Mjög fyndin mynd eftir snillingin Chris Rock. Rock leikur misheppnaðan grínista sem verður ástfanginn af konu (Regina King,Big mommas house) en lendir í bílslysi og deyr. En hann birtist aftur ...
Down to Earth (2001)
"A story of premature reincarnation."
Svo virðist sem allir vilji komast til himnaríkis; amk.
Öllum leyfð
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Svo virðist sem allir vilji komast til himnaríkis; amk. þeir sem eru orðnir saddir lífdaga á Jörðunni. En það er hinsvegar það síðasta sem Barton, baslandi uppistandara og sendiboða á reiðhjóli, langar til að gera. Hann telur sig eiga amk. 50 ár eftir á Jörðinni og á ýmsum verkefnum ólokið, eins og til dæmis að komast í úrslit uppistandskeppni í Apollo leikhúsinu. Lance á við eitt vandamál að stríða þó - hann er ekki vitund fyndinn. Þá kemur til sögunnar kauðslegur sendiboði af himnum, Hr. Keyes, sem fyrir mistök kippir Lance upp til himna úr umferðarslysi, áður en það á sér stað. Hann fer með hann að Gullna hliðinu þar sem yfirengillinn Hr. King ræður ríkjum. Fyrst svona er komið fyrir Lance, þá er útilokað fyrir hann að snúa aftur til Jarðar sem hann sjálfur, og eina leiðin fyrir hann ef hann vill fara aftur til Jarðar, er að snúa aftur í líkama hvíts athafnamanns, Charles Wellington, eða þar til annar líkami sem hentar honum betur, finnst. En eins furðulega og það hljómar, þá kann Lance ákaflega vel við sig í lúxusíbúð Wellington þar sem þjónar fylgja honum hvert fótmál, á meðan hann þróar nýtt efni fyrir uppistand sitt í Apollo leikhúsinu. En eins og það sé ekki nógu skrýtið fyrir hann að vera kominn í líkama kaldranalegs gamals hvíts karlmanns, þá verður hann núna ástfanginn af Sontee, fallegri konu sem á í stríði við fyrirtæki Wellington. Að auki kemur í ljós nýtt vandamál, en eiginkona hans á í ástarsambandi við aðstoðarmann hans, og hann fréttir að þau ætli sér að koma honum fyrir kattarnef. Mun þessi endurholdgun leiða til persónulegrar sjálfsskoðounar, sannrar ástar og betra og fyndnara efnis fyrir hann sem grínista? Lance Barton mun fljótlega komast að því.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar



Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




Gagnrýni notenda (10)
Chris Rock leikur misheppnaðan uppistandara sem hittir konu (Regina King,Big mommas house)en verður fyrir bíl og deyr. En hann hittir Guð og þjón hans(Eugene Levy,American Pie myndirnar) og þei...
Þessi mynd er endurgerð á mynd sem Warren Beatty lék í á áttunda áratugnum sem heitir Heaven can wait. Persónulega finnst mér alltaf leiðinlegt þegar menn eru sífellt að endugera myndir....
Þetta er góð mynd sem kennir manni að horfa á það sem ynnra býr með fólki ekki það ytra.Chris Rock leikur grínista sem deyr fyrir slysni og er sendur aftur til jarðar en líkami hans er ...
Down to Earth er hin þokkalegasta gamanmynd. Hugmyndin er ágæt og frammistaða Chris Rock svíkur engan, hann er alltaf góður. Atriðið á pizzastaðnum er náttúrulega bara algjör snilld. Sva...
Ég vissi ekkert mikið um Down to Earth. Hún kom mér á óvart, hún var fydnari en ég hélt og ekki eins fyrirsjáanleg. Chris Rock oflék þetta svolítið. Brandarar hans voru mjög misfyndnir....
Sæmileg gamanmynd sem segir frá seinheppnum og ófyndnum grínista sem deyr vegna mistök hjá stjórnendunum í himnaríki. Til þess að bæta honum þetta upp ákveða englarnir að leyfa honum a...
Tamur Rock
Ég er enn að velta fyrir mér hvað fór úrskeiðis... Hér höfum við Chris Rock (sem getur verið frábær í hófi) leikstjóra American Pie, nokkra þrælfína leikara í aukahlutverkum og ág...
Þetta er mjög sniðug mynd, hann deyr fyrir mistök og en er hleypt aftur niður til jarðar og lendir í líkama gamals milljónamærings. Sem betur fer fyrir hann er þetta bara tímabundinn líka...
Chris Rock er ekki beint maðurinn sem maður býst við í svona mynd. Hann hefur byggt sinn feril á hávaðasömum, klúrum og mjög pólitískum húmor, og því kemur á óvart að hann leiki í ...

























