Náðu í appið
Dalalíf

Dalalíf (1984)

Pastoral Life

1 klst 23 mín1984

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum slyppir og snauðir.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaför til Noregs. Þeir félagar þreytast fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur" fyrir borgarbúa - og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Endalaus röð af skemmtilegum persónum kemur við sögu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Nýtt Líf ehf.

Gagnrýni notenda (4)

★★★★☆

Þetta er einn sú besta af íslenskum gamanmyndum. Þessi mynd er vel leikin og eru Karl Ágúst og Eggert alveg frábærir. Mynd sem enginn ætti að missa af.