Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Down to Earth 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2001

A story of premature reincarnation.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Svo virðist sem allir vilji komast til himnaríkis; amk. þeir sem eru orðnir saddir lífdaga á Jörðunni. En það er hinsvegar það síðasta sem Barton, baslandi uppistandara og sendiboða á reiðhjóli, langar til að gera. Hann telur sig eiga amk. 50 ár eftir á Jörðinni og á ýmsum verkefnum ólokið, eins og til dæmis að komast í úrslit uppistandskeppni í Apollo... Lesa meira

Svo virðist sem allir vilji komast til himnaríkis; amk. þeir sem eru orðnir saddir lífdaga á Jörðunni. En það er hinsvegar það síðasta sem Barton, baslandi uppistandara og sendiboða á reiðhjóli, langar til að gera. Hann telur sig eiga amk. 50 ár eftir á Jörðinni og á ýmsum verkefnum ólokið, eins og til dæmis að komast í úrslit uppistandskeppni í Apollo leikhúsinu. Lance á við eitt vandamál að stríða þó - hann er ekki vitund fyndinn. Þá kemur til sögunnar kauðslegur sendiboði af himnum, Hr. Keyes, sem fyrir mistök kippir Lance upp til himna úr umferðarslysi, áður en það á sér stað. Hann fer með hann að Gullna hliðinu þar sem yfirengillinn Hr. King ræður ríkjum. Fyrst svona er komið fyrir Lance, þá er útilokað fyrir hann að snúa aftur til Jarðar sem hann sjálfur, og eina leiðin fyrir hann ef hann vill fara aftur til Jarðar, er að snúa aftur í líkama hvíts athafnamanns, Charles Wellington, eða þar til annar líkami sem hentar honum betur, finnst. En eins furðulega og það hljómar, þá kann Lance ákaflega vel við sig í lúxusíbúð Wellington þar sem þjónar fylgja honum hvert fótmál, á meðan hann þróar nýtt efni fyrir uppistand sitt í Apollo leikhúsinu. En eins og það sé ekki nógu skrýtið fyrir hann að vera kominn í líkama kaldranalegs gamals hvíts karlmanns, þá verður hann núna ástfanginn af Sontee, fallegri konu sem á í stríði við fyrirtæki Wellington. Að auki kemur í ljós nýtt vandamál, en eiginkona hans á í ástarsambandi við aðstoðarmann hans, og hann fréttir að þau ætli sér að koma honum fyrir kattarnef. Mun þessi endurholdgun leiða til persónulegrar sjálfsskoðounar, sannrar ástar og betra og fyndnara efnis fyrir hann sem grínista? Lance Barton mun fljótlega komast að því. ... minna

Aðalleikarar


Mjög fyndin mynd eftir snillingin Chris Rock. Rock leikur misheppnaðan grínista sem verður ástfanginn af konu (Regina King,Big mommas house) en lendir í bílslysi og deyr. En hann birtist aftur í líki gamals auðjöfurs sem ætlar að loka öllum fátæku spítölunum. Og konan sem hann er ástfanginn af hatar hann því hann ætlar að loka spítölunum. Ótrúlega fyndin og vel leikin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chris Rock leikur misheppnaðan uppistandara sem hittir konu (Regina King,Big mommas house)en verður fyrir bíl og deyr. En hann hittir Guð og þjón hans(Eugene Levy,American Pie myndirnar) og þeir gefa honum tækifæri sem að nota líkama ríks gaurs. En hann hittir aftur konuna og hún hatar hann því að hann fór í lík manns sem ætlar að loka spítala eða gera eitthvað svoleiðis ljótt. En hún veit auðvitað ekki að hann er svartur og það er skrýtið að gamall snobbaður hvítur gaur sem hlustar á Snoop Dog og rapp! Kannski langdregið handrit en bara góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er endurgerð á mynd sem Warren Beatty lék í á áttunda áratugnum sem heitir Heaven can wait. Persónulega finnst mér alltaf leiðinlegt þegar menn eru sífellt að endugera myndir. Það virkar á mig eins og menn nenni einfaldlega ekki að vera frumlegir og finna því einhvern söguþráð úr gamallri mynd sem þeir halda að allir séu búnir að gleyma eða einhverri evrópskri mynd sem hefur ekki náð neinum vinsældum í Ameríku, vegna þess að kanarnir eru svo ótrúlega tregir við að taka við efni sem kemur ekki frá Hollywood. Dæmi um svona vinnubrögð eru fjölmörg og verð ég þá að nefna um eitt versta dæmið, en það er þegar Cameron Crowe tók spænsku myndina Abre los ojos og þýddi hana yfir á ensku og útkoman varð Vanilla sky með Tom Cruice og Penelope Cruz.

En núna er ég komin langt út fyrir efnið, Down to earth er ágætlega vel heppnuð endurgerð. Chris Rock heldur myndinni uppi, enda er maðurinn fáránlega fyndin í hvaða hlutverki sem hann tekur að sér. En ég mæli þó með að fólk leigi sér frekar Heaven can wait.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er góð mynd sem kennir manni að horfa á það sem ynnra býr með fólki ekki það ytra.Chris Rock leikur grínista sem deyr fyrir slysni og er sendur aftur til jarðar en líkami hans er ekki við hæfur svo hann er sendur sem gamall feitur hvítur kall,það er fyndið að sjá gamlan mann eins og Chris Rock he,he.Chris Rock stendur sig mjög vel í þessari mynd og þess vegna fær Down to earth þrjár stjörnur.Það er gaman að horfa á þessa mynd svo takið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Down to Earth er hin þokkalegasta gamanmynd. Hugmyndin er ágæt og frammistaða Chris Rock svíkur engan, hann er alltaf góður. Atriðið á pizzastaðnum er náttúrulega bara algjör snilld. Svartur maður í hvítum líkama = ekkert sérlega góð blanda en virkar þó í þessari mynd. Chris Rock leikur seinheppinn grínista sem á erfitt uppdráttar í stand-up geiranum. Myndin er nokkuð fyndin og þarf ekkert að fjalla mikið meira um það.

Chris Rock sýnir ágæta takta í myndinni. Down to Earth er engin dúndra en það er þó smá púður í henni.

Þetta er ekta spólumynd!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn