Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er ein besta mynd sem gerð hefur verið jim carrey fer á kostum sem pet detectivin Ace ventura þessi er miklu betri en seinni myndin. Þetta hlutverk er bara búið til fyrir jim því eingin annar í heiminum gæti leikið Ace ventura betur.
Ace Ventura er algjör snilld, þetta er fyrri myndin af tveim og myndin sem gerði Jim Carrey frægan, ég gef myndinni sjálfri fjórar stjörnur. Aðalhlutverk í myndinni eru: Jim Carrey(The Mask) og Courtney Cox(3000 Miles To Craceland). Í myndinni segir frá Ace Ventura(Jim Carrey) sem er Pet Detective eða Gæludýra Lögregla. Hann fréttir af því að höfrungnum Snjókorn væri rænt tveim vikum áður enn að höfrungurinn ætti að sýna listir sýnar í hálfleik á Super Bowl. Hann fer og ransóknar málið og hittir konu að nafni Melissa Robinson(Courtney Cox). Þeir sem vilja ekki vita um þess mynd meira HÆTTIÐI NÚNA. Hann finnur gimstein úr hring sem allir leikmenn í liðinu Miami Dolphins fengu. Þannig að hann kíkjir á alla hringana sem liðsmennirnir eru með. Enn enginn af þeim eru með engann gimstein í hringnum, þá sér hann á eldri mynd að það vantar einn. Sá maður var Ray Finkle, hann fór heim til hans enn Ray hafi strokið þaðan. Foreldrar hans sögðu að hann hafi strokið af Geðveikrahæli. Þá fór Ace á þetta geðveikrahæli dulbúinn sem geðveikur maður og leitaði í geymsluni eftir hlutunum sem hann hafi skilið eftir. Þar fann hann upplýsingar um einn leikmannana Dan Marino. Hann fór til Dan Marino þegar hann var að taka upp auglýsingu, þá tóku menn Dan Marino og Ace elti þá. Hann elti hann að bryggju, þá fattaði hann að yfirmaðurinn hans Ace sem er kona var Ray Frinkle en fór í kynskiptiaðgerð.Þá ætlaði hún að drepa Dan Marino, þá kom Ace þangað og sá þá að Snjókorn var þarna við bryggjuna. Þannig að það var bjargað höfrungnum og höfrungurinn sýndi þetta listir sínar í hálfleik á Super Bowl, takk fyrir.
Mig langaði mest að þvo augun á mér uppúr sápu eftir að hafa byrjað að horfa á þessa mynd. Ofleikur Jim Carrey átti þó ágætlega við þetta afspyrnu slæma handrit, sem segir líklegast meira um handritið en leik Jim Carrey. Myndin lendir örlítið neðar á shitlistanum en The Postman með Kevin Costner.
Ace Ventura er örugglega besta mynd Jim Carreys fyrir utan Cable Guy en þessi hefur mjög mikinn aulahúmor sem enginn þarf að skammast sín fyrir en ég hvet alla aulahúmorista til að sjá þessa mynd. Ace Ventura (Jim Carrey) er mjög góður í fagi sínu en hann vinnur sem maður sem hjálpar fólki að finna týnd gæludýr (!). Hann fær verkefni frá frægu ruðningsliði en stór keppni er framundan og það vantar höfrung sem hvetur liðið áfram (!!). En margt óvænt kemur í ljós og margt fyndið kemur líka í ljós. Sjáið þessa mynd. Ég segi ekki fleira. But if i'm not back in five minutes then just wait longer.
Þessi ein sú besta gamanmynd sem ég hef séð. Myndin fjallar um gæludýraspæjarann Ace Ventura sem er vægast sagt sérstakur, hann þarf að finna týndan höfrung sem er lukkudýr ruðningsliðs. Í leit sinni lendir hann í mörgum undarlegum og sprenghlægilegum aðstæðum og þarf að kljást við löggur, miljarðamæringa og ruðningslið. Ace Ventura er án efa flottasta persóna sem Jim Carrey hefur leikið og í þessari mynd nýtur hann aðstoðar Courtney Cox og Dan Marino sem eru líka mjög góð í sínum hlutverkum. Sem sagt, frábær mynd með frábærum bröndurum og frábærum leikurum.
LLLLLIKE A GLOVE!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Aldur USA:
PG-13
- Ace: If I'm not back in five minutes - just wait longer!