Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Avengers 1998

Frumsýnd: 13. nóvember 1998

Mrs. Peel, we're needed.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 12
/100

Þegar einhver gerir bresku þjóðinni eitthvað verður að hefna þess og þá er kallað í sérdeild innan leyniþjónustunnar sem kölluð er The Avengers. Þar er fremstur í flokki John Steed sem leikin eru af Ralph Fiennes og Emma Peel leikin af Umu Thurman. Þau skötuhjú þurfa að takast á við rakið illmenni sem er leikið af Sean Connery. Mynd í anda James Bond... Lesa meira

Þegar einhver gerir bresku þjóðinni eitthvað verður að hefna þess og þá er kallað í sérdeild innan leyniþjónustunnar sem kölluð er The Avengers. Þar er fremstur í flokki John Steed sem leikin eru af Ralph Fiennes og Emma Peel leikin af Umu Thurman. Þau skötuhjú þurfa að takast á við rakið illmenni sem er leikið af Sean Connery. Mynd í anda James Bond og Mission Impossible. Connery er hér að reyna fyrir sér sem illmenni í fyrsta skiptið. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég lennti í smá sjokki þegar ég hefið lesið og séð allar þessar hryllilegu gagnrýni nær engir hafa gefið Avengers yfir 1 og hálfa stjörnu.

Myndin er mjög flott útlitslega séð(og bara yfir höfuð)og ég skemmti mér mjög vel yfir henni.Uma Thurman stóð sig vel en allt í lagi hefði verið að sleppa Connery þótt að hann eyðilegði hana alls ekki.

Auðvitað er myndin mjög óraunhæf ég meina eru Star wars og Lord of the ring ekki það líka og söguþráðurinn della en bara skemmtileg,flott og velgerð della.

Hún hefur mjög flott andrúmsloft það er það sem Hollywoodmyndir vanta reyndar er handritið ekki beint verðlauna handrit.

Svo minnir myndin svolítið á Gattaca(ekki bara útaf Umu Thurman)nema bara já þetta er gamanmynd sem enginn gæti flokkað Gattaca undir.

Ekki allir eiga eftir að fíla hana en get þó mælt með Avengers ef þið viljið sjá flotta gamanmynd með spennuývafi.

Tilvalið að taka þessa sem gamla mynd næst þegar þið skreppið á leigurnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Illa leikin mynd um breska spæjara. Byggð á vinsælum þáttum frá sjöunda áratugnum um John Steed og Emmu Peel. Sean Connery sýnir ágæta takta sem brjálæðingurinn August de Winter. En handritið er of lélegt og loka bardaginn arfaslakur. Þessa mynd hefði aldrei átt að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég álpaðist á þessa mynd í bíó var það aðallega til að heyra í nýja hljóðkerfinu sem þá var búið að setja upp í Nýja Bíói á Akureyri. VÁ hvað myndin var léleg, ég hef aldrei verið jafn nálægt því að labba út í hléi, og sé stórlega eftir því að hafa ekki gert það. Myndin nær að skrapa saman í hálfa stjörnu fyrir tvö atriði. Annað er Sean Connery, þótt hann hefði ekki átt að láta narra sig í þessa mynd. Hitt er hljóðið í fjarstýrðu vél-býflugunum sem voru að skjóta á bílinn!!!! samantekt: Hörmung, varist þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður hefur séð lélegar myndir um ævina, en The Avengers hlýtur að vera sú mynd sem olli hvað mestum vonbrigðum. Eftir að hafa séð trailerinn var ég mjög spenntur: Þessi mynd leit út fyrir að vera rosalega flott og skemmtileg. Að vísu fékk hún ekki mjög góða dóma hjá gagnrýnendum, en hvað vita þeir svosem? Kannski hafa þeir ekki alltaf rétt fyrir sér, en í þetta skiptið gerðu þeir það svo sannarlega. The Avengers er algjört kjaftæði frá upphafi til enda. Það væri ekki svo slæmt ef að leikstjórinn Jeremiah Chechick hefði ekki gert myndina svona hræðilega óspennandi og pirrandi. Það eru atriði í myndinni sem eru svo hræðileg að mig langaði að gráta. Handritið, sem byggist nær eingöngu á bröndurum um te, er hræðilegt og lafþunnt og er í engu samræmi við sjálft sig. Það eina góða við myndina eru skemmtilegir taktar frá leikurunum sem standa sig allir mjög vel. Það versta við þessa mynd er samt sú staðreynd að hún hefði getað verið svo miklu betri. Hún hefði getað verið frábær! En því miður var hinum vangefna Chechick falið það hlutverk að leikstýra henni. Synd og skömm...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir dræmar móttökur hjá gagnrýnendum og almenningi ákvað ég að kíkja á þessa mynd, hún gat varla verið eins slæm og ég hafði heyrt, ekki með eins sterkum leikarahóp og Ralph Fiennes, Umu Thurman og Sean Connery, eða hvað? Nei hún var það ekki - hún var mikið verri. Ef ég ætti að velja eitt lýsingarorð fyrir þessa kvikmynd myndi það vera "óáhorfanleg", atburðarásin er í þvílíkri óreiðu og bara gjörsamlega fáránleg. Ég veit ekki hvað framleiðendur myndarinnar voru að reyna og ég mun aldrei skilja hvernig er hægt að fara út í framleiðslu á mynd sem kostar hundruðir milljóna með eins lélegt handrit og það sem liggur að baki þessari mynd er. Þokkaleg frammistaða aðalleikarana og ansi góðar tæknibrellur geta engu bjargað í þessu tilfelli. Forðist þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

10.09.2020

Diana Rigg látin

Breska leik­kon­an Di­ana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu s...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn