Náðu í appið
Ævintýri á Norðurslóðum

Ævintýri á Norðurslóðum (1992)

Northern Tales

1 klst 29 mín1992

Þrjár spennandi sögur um börn í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Þrjár spennandi sögur um börn í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi. Hestur og huldufólk Með Sigga og villta folanum á bænum hefur tekist sérstök vinátta og þegar á að selja hann grípur Siggi til sinna ráða. Um haustið fær Siggi að fara í göngur og hver kemur honum til hjálpar þegar hann villist í þokunni? Hannis Systkini frá Þórshöfn eyða sumarfríinu á lítilli eyju. Ásamt hinum börnunum á eynni stríða þau gömlum manni sem þeim stendur ógn af og margar hræðilegar sögur eru sagðar af. En ekki er allt, sem sýnist. Móðir hafsins Malik og Uiloq heyra þjóðsöguna um Móður hafsins, sem er ævareið og heldur öllum sjávardýrunum föngnum svo ekkert veiðist í matinn handa mönnunum. Systkinin halda út á ísinn á hundasleðanum sínum til að blíðka hana.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar