Náðu í appið
1408

1408 (2007)

"The Dolphin Hotel invites you to stay in any of its stunning rooms. Except one."

1 klst 44 mín2007

Hinn kaldhæðni efasemdamaður og rithöfundur, Mike Enslin, skrifar bók um yfirnáttúruleg fyrirbæri í hótelum, í kirkjugörðum og á öðrum stöðum þar sem finna má draugagang,...

Rotten Tomatoes80%
Metacritic64
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Hinn kaldhæðni efasemdamaður og rithöfundur, Mike Enslin, skrifar bók um yfirnáttúruleg fyrirbæri í hótelum, í kirkjugörðum og á öðrum stöðum þar sem finna má draugagang, og yfirleitt afhjúpar hann fals og blekkingar. Þegar hann er að skrifa nýjustu bók sína fer hann frá Los Angeles til New York og dvelur í inu illa herbergi 1408 í Dolphin hótelinu, en það er ekki leigt út til gesta. Hótelstjórinn, Mr. Gerald Olin, er hikandi og neitar honum um herbergið og býður honum betra herbergi og ýmiskonar fríðindi, en segir síðan að meira en 50 gestir hafi látið lífið í þessu alræmda herbergi yfir nokkra áratugi. Mike hótar Olin lögsókn fái hann ekki að nota herbergið, og hann fær því loks að bóka sig þar inn. Síðar um nóttina kemst hann að því gestir herbergisins komast líklega aldrei á lífi þar út, hafi þeir einu sinni bókað sig þar inn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Dimension FilmsUS
di Bonaventura PicturesUS

Gagnrýni notenda (6)

Myndir eftir sögum Stephen King eru mjög misjafnar af gæðum. Frank Darabont hefur tvímælalaust gert þær bestu (The Mist, The Shawshank Redemption og Green Mile). Aðrar góðar voru t.d. Miser...

1408

★★★★☆

 Stephen King hefur alla tíð heilla mikið og hef ég séð flestar kvikmyndir sem hafa verið gerðar eftir sögum hans, ein allranýjasta sem hefur verið fest á filmu er 1408, þótt að sa...

Fínasta "Mænd-fökk"

★★★★☆

1408 nær kannski ekki hæðum The Shawshank Redemption eða Misery hvað aðlögun á Stephen King skáldskap varðar, en sem betur fer er hér heldur ekki misheppnuð tilraun á ferð í anda Dreamc...

★★★★★

Það er lítið sem ég vil koma á framfæri varðandi þessa mynd, enda eru gagnrýnirnar mínar oftast stuttar og það af einfaldri ástæðu; ég gæti örugglega blaðrað vel og lengi um mynda...

★★★★☆

Bækur og smásögur eftir Stephen King hafa oft ratað á hvíta tjaldið með þó mjög misjöfnum árangri. Kvikmyndin 1408 er einmitt byggð á smásögu eftir meistara Stephen King. Hér hefur t...

Kannski hjálpar það til að vita ekkert á hvað maður er að fara að horfa, maður verður ekki fyrir vonbrigðum allavega. Þessi mynd fjallar um... tja mann að kljást við drauga fortíðar ...