Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Last Boy Scout 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They're two fallen heroes up against the gambling syndicate in pro sports.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Joe Hallenbeck er útbrunninn rannsóknarlögreglumaður. Jimmy Dix er fyrrum leikmaður LA Stallions. Hallenbeck er ráðinn til að passa upp á nektardansmey að nafni Cory. Dix er kærasti Cory. Þegar Cory er myrt í skotárás úr bíl, þá reyna þeir Hallenbeck og Dix að finna þann seka í sameiningu.

Aðalleikarar


The Last Boy Scout fjallar um einkaspæjarann Joe Hallenbeck(Bruce Willis) og fyrrverandi ruðningsleikmanninn Jimmy Dix(Damon Wayans) sem snúa bökum saman í máli sem verður sífellt flóknara og flóknara og áður en vinir okkar vita af eru þeir komnir á kaf í barsmíðar, morð, glæpastarfsemi og hvaðeina. The Last Boy Scout er að mínu mati alveg stórgóð mynd og eiginlega betri en mætti halda, leynir talsvert á sér. Alvarleg, þunglynd og húmorinn alveg kolsvartur. Bruce Willis er alveg þvílíkt svalur sem hinn drykkfelldi og sóðalegi Joe og þarf ég víst ekki að taka það fram að hann gerir alveg heilmikið fyrir myndina. Damon Wayans er líka ágætur en stendur í skugganum af Bruce. Stærsti gallinn við þessa mynd er sá hvernig hún endar. Endirinn bara stemmir ekki við andrúmsloftið fram að því. Ég er ekki alveg sáttur þar. Engu að síður hefur The Last Boy Scout elst þokkalega vel og er möst fyrir spennufíkla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Last Boy Scout fjallar um Joe, lögreglumann sem gengur ekki nógu vel í lífinu. Konan hans er að skilja við hann, honum gengur ekkert í löggustarfinu og dóttir hans hefur lítið álit á honum. Jim er fótboltakappi sem er rekinn úr fótboltaliðinu út af eiturlyfjaneyslu. Eftir að kærasta Jims(Halle Berry) er drepin, flækjast þeir félagar í mál sem er stærra en þá báða grunar. Willis og Wayans halda myndinni á floti allan tímann og með handritshöfund eins og Shane Black og leikstjórn frá Tony Scott, getur myndin ekki klikkað. Og svo sannarlega gerist það ekki. Last Boy Scout er afbragðs spennu/grínmynd, að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þú blandar saman Tony Scott, Bruce Willis og síst af öllu, Shane Black sem skrifaði Lethal Weapon, Last Action Hero og þessa mynd (og nýlega skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang) þá færðu vægast sagt skemmtilega blöndu. Shane Black formúlan er notuð eins og alltaf, sem þýðir að Last Boy Scout er buddy-mynd, eða tvíeykismynd sem fjallar um Joe einkaspæjara og Jim fyrrverandi ruðningsboltaleikmann sem uppgötva glæpahring innan um ruðningsboltaheiminn. Mikið af ofbeldi, mikið af húmor, og Bruce Willis með mestu töffarastæla í heimi, Damon Wayans var alger tepra miðað við Willis þrátt fyrir að hafa staðið sig mjög vel. Ef þú fílar myndir eins og þær fyrrnefndu þá muntu fíla The Last Boy Scout í botn, engin spurning. Ég er á mörkunum að gefa myndinni þrjár og hálfa en ég leyfi henni í gegn með mjög sterka þriðju stjörnu, því minna á myndin alls ekki skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er vægast sagt snilldar mynd með góðum leikurum og snilldar leikstjóra það er að segja Tony Scott(Beverly hills cop 2, Crimson Tide og Spy game).

Þetta er blanda af Lethal wepon og Die hard þannig ef þú varst hrifinn af Die hard og Lethal Wepon skaltu ekki láta þessa mynd fram hjá þér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd með Bruce Willis og Damon Wayans í aðalhlutverkum. Bruce Willis er uppá sitt besta í þessari mynd og leikur spæjara sem er auðvitað aðal töffarinn. Damon Wayans leikur fyrrverandi ruðnings spilari sem var rekin vegna eyturlyfja neislu. Það sem gerir myndina skemmtilega er ofbeldi, spenna, grín og hasar. Ágætis söguþráður og góð afþreying, þryggja stjörnu virði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn