Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hræðileg flott mynd eftir handriti Tarantino.Allir leikarar(og þvílíkir leikarar)fara flott með hlutverkin og söguþráðurinn er snilld.Þarna eru mörg lítil aukahlutverk sem að Tony Scott fær úrvalsleikara til að gefa þeim mikla dýpt(einsog Gary Oldman,Christopher Walken,Dennis Hopper,Brad Pitt og auðvitað Val Kilmer sem Elvis sem sést að ég held aldrei í fókus og nánast alltaf bakvið Slater þegar hann horfir í spegil).Þetta er hröð mynd og samtölin eru mögnuð.Eitt all time skemmtilegasta atriði sem ég hef séð er atriðið með Walken og Hopper.Ótrúleg mynd og fær pottþétt fjórar.
Hundléleg mynd. Fullt af fínum leikurum en svo er ekkert varið í þetta. Ófrumleg og þreytandi og vantar nánast allt sem góð mynd þarf að geyma. Ég hélt að hún væri ágæt áður en ég sá hana en þvílík vonbrigði maður. Söguþráðurinn er þó nokkurn veginn í lagi og því verð ég að splæsa stjörnu.
Sjaldan á mínu stutta lífi hef ég séð jafn stóran leikhóp og í True Romance. Í nær öllum aukahlutverkum eru þvílíkir leikarar. Í þessum óvenjulega leikhópi eru m.a. Christian Slater, Patricia Arquette, Dennis Hopper, Michael Rapaport, Christopher Walken, Samuel L. Jackson, Gary Oldman, Brad Pitt, Tom Sizemore, James Gandolfini, Val Kilmer og Chris Penn. Ég sem vissi fekar lítið um þessa, leigði hana út af góðum dómum, og einnig því að snillingurinn Quentin Tarantino skrifaði handritið. Og það má segja að ég hafi ekki verið fyrir vonbrigðum. Þetta er að mínu mati lang besta ræma Tony Scott´s ( bróðir Ridley Scott´s ), enda er nú ferill hans ekki glæsilegur, þó hann hafi átt eina eða tvær ágætar ræmur. Handritið af myndinni er hin mesta snilld, enda er enginn annar en Quentin Tarantino sem skrifar það. Samtölin mörg eru stórkostleg, og þ.a.m. er eitt af eftirminnilegustu atriðum allra tíma að mínu mati. Ég er að tala um atriðið þegar tveir snillingar, Dennis Hopper og Christopher Walken lenda í hvor öðrum, Þetta var eitt kraftmesta samtal sem ég hef orðið vitni af. Leikurinn er stórkostlegur, enda valinn maður í hverju hlutverki. Hann Christian Slater sem hefur alltaf verið frekar lélegur í myndum sínum er frábær, Christopher Walken sem kemur aðeins í einu atriði, og þvílíkt atriði. Dennis Hopper er magnaður sem fyrrverandi lögga. Gary Oldman er ótrúlega eftirminnilegur og frekar ógeðslegur sem ja svona pimp! Patricia Arquette var fín í sínu hlutverki, Brad Pitt er hér í einu af bestu hlutverkum hans sem uppdópaður gaur. Michael Rapaport er svona eins og venjulega, ekki góður né lélegur. Síðan var hann Tom Sizemore mjög góður í sinni rullu. Myndin sjálf fjallar um náunga að nafni Clarence Worley ( Christian Slater ) hittir gleðikonu eina að nafni Alabama Whitman ( Patricia Arquette ). Þau verða ástfanginn við fyrstu sín, og eyða nóttu í föngum hvors annars. Þau ákveða að gifta sig og gera það. Eftir ráðgjöf frá sjálfum ýminduðum Elvis Presley ( Val Kilmer ) ákveður Clarence að segja sjálfum Drexl Spivey ( Gary Oldman ) að hún Alabama sé hætt að vinna fyrir hann sóðaverk. Þetta sættir Drexl sig ekki við og endar með blóðugu uppgjöri þeirra tveggja þar sem hann Clarence fer með sigur af hólmi og skilur Drexl eftir í blóði sínu. Eftir þetta tekur Clarence tösku eina sem hann hélt að föt sinnar heitelskuðu væru í, en þegar betur er gáð er taskan troðfull af hágæða kókaíni. Þau tvö halda til Hollywood og ætla sér að selja kvikmyndaframleiðenda einum efnið. Mafíósi einn ( Vincenzo Coccotti-Christopher Walken ) og menn með honum frétta af þessu og ætla sér ekki að láta þau tvö komast í burtu með þessa tösku, og endar þetta með ósköpum. Þessi mynd er blóðug, mjög blóðug og ofbeldisfull og fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir smá slettum ættu að sleppa þessari. Annars er þetta stórkostleg og frekar óvenjuleg lítil ræma sem flestir ættu að kíkja á.
Hvernig getur Christian Slater verið svona flottur? Þetta er ekki bara besta mynd sem hann hefur leikið í heldur ein besta ræma sem ég hef séð yfirhöfuð. Svakalega flott í alla staði, leikarar, umhverfi og tónlist. Hreint allir leikararnir skila sínu óaðfinnanlega, þó sérstaklega Gary Oldman og Christopher Walken, sem fengu mann næstum til að missa bæði þvag og saur af aðdáun. Það eina sem skemmir eitthvað fyrir er í byrjun og endi þegar Alabama segir frá, hvað þær senur eru gersamlega stolnar úr Badlands, en það verður að fyrirgefast.
True Romance er algjör snilld. Christian Slater er brilliant sem Clarence og ég verð að viðurkenna það að þetta er besta myndin sem hefur leikið í, þótt að hann hafi leikið í fullt af góðum myndum. Þessi sem lék mafíósan í myndinni er líka mjög góður í myndinni. Sá leikari er einn af flottustu leikurum í dag. Gary Oldman, Brad Pitt og Patricia Arquette leika þetta líka mjög vel. Ég hef séð þessa mynd svona nokkrum sinnum og hún er alltaf jafn góð. Hún fær alveg 100% 4 stjörnur, ekki spurning.