Náðu í appið
The Sound of Music

The Sound of Music (1965)

Söngvaseiður

"The wait is over! You can thrill again to the happiest sound in all the world. / The Happiest Sound In All The World!"

2 klst 54 mín1965

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Austurríki.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic63
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Austurríki. Ungri konu að nafni Maria gengur ekki sem best að verða nunna. Þegar sjóliðsforinginn Georg Von Trapp skrifar til klaustursins og biður um bústýru til að sjá um sjö óstýrlát börn sín, þá hreppir Maria starfið. Von Trapp er ekkill, hann er oft fjarverandi og stýrir heimilinu af jafn mikilli festu og skipunum sem hann stýrir. Börnin er óhamingjusöm og óánægð með þær bústýrur sem faðir þeirra er alltaf að ráða til að sjá um þau, og þeim hefur tekist að hrekja þær í burtu jafnskjótt og þær koma. Þegar Maria kemur þá taka börnin henni jafnilla og hinum bústýrunum, en hún er skilningsrík, góð og létt í lund, og smátt og smátt fara þau að laðast að henni og brátt verða börnin kát og glöð, og sömuleiðis pabbinn. Að lokum fara þau Maria að renna hýru auga til hvors annars, þrátt fyrir að Georg sé trúlofaður barónessu og að Maria tilheyrir enn nunnureglunni. Kærleikar þeirra í milli láta þau bæði spyrja sig spurninga um þær ákvarðanir sem þau hafa tekið. En persónluleg mál þeirra lenda fljótt í skugganum af þróun mála í heiminum. Austurríki er um það bil að lenda undir stjórn Þjóðverja, og Georg er neyddur til að koma til starfa í þýska flotanum og til að berjast gegn eigin þjóð.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Robert Wise Productions
Argyle Enterprises
20th Century FoxUS

Verðlaun

🏆

Vann 5 Óskarsverðlaun. Fyrir bestu mynd, besta leikstjóra, besta hljóð, bestu klippingu og bestu tónlist. Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna til viðbótar.

Gagnrýni notenda (3)

Sound Of Music er að mínu mati besta söngvamynd sem nokkurn tíman hefur verið gerð. Leikur Julie Andrews er hreint stórkostlegur. Söngvarnir hleipa miklu lífi og fjöri í myndina og stórfen...

Ég hef séð þess amynd a. M. k. fjörutíu sinnum. Ég fæ aldrei leið á henni. Byrjunaratriðið er snilld, nunnuranar, brúðuleikhúsið, dansinn í garðhúsinu, maría, krakkarnir, von Tra...

Söngvaseiður eða "The Sound of Music" er einhver elskaðasta kvikmynd allra tíma, byggð á samnefndum söngleik Rodgers og Hammerstein, sem margoft hefur verið tekinn til sýninga hér á landi....