Náðu í appið
Öllum leyfð

The Sound of Music 1965

(Söngvaseiður)

The wait is over! You can thrill again to the happiest sound in all the world. / The Happiest Sound In All The World!

174 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Vann 5 Óskarsverðlaun. Fyrir bestu mynd, besta leikstjóra, besta hljóð, bestu klippingu og bestu tónlist. Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna til viðbótar.

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Austurríki. Ungri konu að nafni Maria gengur ekki sem best að verða nunna. Þegar sjóliðsforinginn Georg Von Trapp skrifar til klaustursins og biður um bústýru til að sjá um sjö óstýrlát börn sín, þá hreppir Maria starfið. Von Trapp er ekkill, hann er oft fjarverandi og stýrir heimilinu af jafn mikilli festu... Lesa meira

Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar í Austurríki. Ungri konu að nafni Maria gengur ekki sem best að verða nunna. Þegar sjóliðsforinginn Georg Von Trapp skrifar til klaustursins og biður um bústýru til að sjá um sjö óstýrlát börn sín, þá hreppir Maria starfið. Von Trapp er ekkill, hann er oft fjarverandi og stýrir heimilinu af jafn mikilli festu og skipunum sem hann stýrir. Börnin er óhamingjusöm og óánægð með þær bústýrur sem faðir þeirra er alltaf að ráða til að sjá um þau, og þeim hefur tekist að hrekja þær í burtu jafnskjótt og þær koma. Þegar Maria kemur þá taka börnin henni jafnilla og hinum bústýrunum, en hún er skilningsrík, góð og létt í lund, og smátt og smátt fara þau að laðast að henni og brátt verða börnin kát og glöð, og sömuleiðis pabbinn. Að lokum fara þau Maria að renna hýru auga til hvors annars, þrátt fyrir að Georg sé trúlofaður barónessu og að Maria tilheyrir enn nunnureglunni. Kærleikar þeirra í milli láta þau bæði spyrja sig spurninga um þær ákvarðanir sem þau hafa tekið. En persónluleg mál þeirra lenda fljótt í skugganum af þróun mála í heiminum. Austurríki er um það bil að lenda undir stjórn Þjóðverja, og Georg er neyddur til að koma til starfa í þýska flotanum og til að berjast gegn eigin þjóð. ... minna

Aðalleikarar


Sound Of Music er að mínu mati besta söngvamynd sem nokkurn tíman hefur verið gerð. Leikur Julie Andrews er hreint stórkostlegur. Söngvarnir hleipa miklu lífi og fjöri í myndina og stórfengleg rödd Julie Andrews nýtur sín til hins ýtrasta. Ef þú sérð þessa mynd einu sinni þá er öruggt að þú gleimir henni aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef séð þess amynd a. M. k. fjörutíu sinnum. Ég fæ aldrei leið á henni. Byrjunaratriðið er snilld, nunnuranar, brúðuleikhúsið, dansinn í garðhúsinu, maría, krakkarnir, von Trapp og barónessan. Takið sérstaklega eftir laginu hvernig skal leysa vanda eins og Mæju og einmana geitahirðinum, segir stelpa sem kann öll lögin utanbókar í hreinu meistaraverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Söngvaseiður eða "The Sound of Music" er einhver elskaðasta kvikmynd allra tíma, byggð á samnefndum söngleik Rodgers og Hammerstein, sem margoft hefur verið tekinn til sýninga hér á landi. Julie Andrews fékk óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á nunnunni Maríu, sem er ung kona í námi í klaustri í Austurríki skömmu fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún er utanveltu í nunnuhópnum og því grunar abbadísina að hæfileikar hennar og metnaður liggi annarsstaðar en í meinlæti nunnunnar og útvegar henni því starf sem barnfóstra sex barna ekkilsins og barónsins Von Trapp. María tekur strax til sinna ráða inni á heimilinu og kemur með gleði, ánægju og hlýju sem voru áður óþekk fyrirbæri á heimili barónsins sem misst hafði eiginkonu sína fjórum árum áður. Og fyrr en varir hefur María unnið hug og hjörtu barnanna sex og ekki síst barónsins sjálf. Auk Julie Andrews fer Christopher Plummer á kostum í hlutverki barónsins. Ennfremur má minnast á Eleanor Parker, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn á greifynjunni. Og krakkaskarinn fer hreint í hlutverkum barna barónsins. Tónlistin eftir þá félaga Rodgers og Hammerstein er fyrir löngu orðin sígild og ekki síður er kvikmyndin meistaraverk. Hún hlaut átta óskarsverðlaun árið 1964, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Julie Andrews, fyrir leikstjórn meistarans Robert Wise, fyrir tónlistina, myndatöku og fleira. Söngvaseiður er ein af bestu kvikmyndum sjöunda áratugarins, og er ennfremur ein besta dans- og söngvamynd allra tíma. Hún eldist með eindæmum vel og er ávallt jafn heillandi sem fyrr. Ég gef Söngvaseið fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni alla unnendur gamalla, sígildra og ógleymanlegra óskarsverðlaunkvikmynda sem lifa um aldur og ævi. "The Sound of Music" er tvímælalaust í þeirra hópi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn