Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hvaða kvikmyndaðdáðandi sem ég þekki segir það sama, ´Heat er geðveik!´. Sem er satt, Heat er kolbrjáluð, grilluð, ofurheit og gersamlega djúpsteikt að gæðum, ég afsaka ofnotkun mína á lýsingarorðum tengd hita. Ein af ástæðunum bakvið þessa fullyrðingu er sú að Al Pacino og Robert DeNiro loksins deila senum saman í myndinni sem andstæður í glæpaheimi Los Angeles sem Vincent Hanna og Neil McCauley, Pacino löggan og DeNiro bófinn. Sú skilgreining er hinsvegar mjög takmörkuð miðað við flækjurnar sem Michael Mann skapar milli ´góðra og vonda manna´. Samkvæmt Mann sjálfum þá reynir hann að skapa þrívíddina allstaðar í myndunum sínum, sama hvaða staður eða persóna gæti verið til staðar og sama hve lítið eða lengi sú persóna eða sá staður kemur fyrir. Þetta gagnast myndirnar hans mikið á þar sem þær flest allar gerast í nútímanum og í borgarlífinu, án þess þá væri umhverfið líklegast dautt, án þess að geta tengt það við fólkið sem býr þar, hljómar rökrétt. Helsti tilgangurinn sem Heat þjónar, er sálfræðin bakvið glæpalífið, myndin er skrifuð sem sálfræðidrama með óneitanlega geðveikum hasarsenum inn á milli. Stíllinn þjónaði auðvitað sínum tilgangi, en án þessari sálfræði þá hefði myndin fallið niður í miðjumoð. Fyrir utan sálfræðina þá er eitt það sem gerði Heat svo eftirminnanlega voru byssuhljóðin í klassíska bankaráninu, ekki endilega ránið sjálft sem var þó geðveikt heldur þessi ótrúlega raunverulegu byssuhljóð sem sprengdu á manni eyrun, án þeirra þá get ég varla ímyndað mér hvernig senan hefði verið, og þá hvaða sena í myndinni sem hafði byssuskot. Al Pacino og Robert DeNiro gera myndina ódauðlega, þetta eru tveir risar að stangast saman sem allir þekkja, líkt og að horfa á heimsmeistarakeppni í boxleik eða eitthvað svipað. Ég hef líka aldrei séð neina manneskju reyna leika dauða/hálfdauða manneskju jafnvel og hún Natalie Portman, þó svo hún hafi varla verið fjórtán ára gömul á þessum tíma þá var hún áberandi hluti af sögunni, sama með Diane Venora gagnvart Al Pacino þá. Val Kilmer, sem er alltaf góður að mínu mati er það líka í Heat sem frekar daufur karakter en þrátt fyrir það mjög mikilvægan, sérstaklega í garð Robert DeNiro's, sama með Amy Brenneman. Svona gengur það, koll af kolli, eins og vefur, hver einasta manneskja og persóna leiðir að lokum til Pacino og DeNiro og það er aðeins rökrétt að enda myndina á þeim tveimum. Aðeins einn þeirra kemur lífs af og aðeins þá geturu ákveðið á hvorri hlið þú stendur, sjálfur er ég á báðum áttum enda er persónusköpunin einfaldlega alltof góð hjá hvortveggja karakterum. Heat stendur uppi að mínu mati sem ein af bestu myndum tíunda áratugsins, og ein besta mynd Michael Mann's, og ein besta glæpamynd allra tíma.
Ótrúleg spennumynd, með einum flottasta skotbardaga kvikmyndasögunnar. Robert DeNiro leikur glæpamann sem er með lið manna en á meðal leikara í liðinu eru Val Kilmer,Jon Voight og Tom Sizemore. Þeir skipuleggja rán en drepa tvær eða þrjár löggur og þá eru þeir eftirlýstir. Lögga (Al Pacino) ætlar að helga lífi sínu til að ná þeim en það mun reynast erfitt. Allir leikararnir standa sig með prýði og spennan er í hámarki.
Frábær spennu og hasarmynd. Hasarinn þjónar söguþræðinum einstaklega vel. Myndin er vel skrifuð og heldur spennu allan tímann og slakar hvergi á. Áhersla er lögð á mannlegu hliðina og samskipti manna á milli. Þar kemur til einn helsti kostur myndarinnar en það er leikurinn sem er framúrskarandi. Kannski ekki við öðru að búast þar sem valinn maður er í hverju hlutverki.
OOOHHHHHH, Hryllingur, ÉG gerði hrikaleg mistök að kaupa þessa mynd á DVD. Þessi mynd hefur ekki neitt nema góðan leik upp á að bjóða en það hefur nú ekki allt að gera með kvikmyndina, myndin hefur nú fræga leikara á borð við Val Kilmer, Al Pacino og Robert De Niro en ég gat samt varla haldið mér vakandi fyri þessari rusl mynd. Handritið er rusl, tónlistin er rusl, leikstjórnin ekki alveg nógu góð og þarf ég þá nokkuð að nefna meira en útkomuna úr þessu öllu saman? RRRUUUSSSLLL!!! hálf stjarna frá mér...
Frábær mynd og örugglega ein besta spennumynd síðari ára þar sem óskarsverðlaunaleikararnir Al Pacino og Robert De Niro sýna magnaðan snilldarleik. Ef einhver mynd verðskuldar lýsingarorðið frábær, þá er það þessi mynd. Enginn sem sér hana og hefur aldur til að meta hana getur gefið henni lakari umsögn en það. Hér leiða saman hesta sína í fyrsta sinn tveir af bestu leikurum samtíðarinnar, Al Pacino og Robert De Niro undir stjórn leikstjórans Michaels Mann sem einnig er höfundur handrits, en með önnur stór hlutverk fer stór og valinkunnur hópur úrvalsleikara t.d. Val Kilmer, Tom Sizemore, Jon Voight, Ted Levine, Mykelti Williamson og Wes Studi svo einhverjir séu nefndir. Neil McCauley "De Niro" er eitursnjall atvinnuglæpamaður. Hann hefur ásamt mönnum sínum, Chris "Kilmer", Michael "Sizemore" og Nate "Voight" lagt á ráðin með nokkur afar kunnáttusamleg og hátæknileg rán víðsvegar um borgina. Snilli þessara rána felst ekki síst í því að McCauley og menn hans skilja ekki eftir sig nein spor sem geta komið upp um þá og því síður sannað eitt né neitt. Vincent Hanna "Pacino" er rannsóknarlögreglumaður í rán- og morðdeild. Einkalíf hans er rjúkandi rúst enda kemst ekkert annað að í huga hans en starfið. En hann er ekki síður snjall en McCauley og með hjálp sinna manna og uppljóstrara í borginni tekst honum smám saman að þrengja netið í kringum glæpamennina. Áður en langt um líður verður ljóst að leiðir þessara ólíku manna eiga eftir að liggja saman. Til uppgjörs hlýtur að koma, uppgjörs sem fáir munu lifa af. Stórkostleg og meistaralega gerð stórmynd sem ég gef þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með við alla sanna kvikmyndaaðdáendur. Frábær í alla staði
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros.
Aldur USA:
R
- Vincent: We're sitting here like a couple of regular fellows and if I have to go out there and put you down I won't like it. But if it's between you and some poor bastard whose wife you're gonna turn into a widow, buddy, you are going down.
Neil: There's a flip side to that coin. What if you do get me boxed in and I'll have to put you down? 'cause no matter what, you will not get in my way. We've been face to face, yeah. But I will not hesitate - not for a second.