Náðu í appið
Legally Blonde

Legally Blonde (2001)

"This Summer Go Blonde!"

1 klst 36 mín2001

Elle Woods gengur allt í haginn.

Rotten Tomatoes72%
Metacritic59
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Elle Woods gengur allt í haginn. Hún er forseti stelpufélagsins, hún er Hawaiian Tropic stúlka, ungfrú júní í dagatali heimavistarinnar, og auðvitað alvöru ljóska. Kærastinn hennar er sætasti strákurinn úr strákafélaginu og hún þráir ekkert heitar en að verða Frú Warner Huntington III. En það er bara eitt sem kemur í veg fyrir það að Warner biðji hana um að giftast sér: Elle er of mikil ljóska. Það að alast upp í sömu götu og kvikmyndaframleiðandinn frægi Aaron Spelling ætti að hafa einhverja þýðingu í Los Angeles, en það hefur enga sérstaka þýðingu í hástéttarfjölskyldu á austurströndinni. Þannig að þegar Warner fer í Harvard lagaskólann, og tekur upp samband við gömlu kærustuna úr gagnfræðaskóla, þá gerir Elle allt hvað hún getur til að komast sjálf í Harvard, ákveðin í að ná kærastanum til baka. En lagaskólinn er annar heimur heldur en heimurinn sem Elle er vön að lifa í, sem einkennnist af búðarferðum og því að liggja á sundlaugarbakkanum og sóla sig. Ellen verður nú að taka á honum stóra sínum, bæði fyrir sig og fyrir allar aðrar ljóskur sem þurfa að þola fordóma og niðurlægingu á hverjum einasta degi.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Metro-Goldwyn-MayerUS
Marc Platt ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Myndin sem besta gamanmynd og Reese Witherspoon fyrir leik í aðalhlutverki.

Gagnrýni notenda (14)

Æðisleg mynd sem ætti að eyða fordómum gegn ljósku

★★★★☆

 Legally Blonde er án efa uppáhalds stelpu myndin mín. Ég get horft á hana endalaust í góðum félagsskap. Í byrjun myndarinn heldur maður að þetta sé bara eitthvað grín, stelpur í sys...

Legally Blonde er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Fyrst hélt ég að hún væri svona lala... en það kom í ljós þegar ég horfði á hana að hún er bara hin fínasta skemmtun og leikur R...

Alveg perla. Átti ekki von á svona stórkostlega góðri útfærslu. Dásamlega sönn ljósku-þemanu en kemur um leið á frábæran hátt fordómum fólks í garð ljóskna. Must see.

★★★★★

Hæ hæ. Mér finnst skrítið að sumum bara finnst þessi mynd alveg hrein hörmung því mér finnst hún æðisleg. Þótt það sé dáldið langt síðan ég sá hana hefur mig alltaf langað...

(INNIHELDUR SPOILERA)Þetta er nú meiri dellan. Þetta er sú fyrirsjáanlegasta mynd sem ég hef séð. Söguþráðurinn er: Vinsæla, heimska ljóskan missir ''ástina í lífi sínu'' og ákveðu...

Legally Blonde er mjög góð afþreying fyrir þá sem eru ekki að leita eftir einhverri darma grenjumynd heldur fyrir þá sem langar að brosa þegar myndin er búin=) Þessar svokölluðu unglin...

Legally Blonde er ein af þeim myndum sem minnir mann á það að maður á ekki að dæma myndina áður en maður sér hana. Hér er á ferðinni alveg fínasta Formúlu - Hollywood mynd. Myndin fj...

Þessi mynd kom alveg verulega á óvart og er hin besta skemmtun, algjör gelgjumynd sem hefur sjálfa yfirgelgunna Reese Witherspoon í aðalhlutverki. Myndin er náttúrulega fyrirsjáanleg og a...

Að mínu mati er Legally Blonde allgjör snilld en ég er náttúrulega allveg ofur gelgja og dýrka svona myndir þannig ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sá þessa mynd. Ég er allveg sa...

★★★☆☆

Því verður ekki neitað að Legally Blonde sé klisja alveg frá upphafi til enda og hún inniheldur margt sem við höfum séð þúsund sinnum áður í slíkum myndum. En hún er samt einhver ó...

Legally Blonde kom mér dálítið á óvart þar sem mér fannst grunnhugmyndin af söguþræðinum frekar tæp ásamt því sem það sem ég hafði séð úr myndinni benti ekki til þess að hér ...

★☆☆☆☆

Fór á þessa mynd á óvissusýningu. Ég hefði alveg eins getað hent 800-kallinum! Pirrandi aðalsögupersóna, óhugnalega gelgjulegar bestu-vinkonur sem gerðu ekkert annað en að pirra bíóg...

Ég er enn í sjokki eftir þessa mynd, því ég bjóst engan veginn við því að hún væri jafn ótrúlega fyndin og hún er. Kannski er best að fara í bíó með litlar væntingar því þá e...