Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Æðisleg mynd sem ætti að eyða fordómum gegn ljósku
Legally Blonde er án efa uppáhalds stelpu myndin mín. Ég get horft á hana endalaust í góðum félagsskap. Í byrjun myndarinn heldur maður að þetta sé bara eitthvað grín, stelpur í systrafélagi í háskóla sem hugsa ekki um neitt annað en útlitið og stráka. Enda er aðalpersónan Elle nákvæmlega þannig í byrjun myndarinnar. Kærastinn hennar hættir með henni af því að hún sé of vitlaus fyrir sig og fjölskyldu sína, þetta drífur Elle af stað til að sækja um í Harvard lagadeildina til að koma honum á óvart og til að sýna að hún sé klár. Í gegnum myndina verður Elle klárari og finnur sig algjörlega í lögfræðinni. Margt annað gerist og eru fyndin atriði í þessari mynd óteljandi. Myndin endar ekki alveg eins og við má búast og læra allir eitthvað í gegnum tímann.
Legally Blonde er án efa uppáhalds stelpu myndin mín. Ég get horft á hana endalaust í góðum félagsskap. Í byrjun myndarinn heldur maður að þetta sé bara eitthvað grín, stelpur í systrafélagi í háskóla sem hugsa ekki um neitt annað en útlitið og stráka. Enda er aðalpersónan Elle nákvæmlega þannig í byrjun myndarinnar. Kærastinn hennar hættir með henni af því að hún sé of vitlaus fyrir sig og fjölskyldu sína, þetta drífur Elle af stað til að sækja um í Harvard lagadeildina til að koma honum á óvart og til að sýna að hún sé klár. Í gegnum myndina verður Elle klárari og finnur sig algjörlega í lögfræðinni. Margt annað gerist og eru fyndin atriði í þessari mynd óteljandi. Myndin endar ekki alveg eins og við má búast og læra allir eitthvað í gegnum tímann.
Ein af bestu stelpu myndunum af mínu mati en ættu strákar ekki að vera feimnir við að sjá þessa mynd, hún er einfaldlega æðisleg!
Legally Blonde er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Fyrst hélt ég að hún væri svona lala... en það kom í ljós þegar ég horfði á hana að hún er bara hin fínasta skemmtun og leikur Reese Witherspoon hlutverk sitt mjög vel. Í grófum dráttum fjallar þessi mynd einglega um stelpu sem er Blondina og af óskiljanlegum ástæðum kemst inní Harvard einn virstasta lögmannsskóla landsins. Kærasti hennar er búin að segja henni upp og er búin að kynnast annari. Hún leggur mjög hart að sér til að ná honum aftur. Fær hún svo nemendastöðu og tekur þar að sér mál. Ég vil bara segja í lokin að þessi mynd er æðisleg og engin ætti að láta hana fram hjá sér fara!!!
Alveg perla. Átti ekki von á svona stórkostlega góðri útfærslu. Dásamlega sönn ljósku-þemanu en kemur um leið á frábæran hátt fordómum fólks í garð ljóskna. Must see.
Hæ hæ.
Mér finnst skrítið að sumum bara finnst þessi mynd alveg hrein hörmung því mér finnst hún æðisleg. Þótt það sé dáldið langt síðan ég sá hana hefur mig alltaf langað að sjá hana aftur en hún er þá aldrei inn á videoleigum og svoleiðis. Hún fjallar um stelpu sem er ný búið að segja upp og er hún því í ástarsorg því hún var alveg yfir sig ástfangin af honum en hann segir að þau geti ekki verið saman því hann vantar einhverja sem er svona æ nú man ég ekki hvernig á að orða þetta en svo er hann líka að fara í Harvard. En eftir að hún er búin að loka sig inni og vinkonur hennar vilja lífga upp á hana og segja henni að koma í naglasnyrtingu. En þar áhveður hún að hún verði að komast í Harvard. En mönnunum líst bara nokkuð vel á myndbandið sem hún sendir inn og þess vegna kemst hún inn í Harvard. En fyrsta daginn hittir hún fyrverandi kærastan sinn en hann er þá byrjaður aftur með sinni fyrrverandi sem var skólaástinn hans. En þá hittir hún einn mann ég man ekki alveg hvað hann hét en hann var nokkuð eldri en hún. En allt gengur svona bla bla bla bla. Ég meina ekkert svona leiðinlegt heldur það gerist svo margt að maður nennir ekki alveg að skrifa það allt en hvað með það mér finnst þessi mynd bara ÆÐISLEG!!!!!!!!!! En þetta er frábær mynd og ef að einhver er ekki búin að sjá hana ætti hann að fara á næstu leigu og taka hana ef hún er inni því auðvitað er ástæða fyir að hún er í 2 sæti í vinsælustu spólurnar. Hún er frábær og aftur frábær og ekki missa af henni.
Hallfríður eða Halla
(INNIHELDUR SPOILERA)Þetta er nú meiri dellan. Þetta er sú fyrirsjáanlegasta mynd sem ég hef séð. Söguþráðurinn er: Vinsæla, heimska ljóskan missir ''ástina í lífi sínu'' og ákveður að fara í laganám til að ná henni aftur. Þegar hún kemur í skólann er hann trúlofaður annarri stelpu. Ljóskan og kærasta stráksins verða óvinkonur og bla bla bla síðan hittir ljóskan annann strák og þau verða ástfangin bla bla bla þær verða vinkonur bla bla bla og verða á móti stráknum sem hún fór í skólann til að hitta bla bla bla og ljóskan verður besti nemandi skólans. Afskaplega klisjukennd mynd. Þessar stjörnur fá leikararnir sem eru fínir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. nóvember 2001
VOD:
14. febrúar 2014
VHS:
20. mars 2002