Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ocean's Twelve er meiriháttar skemmtun. Þó svo að Soderbergh pæli ekki jafn mikið í sögunni og hann gerði í fyrstu myndinni, kemur hann samt með alveg fantagóða mynd sem allir unnendur hans ættu að geta sætt sig við.
Ég hef ekki séð Ocean´s 11 en ef hún er jafngóð og seinni þessi þarf ég að sjá hana. Mér finnst þessi myndmjög góð, frábært leikaraval og myndin er mjög góð, flott atriði og gott handrit. Galli myndarinnar er að klippingin er svolítið skrítin. Þú ert hér en allt í einu ertu komin þangað og veist ekki alveg af hverju. Hún er flott klippt, þeir finna góða leið til að klippa hana en hún gera það einhvernvegin svo snöggt.
Þrjár og hálf stjarna.
Úff, leiddist afar mikið á þessari mynd, fyrri myndin töluvert skárri. Þessi fannst mér mjög langdregin, ruglingsleg myndataka sem fékk mann til að verkja í höfuðið. Ofurstjörnu cast einum of mikið. Eina jákvæða var afar fagurt location, tilbreyting frá þessu plane ameríska heimi.
Myndin er ömurleg miðað við hinn þeir skjóta inn slöppum húmor öður hverju en samt ekkert spes mynd ég myndi ekki eyða auka penningum í lúxsus sal.
Settu heilann í hlutlausan gír, ekki spá of mikið í handritinu, njóttu þess bara að horfa á fallega fólkið á tjaldinu skemmta sér og þá muntu líklega njóta þessarar myndar. Myndin sjálf er hvorki fugl né fiskur, en er ágætis afþreying. Leikararnir eru hálfglottandi megnið af myndinni, eins og þetta sé allt saman einn stór innanhússbrandari... sem myndin er í rauninni ef út í það er farið... það vantar bara að þeir líti í myndavélina og blikki mann. Óvænti endirinn var augljós frá fyrstu stundu, en það skemmdi ekki mikið fyrir... Þetta er hálfdrættingur á við fyrri myndina, en þar sem þessi var eingöngu gerð fyrir tvær ástæður, peninga og afþví allir höfðu gaman af því að gera þá fyrri, þá er það nú viðbúið. Svona allt-í-lagi ræma, ekkert meira.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
17. desember 2004
VHS:
25. apríl 2005
- Danny Ocean: Do I look 50 to you?
Basher Tarr: Yes.
Danny Ocean: Really?
Basher Tarr: Well... from the neck up.