Óskarsverðlaunatilnefningar á morgun

Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða gerðar opinberar kl.8:30 í fyrramálið CET. Vestanhafs eru menn að tala rosalega mikið um No Country for Old Men og There will be Blood sem langbestu kandídatana til verðlaunanna. Þó er ljóst að hátíðin mun verða mjög lágstemmd að þessu sinni vegna verkfalls handritshöfunda, en vonandi ná þeir að leysa þetta betur heldur en Golden Globe verðlaunin.

„Þeir eiga skilið að horfa á Transformers endalaust í helvíti ef þeir tilnefna ekki No Country og There Will be Blood til Óskarsverðlaunanna.“ sagði Peter Travers, gagnrýnandi Rolling Stones Magazine í opnu bréfi til óskarsverðlaunaakademíunnar. There will be Blood græddi einn tíunda af því sem Cloverfield græddi í bíó og framleiðendur myndarinnar vonast eftir auknum tekjum ef þeir hljóta tilnefningar. No Country for old men græddi meira en O Brother, Where art thou? og er því aðsóknarmesta mynd Coen bræðranna. Aðrir sterkir kandídatar eru Michael Clayton og The Diving Bell and the Butterfly. Þó eru fleiri kvikmyndir inní myndinni, eins og t.d. Into the Wild, Juno, Atonement, Charlie Wilson’s War, Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street. Þessar myndir eru taldar bera af í ár. Hvort þetta reynist rétt kemur í ljós á morgun.

Mýrin er ekki tilnefnd sem besta erlenda myndin í ár.