Aðalleikarar
Leikstjórn
Sound Of Music er að mínu mati besta söngvamynd sem nokkurn tíman hefur verið gerð. Leikur Julie Andrews er hreint stórkostlegur. Söngvarnir hleipa miklu lífi og fjöri í myndina og stórfengleg rödd Julie Andrews nýtur sín til hins ýtrasta. Ef þú sérð þessa mynd einu sinni þá er öruggt að þú gleimir henni aldrei.
Ég hef séð þess amynd a. M. k. fjörutíu sinnum. Ég fæ aldrei leið á henni. Byrjunaratriðið er snilld, nunnuranar, brúðuleikhúsið, dansinn í garðhúsinu, maría, krakkarnir, von Trapp og barónessan. Takið sérstaklega eftir laginu hvernig skal leysa vanda eins og Mæju og einmana geitahirðinum, segir stelpa sem kann öll lögin utanbókar í hreinu meistaraverki.
Söngvaseiður eða "The Sound of Music" er einhver elskaðasta kvikmynd allra tíma, byggð á samnefndum söngleik Rodgers og Hammerstein, sem margoft hefur verið tekinn til sýninga hér á landi. Julie Andrews fékk óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á nunnunni Maríu, sem er ung kona í námi í klaustri í Austurríki skömmu fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún er utanveltu í nunnuhópnum og því grunar abbadísina að hæfileikar hennar og metnaður liggi annarsstaðar en í meinlæti nunnunnar og útvegar henni því starf sem barnfóstra sex barna ekkilsins og barónsins Von Trapp. María tekur strax til sinna ráða inni á heimilinu og kemur með gleði, ánægju og hlýju sem voru áður óþekk fyrirbæri á heimili barónsins sem misst hafði eiginkonu sína fjórum árum áður. Og fyrr en varir hefur María unnið hug og hjörtu barnanna sex og ekki síst barónsins sjálf. Auk Julie Andrews fer Christopher Plummer á kostum í hlutverki barónsins. Ennfremur má minnast á Eleanor Parker, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn á greifynjunni. Og krakkaskarinn fer hreint í hlutverkum barna barónsins. Tónlistin eftir þá félaga Rodgers og Hammerstein er fyrir löngu orðin sígild og ekki síður er kvikmyndin meistaraverk. Hún hlaut átta óskarsverðlaun árið 1964, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Julie Andrews, fyrir leikstjórn meistarans Robert Wise, fyrir tónlistina, myndatöku og fleira. Söngvaseiður er ein af bestu kvikmyndum sjöunda áratugarins, og er ennfremur ein besta dans- og söngvamynd allra tíma. Hún eldist með eindæmum vel og er ávallt jafn heillandi sem fyrr. Ég gef Söngvaseið fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni alla unnendur gamalla, sígildra og ógleymanlegra óskarsverðlaunkvikmynda sem lifa um aldur og ævi. "The Sound of Music" er tvímælalaust í þeirra hópi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Caroline Munro, Oscar Hammerstein II
Framleiðandi
20th Century-Fox
Kostaði
$8.200.000
Tekjur
$286.214.286
Vefsíða:
www.facebook.com/TheSoundOfMusic
Aldur USA:
G