Náðu í appið
The Nutty Professor 2

The Nutty Professor 2 (2000)

The Nutty Professor II, Nutty II: The Klumps

"Eddie Murphy Is The Klumps"

1 klst 46 mín2000

Prófessor Sherman Klump er að fara að gifta sig.

Rotten Tomatoes27%
Metacritic38
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Prófessor Sherman Klump er að fara að gifta sig. Og Klump fjölskyldan gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd. En Buddy Love, partýskrýmslið sem býr innra með honum og brýst út þegar Klump innbyrðir efnablöndu sem hann hefur sjálfur þróað, brýst fram og reynir að eigna sér allt heila klabbið. Love kemur óforvandis fram þegar hans er síst von, og setur allar giftingaráætlanir Klumps í uppnám, en hans heittelskaða heitir Denise Gaines. Hann ákveður að nýta sér DNA rannsóknir Denise, og losa sig í eitt skipti fyrir öll við Buddy Love. En Buddy er ekki á þeim buxunum að hverfa, og stekkur fram og segist eiga allan heiðurinn af nýju yngingarlyfi sem Klump hefur verið að þróa. Til að reyna að koma í veg fyrir að Buddy finni lyfið, þá felur Klump lyfið á heimili Klump fjölskyldunnar, og telur að það verði öruggt þar. Buddy finnur að sjálfsögðu lyfið, en til að komast að því þá verður hann fyrst að eiga við alla Klump fjölskylduna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Imagine EntertainmentUS
Eddie Murphy ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Eddie Murphy tilnefndur til MTV verðlauna og Kids' Choice Awards, USA ásamt Janet Jackson. Einnig tilnefnd til ýmissa verðlauna fyrir förðun og besta lag: "Doesn't Really Matter" með Janet Jackson..

Gagnrýni notenda (7)

Þar sem mér fannst fyrri myndin svona næstum í lagi ákvað ég að kíkja á þessa, en það hefði ég betur látið ógert. Væmin, leiðinleg og ófyndin eru nokkur af þeim orðum sem mé...

★★★★☆

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa mynd nema að hún er alveg ágæt. Það sem að angrar mig svoldið er að allt í einu er Jada Pinkett farin og Janet Jackson komin sem einhver ...

Þetta hlýtur að vera lélegasta kvikmynd sem ég hef séð. Nutty Professor I var þó alla vega fyndin á köflum þótt hún væri ekkert snilldarverk en ég hreint út sagt skammaðist mín þeg...

Þessi mynd fjallar um mann sem ætlar að kvænast konunni sem hann elskar, sem heitir Denise Gaines (Janet Jackson) og á eftir að passa inn í Klump-fjölskylduna a. m. k ef miðað er við matarl...

★☆☆☆☆

Ég verð náttúrulega bara að segja að þetta er eitt það lélegasta framhald sem ég hef nokkurn tíma séð. Önnur eins afbökun á góðum brandara hef ég sjaldan áður orðið vitni að! ...

Ef Eddie Murphy hefði staðið við það sem titill myndarinnar lofar, þ.e.a.s. að einblína á hina óborganlegu Klump-fjölskyldu, hefði þessi óhjákvæmilega framhaldsmynd verið frábær. H...