Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var hreint út sagt mjög slöpp. Ég skil einfaldlega ekki þessa dóma hér fyrir ofan þrjár og þrjá og hálf stjarna. Jú kanski er það vegna þess að myndinn er íslensk, en ef þessi mynd hefði verið búinn til í Hollywood hefði kanski hæsta einkunnin verið ein stjarna. Ég gef myndini eina stjörnu fyrir húmor og hálfa af því hún er íslensk. Eins og flestar íslenskar myndir sem ég hef séð var endirinn versti parturinn, það er eins og íslenskir leikstjórar kunni ekki að enda myndirnar. Einu íslensku myndirnar sem ég gæti hugasð mér að horfa á eru íslesku heimildarmyndirnar, það eru einu myndirnar sem eithvað vit er í. En ég hef ekki enþá séð íslenska mynd með alvöru endi. En þessi mynd um hann Nóa Albinóa var ekki góð og ég get bara ekki mætl með henni.
Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög duglegur að tjá mig um hvernig mér finnst myndir vera, en mér fannst ég bara verða að gera það núna. Ég get bara engan veginn skilið allar þessar góðu umsagnir, samt er ég ekki svona gaur sem finnst bara American Pie skemmtilegt og eitthvað þannig. Mér fannst þessi mynd bara skelfing. Því miður get ég ekki sagt um hvað mydin er. Jú kannski, hún er um strák í litlum bæ..... Myndir heldur bara einhvernvegin áfram án þess að neitt gerist, nema náttúrulega í endann. Þá fannst mér myndin fyrst byja en nei, þá var hún búinn! Ég vona að ég sé ekki sá eini sem finnst þetta en alla vega finnst mér það samt.
Mjög góð mynd og gæti bara verið besta íslenska kvikmynd sem hefur verið gerð. Nói (Tomas Lemarquis) er vandræðaunglingur sem á heima í litlum bæ einhversstaðar í Vestfjörðum. Honum gengur illa í skólanum og flestir kennarar fyrirlíta hann en sálfræðingurinn að sunnan telur hann vera snilling. Hann hittir stelpu sem vinnur á sjoppu og þau vera ástfanginn.
Eitt af bestu íslensku myndum sem hafa verið gerðar. Tómas Lemarquis leikur Nóa, vandræðaungling sem gengur mjög illa í skólanum. Skólasálfræðingurinn frá Reykjavík telur hann snilling en flestir kennarar fyrirlíta hann. Hann á heima einn með ömmu sinni sem karakterinn hjá henni er vel skrifaður en ekki nógu vel leikin. Nói hittir stelpu sem vinnur í sjoppu og verður skotinn í henni en faðir hennar er illræmdur bókabúðeigandi. Þröstur Leó Gunnarson er að mínu mati besti leikarinn og það er engin furða að hann fékk Edduverðlaun fyrir leik sinn. Eftir nokkur ár verður myndin örugglega orðin klassík og hún verður kannski tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2004.
Ótrúlega falleg og vel gerð mynd sem fer beint á topp fimm af bestum íslenskum myndum. Allar samræður í myndinni eru ótrúlega skemmtilegar og leikararnir allir sína stórleik hvort sem það er aðalhlutverk eða aukahlutverk. Tónlistin spilar stórt hlutverk og nýtur sín vel og á réttum stundum. Þessi mynd á öll verðlaun skilið. Hiklaust fjórar stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Zik Zak kvikmyndir
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
28. febrúar 2003
VHS:
4. desember 2003