Náðu í appið
Double Jeopardy

Double Jeopardy (1999)

"Murder isn't always a crime."

1 klst 45 mín1999

Lybbi Parsons er hamingjusamlega gift Nick og á dásamlegan son, Matty.

Rotten Tomatoes28%
Metacritic41
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Lybbi Parsons er hamingjusamlega gift Nick og á dásamlegan son, Matty. Dag einn, þegar þau ætla að eyða nóttinni úti á bátnum sínum, þá vaknar Lybby og sér að Nick er horfinn og það er blóð um allan bátinn og blóðugur hnífur í bátnum. Þegar rannsóknin hefst, þá kemur í ljós að Nick var í fjárkröggum og var með tveggja milljóna dala líftryggingu. Þó að Libby segist ekki vita neitt um málið, þá er hún sakfelld fyrir morðið og send í fangelsi. Hún treystir vinkonu sinni Angelu fyrir Matty, og í einu af símtölunum við Matty kemst hún að því að Nick er enn á lífi. Hún áttar sig einnig á því að fyrst að nú þegar er búið að sakfella hana fyrir morðið, þá gæti hún drepið hann og ekki verið kærð fyrir það. Eftir sjö ára fangavist eru henni sleppt út á skilorði, og sett í umsjá Travis, sem er skilorðsfulltrúinn hennar. Þegar hún ætlar að sækja Matty, þá þarf hún að brjóta nokkrar lagareglu, þar á meðal hömlur vegna skilorðsins. Travis vill tilkynna um brotin, en henni tekst að flýja en Travis fylgir fast á hæla hennar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
MFP Munich Film Partners GmbH & Company I. Produktions KGDE

Gagnrýni notenda (6)

Fín og ágætis mynd, þessi mynd er mjög skemmtileg fyrir það fólk sem myndu elska Kill Bill og The Fugitive samanlagðar, ekki myndi ég segja að þessi mynd er bönnuð en ekki vera að láta...

Þokkaleg mynd. Asley judd leikur konuna Libby sem er gift einhverjum hrotta sem byrjaði á því að líftryggja sig og sviðsetja sitt eigið morð. Hann byrjar með bestu vinkonu Libbyar, tryggja ...

Ung kona er sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn og hlýtur þungan fangelsisdóm þrátt fyrir að hún haldi allan tímann fram sakleysi sínu og ekkert lík finnist. Brátt fer henni að gruna a...

Kvikmyndin "Double Jeopardy" er ein af vinsælustu myndum ársins 1999, en hún halaði inn meira en 116 milljónir dollara þegar hún var sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum. Hér er um að ræða...

Stórgóð kvikmynd þar sem Ashley Judd og Tommy Lee Jones fara með aðalhlutverkin. Ashley leikur Libby Parsons sem er telur sig lifa í hamingjusömu hjónabandi, en það á eftir að breytast fl...

Það fer ótrúlega í taugarnar á mér þegar auglýsingatrailer segir manni allt um myndina og skilur lítið af óvæntum atriðum eftir, en þetta er einmitt tilfellið með Double Jeopardy. ...