Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

New Nightmare 1994

(A Nightmare on Elm Street 7)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This time the terror doesn't stop at the screen.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

10 ára afmæli myndarinnar A Nightmare on Elm Street er í vændum, og ein af stjörnum myndarinnar, Heather Langenkamp, er óttasleginn vegna raddar sem hún heyrði í síma, sem hljómar mjög áþekk og rödd aðal illmennis myndarinnar, Freddy Krueger. Þegar eiginmaður Heather lætur lífið í bílslysi og menn sjá skurðarför á líkinu, þá fer Heather að velta fyrir... Lesa meira

10 ára afmæli myndarinnar A Nightmare on Elm Street er í vændum, og ein af stjörnum myndarinnar, Heather Langenkamp, er óttasleginn vegna raddar sem hún heyrði í síma, sem hljómar mjög áþekk og rödd aðal illmennis myndarinnar, Freddy Krueger. Þegar eiginmaður Heather lætur lífið í bílslysi og menn sjá skurðarför á líkinu, þá fer Heather að velta fyrir sér ýmsum hlutum. Einkum þegar hún uppgötvar að leikstjórinn Wes Craven er að skrifa handrit að nýrri 'Nightmare' bíómynd. Fljótlega áttar hún sig á því að Freddy er stiginn út úr draumaveröldinni, og inn í hina raunverulegu veröld, og eina leiðin til að brjóta hann á bak aftur er að verða aftur persónan í myndinni, Nancy Thompson.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hér er allt upprunalega liðið úr 1. Nightmare myndinni komið aftur og útkoman er ein besta myndin í Nightmare seríunni. Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi mjög nálægt því að toppa upprunalegu myndina. Ég átti von á enn einu leiðinlegu framhaldinu. En þessi mynd rassskellur allar hinar myndirnar(f. utan 1.) hvað varðar gæði. Hugmyndin að myndinni er ein af þeim mest sniðugustu sem að ég hef séð í hrollvekju. Þessi mynd er virkilega spennandi allann tímann, mjög scary og er laus við allt grínið sem að myndir 4-6 höfðu. Wes Crawen veit alveg hvað hann vill þegar hann gerir hrollvekjumynd. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman að frumlegum hrollvekjum. Verð að gefa þessari mynd góða einkunn, og ætla því að skella á þessa mynd 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara hin fínasta mynd sem ég hef séð af nightmare myndunum en ég held að ég verði að segja að nr 1 er lang best en til að skilja þessa verður maður að vera búinn að horfa á nightmare 1. Núna er Freddy dauður í bíómyndunum en hann er lifandi í raunveruleikanum... svolldið skrítið ! Svo eru það bara í aðalhlutverkum Nancy stelpan eitthvað Heather, leikstjórinn Wes craven og Freddy og Robert Englund sem leikur sjálfann sig líka. Fín mynd og flottar martraðir ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þeir sem halda að hér sé á ferðinni enn ein léleg framhaldsmyndin í Elm Street seríunni hafa kolrangt fyrir sér. Það sem gerir þessa mynd sérstaka er hugmyndin á bakvið hana. Aðalpersónan er Heather Langenkamp, leikkonan sem lék höfuðandstæðing Freddy's í fyrstu myndinni, en hún leikur sjálfa sig. Wes Craven fer einnig sjálfur með hlutverk í myndinni, hann leikur sjálfan sig líka. Í stuttu máli er söguþráður myndarinnar sá að illur andi sem hefur tekið sér form Freddy Krugers er að reyna að komast yfir í okkar heim og notar fólkið sem tók þátt í gerð Elm Street myndanna til þess. Myndin er vel leikin og virkilega skelfandi á köflum. Mæli sérstaklega með henni fyrir hrollvekjuunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn