsese.Taxi Driver var eitt af mörgum samstarfa þeirra sem heppnaðist frábærlega.Myndin er ádeila á bæði undirheima New York borgar og stríð.
Travis Bickle er leigubílstjóri. Hann var hermaður í Víetnam og hefur ruglast verulega eftir það. Sem leigubílstjóri vinnur um nætur vegna svefnleysið. Hann er einfari en ég held ekki að eðli, heldur hefur stríðið breytt honum. Hann kynnist konu að nafni Betsy. Þau fara á nokkur stefnumót og þar sér maður hvað fólk verður ruglað eftir stríð. Hann kynnist svo 12 ára vændiskona að nafni Iris. Við það klikkast hann alveg og ætlar sér að vernda Iris (Jodie Forster).
Lokatriðið er eitthvert magnaðasta atriði sem ég hef séð.
Robert De Niro er ótrulega góður í hlutverki leigubílstjórans. Einn af bestu leikum sem hann hefur sýnt og ég held að hann hafi einugis verið betri Raging Bull. En Jodie Forster er frábær sem tólf ára vændiskona. Og ég held að þetta sé hennar besta hlutverk fyrir utan Clarice Starling í Silence of the Lambs.
Það er ekki spurning að þetta sé með bestu myndum Scorsese´s. Raging Bull er að mínu mati best en ég vil ekki velja á milli þessari og Goodfellas.
Taxi Driver er tímamótaverk sem sýnir New York í sínu raunverulegu ljósi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Columbia Pictures
Aldur USA:
R