Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Enginn furða að Tom Hanks er frægur.
Ein besta Tom Hanks mynd frá upphafi. Mjög áhrifaríkt meistaraverk með tvemur meisturum Robert Zemeckis og Tom Hanks. Tom Hanks kemur skemmtilega á óvart sem Chuck Noland svo hvernig hann nær að láta mann finna svoo mikið fyrir honum.
Chuck Noland (Tom Hanks) vinnur í Fed-Ex svo einn dag þegar Fed-Ex er að fara með pöntun þá verður flugslys og Chuck verður sá eini sem kemst á lífi af á eyðieyju. Svo þarf Chuck að afla fæðu og drykkjar, svo einhvern til að tala við. Chuck verður einn með boltanum sínum sem hann talar við í fjögur ár svo tekur hann það til bragðs að búa til fleka og reyna að sleppa lifandi til að geta hitt konuna sína Kelly Frears (Helen Hunt) en Chuck vissi ekki að á þessum fjórum árum þá hefur Kelly eignast fjölskyldu.
Robert Zemeckis leikstýrir þessu meistaraverki og hann er nú vanur maður að koma með meistaraverk t.d. Back to the Future þríleikurinn og Forrest Gump. Tom Hanks hefur leikið í fjölda kvikmynda og mest megnið af þeim eru meistaraverk t.d. Forrest Gump, The Green Mile, Saving Private Ryan og Toy Story þríleikurinn og margt fleira.
Árið 2000 var mjög gott kvikmyndaár og þá er Cast Away mjög ofarlega. Í hvert sinn þegar maður ætlar að fara að horfa á mynd með Tom Hanks þá þarf maður ekki að hafa neinar væntingar því allir vita það að í hvert sinn þegar Tom Hanks tekur að sér eitthvað hlutverk þá verður það mjög góð mynd (It's a fact).
Cast Away er skilduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og líka þá sem eru það ekki, það eiga allir að horfa á hana og hafa gaman af að sjá Tom Hanks að gera sitt besta og taka allar tilfinningarnar manns með stæl. Það eru nokkrar þannig myndir sem ætlast til að við áhorfendurnir eigum að fylgjast með einni persónu mest megnið af myndinni, Cast Away er þannig og hún getur ekki klikkað. Svo koma líka nokkrar vel heppnaðar drama senur sem svínvirka.
Um leið og myndin byrjar þá nær hún strax allri athyglinni og hún neitar að sleppa þangað til að síðasta sec er búinn þá loks getur maður byrjað að hugsa rökrétt eftir svona vel heppnaða mynd.
Einkunn: 9/10 - "Vel heppnuð mynd. Með þeim allra bestu myndum Tom Hanks og ÞÚ munt ekki sjá eftir því að hafa horft á þessa mynd í 143 min.....skylduáhorf fyrir alla".
Ein besta Tom Hanks mynd frá upphafi. Mjög áhrifaríkt meistaraverk með tvemur meisturum Robert Zemeckis og Tom Hanks. Tom Hanks kemur skemmtilega á óvart sem Chuck Noland svo hvernig hann nær að láta mann finna svoo mikið fyrir honum.
Chuck Noland (Tom Hanks) vinnur í Fed-Ex svo einn dag þegar Fed-Ex er að fara með pöntun þá verður flugslys og Chuck verður sá eini sem kemst á lífi af á eyðieyju. Svo þarf Chuck að afla fæðu og drykkjar, svo einhvern til að tala við. Chuck verður einn með boltanum sínum sem hann talar við í fjögur ár svo tekur hann það til bragðs að búa til fleka og reyna að sleppa lifandi til að geta hitt konuna sína Kelly Frears (Helen Hunt) en Chuck vissi ekki að á þessum fjórum árum þá hefur Kelly eignast fjölskyldu.
Robert Zemeckis leikstýrir þessu meistaraverki og hann er nú vanur maður að koma með meistaraverk t.d. Back to the Future þríleikurinn og Forrest Gump. Tom Hanks hefur leikið í fjölda kvikmynda og mest megnið af þeim eru meistaraverk t.d. Forrest Gump, The Green Mile, Saving Private Ryan og Toy Story þríleikurinn og margt fleira.
Árið 2000 var mjög gott kvikmyndaár og þá er Cast Away mjög ofarlega. Í hvert sinn þegar maður ætlar að fara að horfa á mynd með Tom Hanks þá þarf maður ekki að hafa neinar væntingar því allir vita það að í hvert sinn þegar Tom Hanks tekur að sér eitthvað hlutverk þá verður það mjög góð mynd (It's a fact).
Cast Away er skilduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn og líka þá sem eru það ekki, það eiga allir að horfa á hana og hafa gaman af að sjá Tom Hanks að gera sitt besta og taka allar tilfinningarnar manns með stæl. Það eru nokkrar þannig myndir sem ætlast til að við áhorfendurnir eigum að fylgjast með einni persónu mest megnið af myndinni, Cast Away er þannig og hún getur ekki klikkað. Svo koma líka nokkrar vel heppnaðar drama senur sem svínvirka.
Um leið og myndin byrjar þá nær hún strax allri athyglinni og hún neitar að sleppa þangað til að síðasta sec er búinn þá loks getur maður byrjað að hugsa rökrétt eftir svona vel heppnaða mynd.
Einkunn: 9/10 - "Vel heppnuð mynd. Með þeim allra bestu myndum Tom Hanks og ÞÚ munt ekki sjá eftir því að hafa horft á þessa mynd í 143 min.....skylduáhorf fyrir alla".
Þetta er frábær fjölskyldu mynd um Chuck Noland(Tom Hanks) sem vinnur hjá fe-ex. Eitt kvöld verður flugslys og chuck er í þeirri flugvél. hann lendir á eyði eyju og þarf að útvega sér mat og drykk. þessi mynd í leikstjórn Robert Zemeckis er allveg frábær og hægt að horfa á hana oft og mörgum sinnum.
Snilldarmynd, Robert Zemeckis kemur aftur með Tom Hanks en síðast gerði hann Forrest Gump með honum Hanks. Myndin er í stórum dráttum nútímaútgáfa af Róbison Krúsó en hæun fjallar um FedEx póstmann (Hanks) sem fer með flugvél til að senda nokkra pakka. En flugvélin hrapar og hann er einn á eyjunni bara með bolta sem vin (það hljómar skrýtið en það er satt). Þegar hann kemst heim heldur konan hans (Helen Hunt) að hann sé dáinn og hún er byrjuð með öðrum manni. Frammistaða Hanks er auðvitað alltaf góð og vann honum Golden Globe verðlaun og það er engin furða.
Þetta er fín mynd reyndar verður hún ansi langdreginn a köflum en samt fín mynd sem minnir mann á Róbison Krúso nema það er búið að stílfæra söguna og setja hana í nútímann.
Cast Away skipar sér í flokk bestu mynda ársins að mínu mati. Myndin hefur allt sem góð mynd þarf að prýða þ.e.a.s. gott handrit, góður leikur og góð kvikmyndastjórn. Myndin sýnir á mjög raunsæan hátt hvernig maður sem verður strandaglópur á eyðieyju bjargar sér. Atriðið þegar flugvélin ferst er magnað og maður fær gæsahúð því það er eins og maður sé staddur um borð í vélinni, feykilega vel unnið atriði. Tom Hanks sýnir afbragðs leik, enda lagði hann mikla orku í hlutverkið, nokkuð sem aðrar Hollywood stjörnur ættu að taka sér til fyrirmyndar. Aðrir leikarar eru prðýðilegir og þá sérstaklega Helen Hunt og hlýtur hún að verða tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk. Sem sagt góð skemmtunn og þeir sem halda öðru fram eru vitleysingar
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox (presents) (as Twentieth Century Fox) Dreamworks Pictures (presents) ImageMove
Kostaði
$90.000.000
Tekjur
$429.632.142
Vefsíða:
www.facebook.com/CastAwayMovie
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. janúar 2001
VHS:
23. júlí 2001