Náðu í appið
Öllum leyfð

Sliding Doors 1998

Frumsýnd: 7. ágúst 1998

What if one split second sent your life in two completely different directions?.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Helen er rekin úr vinnunni hjá almannatengslafyrirtæki, og þegar rennihurðin í neðanjarðarlestinni lokast, þá skiptist sagan í tvennt. Við fáum nú bæði að fylgjast með því hvernig líf hennar þróast í framhaldinu, en einnig fáum við að fylgjast með því hvernig líf hennar hefði orðið ef hún hefði misst af lestinni

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sliding doors er fínasta mynd! Hún sýnir okkur hvernig hver einasta aðgerð getur haft áhrif á líf okkar. Myndina hefði þó verið hægt að vanda betrur. Fín leikur, og ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki hægt að segja að Sliding Doors sé meiriháttar meistaraverk, hún skilur ekki mikið eftir, en hún er ágætlega unnin og voða sæt. Aðalkostirnir tveir eru aðalleikararnir, John Hannah og Gwyneth Paltrow. Myndin væri varla mikið án þeirra. Sæmilega vel heppnuð, lítil mynd sem gleymist fljótt en er ágæt afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú hefur einhvern tíma leitt hugann að því hvað það er sem stjórni þessu öllu saman, hvort manni séu ætluð einhver ákveðin örlög eða hvort hver ákvörðun sem maður tekur hafi bein áhrif á það sem eftir er lífsins, þá er þetta mynd sem þú ættir tvímælalaust að kíkja á. Hér er einmitt fjallað um þetta og á svona líka stórskemmtilegan hátt. Myndin byrjar sem ósköp venjuleg mynd en eitt atvik verður til þess að hún skiptist í tvær aðskildar sögur sem fléttast saman og útkoman er hreint út sagt frábær. Svo spillir góður leikur Gwyneth Paltrow og hins skemmtilega skrýtna John Hannah ekki fyrir. Þetta er semsagt ekki þessi týpíska formúlu mynd heldur er greinilega lögð smá pæling í hana. Tékkaðu á þessari... Hún mun áreiðanlega koma þér á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn