Aðalleikarar
Leikstjórn
Fyrsta áhorfið af JFK var mesta adrenalín flæði sem ég hef nokkurn tíman upplifað í kvikmynd fyrr og síðar. Ég tel JFK vera einhverja stílglæsilegustu kvikmynd sem til er, kvikmyndatökustjórinn Robert Richardson (sem ég held líka mikið uppá) nær á einhvern hátt að skapa andrúmsloft með myndatökunni sem sleppur manni aldrei. Klippingin var alveg jafn fullkomin (Pietro Scalia klippti JFK og Gladiator meðal annars) og átti JFK vel skilið þessa tvo óskara sem hún fékk fyrir einmitt kvikmyndatöku og klippingu. Oliver Stone sem er einn af þeim betri kvikmyndagerðamönnum þessa dagana nær að grípa alla athyglina þína frá fyrstu mínútunni og sleppir þér ekki fyrr en lokatextinn endar, í þessa þrjá klukkutíma + sem horfði á myndina var ég límdur fyrir framan skjáinn og eftir áhorfið þá fattaði hve virkilega áhrifamikil upplifun þetta hafði verið. Ekki nóg að ég idolizaði stílinn og Oliver Stone heldur þá varð ég lærdómsfíkill gagnvart Kennedy-morðsins í mörg ár. Ef það eru ekki mikil áhrif þá veit ég ekki hvað er. JFK myndi ég kalla í stuttu máli ´fullkomnun kvikmynda´ hún virkar á hverju einasta stigi eins vel og mögulegt er, fólk sem hefur stutta athyglisbresti mun hafa erfitt að horfa á JFK því ef þú ákveður að líta á hana þá verðuru að klára hana. Loka réttarhaldssenan er í fyrsta sæti sem besta atriði sem ég hef nokkurn tíman séð, fullkomið atriði að öllu leiti, honum Kevin Costner aðallega að þakka. JFK er líka eina kvikmyndin sem ég þurfti að róa mig niður líkamlega eftir fyrsta áhorf, ég var úrvinda, þreyttur, spenntur og ofivrkur eftir það. JFK er þó alls ekki kvikmynd sem hægt er að horfa á oft, flestir sjá hana einu sinni og aldrei aftur. Ég hinsvegar er DVD gúrú og fæ ég mér alltaf nýjustu og bestu útgáfuna af myndinni sem hægt er að fá hvenær sem ég get. JFK er líka einhver mest pólitíska mynd sem gerð hefur verið og mikilvægasta að mínu mati, hún snertir viðkvæm málefni (eitthvað sem Stonerinn kann að gera). Það verður að kallast sigur fyrir kvikmyndagerðmann þegar myndin sín enduropnar gömul mál og hvetur fólk til þess grafa eftir sannleikanum árum saman.
Eitt áleitnasta hitamál bandarískrar stjórnmálasögu á 20. öld er óneitanlega morðið á John Fitzgerald Kennedy forseta Bandaríkjanna, í Dallas í Texas, föstudaginn 22. nóvember 1963. Hann hafði þá setið á forsetastóli í Bandaríkjunum í rúmlega 1000 daga. Að margra mati er sem spurningunni um hver myrti forsetann hafi ekki verið svarað með fullnægjandi hætti. Opinber rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði framið morðið og verið einn að verki en margir aðhyllast þá kenningu að árásarmennirnir hafi verið tveir og sumir segja allt að fjórir. Einnig hafa komið fram kenningar um að mafían, bandaríska leyniþjónustan, útsendarar erlendra ríkja eða jafnvel Johnson forseti, hafi skipulagt ódæðið. Um þetta mikla hitamál var fjallað í kvikmyndinni JFK árið 1991. Allt frá unglingsárum hafði Oliver Stone fylgst með miklum áhuga með rannsókninni á morðinu á Kennedy forseta. Hann ákvað því að gera mynd um rannsóknina og þær samsæriskenningar sem fóru um allan heiminn þess efnis að stjórnvöld hefðu átt þátt í morðinu og hann gerði myndina frá sjónarhorni Jim Garrison sem fór fremstur í fylkingu þeirra sem vildu að málið yrði kannað til fulls og allar samsæriskenningarnar kannaðar og málið galopnað. Myndin varð umdeild en mögnuð lýsing á þessu þekkta morðmáli. Er fátt meira viðeigandi nú í miðri kosningabaráttunni um valdamesta embætti stjórnmálaheimsins, forsetaembættinu í Bandaríkjunum, en kynna sér þetta umdeilda sjónarhorn á morðið á einum kraftmesta stjórnmálamanni Bandaríkjanna á 20. öld, sem hvarf af sjónarsviðinu með vofeiflegum hætti fyrir rúmum fjórum áratugum. Skylduáhorf fyrir alla unnendur stjórnmálasögu og úrvalskvikmyndagerðar.
Handritið blómstrar af snilld, það er bara lekandi af myndinni. Þetta er snilldarmynd. Hún er mjög löng en hún hefur athyglisverðustu samræður sem ég hef séð í kvikmynd. Hið fræga atriði í endanum sem kallast ´the magic bullit theory´ er í 30 mínútur akkurat og heldur manni fastann við skjáinn allann þann tíma gapandi og slefandi. Það er svo margt um þessa mynd sem er argandi snilld, til dæmis leikurinn. Allir leikararnir, hver einasti kemur með gallalausa frammistöðu. Oliver Stone náði að gera þessa mynd einhvern megin svo ótrúlega vel! JFK er náttúrulega um morðið á Kennedy forseta BNA árið 1963 en myndin sýnir allar staðreyndir um morðið og alla gallana á sögulegum staðreyndunum. Og allt satt sem er ótrúlegt. Handritið er últra-snilld, það er svo gott að þegar ég hugsa um það fer ég í vímu. JFK er argandi snilld.
Vá hvað þetta var löng mynd! Svona eftirá að líta var það það helsta sem dró hana niður. En það var alls ekki það sem var eftirminnilegast við þessa mynd. Hér er morðinu á Kennedy gerð virkilega góð skil, a.m.k. frá einu sjónarhorni. Það er reyndar ekki hægt að segja að um mikla spennu hafi verið að ræða en samt var maður aldrei nálægt því að verða syfjaður yfir þessari mynd. Það hjálpar eflaust til að vita að lang-mest af því sem kemur fram í þessari mynd er sannleikur, ef samsæriskenningin er undanskilin - sem maður myndi áætla að væri sönn, allavega eftir að hafa séð þessa mynd. Leikararnir eru líka allir mjög sannfærandi og öll umgjörð gerir að verkum að auðvelt er að ímynda sér að maður sé kominn til ársins 1963. Ef maður hefur tímann, og áhugann fyrir JFK-málinu þá er ekki spurning að þessi mynd er málið.
Ein af betri myndum sem Oliver Stone hefur gert og langbesta myndin sem Kostnerinn hefur tekið þátt í.Allt varðandi morðið á John F.Kennedy gert góð skil og vekur áhuga manns á þessum atburði.Leikarar standa sig allir með prýði og leikstjórnin í góðum höndum snillingsins Stone.Gary Oldman er flottur sem Lee Harvey Oswald.Ótrúlega góð mynd um einn athyglisverðasta og umdeildasta atburð í sögu Bandaríkjanna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Oliver Stone, Jim Marrs, Zachary Sklar, Jim Garrison
Framleiðandi
Warner Bros.
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$205.405.498
Vefsíða:
Aldur USA:
R