Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er á ferðinni frábær og ærslafull gamanmynd frá teyminu sem framleiddi “American Pie” myndirnar. Auk annarra mynda sem framleiðendur þessir hafa framleitt eru myndir á borð við “Cats & Dogs”, “Final Destination”, “The First Wives Club” og “In & Out.”
Auk þess leikur enginn annar en pabbinn úr “American Pie” myndunum, Eugene Levy í myndinni.
Max Fleming ungur lífefnafræðingur vinnur fyrir hinn úrilla og geðveika Dr. Fromer (Eugene Levy). Max leggur mikið á sig við rannsóknarstörf sín en dag einn dettur hann í lukkupottinn eða hvað! Max og Dr. Fromer eru að vinna að því að klóna dýr en þegar slys verður á rannsóknarstofunni verður um klónun að ræða á fallegri rannsóknarblaðakonu, Kate að nafni og við það ruglast lífsmynstur Max gersamlega. Hann og vinur hans, Henry takast á við það að þjálfa klónunarútgáfu Kate með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hin klónaða Kate elskar kynlíf, bjór, pissur og íþróttir og verður því ein af “gæjunum.” En er þetta hið rétta eðli kvenna! Það verða áhorfendur að dæma um.
Við mælum svo sannarlega með “Repli-Kate” sérstaklega fyrir þá sem “fíluðu” “American Pie” myndirnar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2002
VHS:
27. júní 2002