Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Traffic 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. mars 2001

No One Gets Away Clean

147 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 86
/100
Hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum. Þar á meðal fjögur Óskarsverðlaun: Fyrir bestu leikstjórn, bestan leik í aukahlutverki ( Del toro ) , Besta handrit og bestu klippingu. Tilfnefnd sem besta mynd.

Saga sem gerist í samtímanum og fjallar um eiturlyfjastríðið í Bandaríkjunum. Sagan er sögð í gegnum fjórar sögur sem allar tengjast. Íhaldssamur stjórnmálamaður sem nýbúið er að útnefna sem yfirmann eiturlyfjamála, uppgötvar að dóttir hans er eiturlyfjafíkill. Flott eiginkona reynir að bjarga eiturlyfjaveldi eiginmanns síns, á meðan tveir fíkniefnalögreglumenn... Lesa meira

Saga sem gerist í samtímanum og fjallar um eiturlyfjastríðið í Bandaríkjunum. Sagan er sögð í gegnum fjórar sögur sem allar tengjast. Íhaldssamur stjórnmálamaður sem nýbúið er að útnefna sem yfirmann eiturlyfjamála, uppgötvar að dóttir hans er eiturlyfjafíkill. Flott eiginkona reynir að bjarga eiturlyfjaveldi eiginmanns síns, á meðan tveir fíkniefnalögreglumenn vernda vitni sem býr yfir vitneskju um viðskipti konunnar. Í Mexíkó er spillt, en samt dugleg lögga, í vandræðum með samvisku sína þegar hann uppgötvar að nýi yfirmaðurinn er kannski ekki jafn mikill baráttumaður gegn eiturlyfjum og hann segist vera.... minna

Aðalleikarar


Traffic er frábær mynd eftir Steven Soderbergh, en hann leikstýrði einnig Erin Brockovich. Í myndinni eru frábærir leikarar á borð við Michael Douglas, Benico Del Toro,Catherine Zeta Jones, Dennis Quaid, Benjamin Bratt og Don Cheadle. Hún hlaut fimm óskarsverðlauna,fyrir besta leikstjórn, besta handrit besta leik í aukahlutverki (Benico Del Toro)sem lék í The Way of The Gun, og bestu klippingu og fékk tilnefningu sem besta kvikmynd ársins. Það má segja að þetta séu svona fjórar sögur sem tengjast öll eiturlyfjum. Fyrsta saga fjallar um dómarann Robert Wakefield (Micheal Douglas) sem bíður mjög vandasmat verk. Hann var skipaður yfirmaður fíkiefnavarna í Bandaríkjunum. En þegar hann tekur við nýja embætinu veit hann það að dóttir sín sé djúpsokkin í dópi. Önnur sagan fjallar um Mexikóska lögguna Javier(Benico Del Toro) sem er vafinn út í svika og fíkiefna. Og þriðja sagan segir fá tveimur bandarískum fíkniefna löggum sem vinna við hörðum höndum og sjá um það að allt sé hreint í bænum. En í síðustu söguni segir það frá konuni) Helenu(Zeta Jones) hvernig líf hennar er þegar eiginmaður hennar er skuldugur og fór í fangelsi fyrir innflutning á fíkiefnum. Þetta eru mjög vel skrifuð mynd og frábært hvernig leikstjórinn nær að tengja þær saman. Persónurnar eru vel skrifaðar og myndatakan til fyrirmyndar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi ópus Steven Soderberghs um fíkniefnavandann í Bandaríkjunum og Mexíkó spannar nokkrar mismunandi sögur. Ein fjallar um mexíkósku lögguna Javier (Benicio Del Toro) sem reynir að vera heiðarlegur og gera það sem er rétt en finnur út að lögregla Mexíkó er öll meira og minna flækt í fíkniefnin og á mútum hjá barónunum. Önnur fjallar um hinn íhaldssama dómara Robert Wakefield (Michael Douglas) sem hefur verið skipaður yfirmaður fíkniefnavarna Bandaríkjanna en uppgötvar að einkadóttir hans Caroline (Erika Christensen) er eiturlyfjasjúklingur. Sú þriðja fjallar um yfirstéttarkonuna Helenu Ayala (Catherine Zeta-Jones) en eiginmaður hennar Carlos Ayala (Steven Bauer) er einn af stærstu eiturlyfjabarónum Bandaríkjanna. En hann er handtekinn og hún þarf að kljást við það að standa ein með son sinn og enginn vill neitt með hana hafa. Fjórða sagan fjallar um löggurnar Montel Gordon (Don Cheadle) og Ray Castro (Luis Guzmán) sem reyna af fremsta megni að uppræta eiturlyfin af götunni. Maður verður nú í fyrsta lagi að hrósa Steven Soderbergh fyrir að takast á við jafn þýðingarmikið málefni og þetta og er reyndar ótrúlegt að það hafi nánast ekkert verið minnst á það fyrr. Ef að mark má taka á myndinni og ég held að það megi gera þá eru stjórnvöld í báðum löndum að tapa stríðinu á hendur fíkniefnunum. Þeir ná miklu en meira sleppur. Soderbergh er ekki með neinar predikanir og er heldur ekkert að reyna að benda á lausn á vandanum sem mér finnst ágætt. En það sem er að myndinni er það að Soderbergh leyfir manni aldrei neitt meira en að kíkja grunnt inn í líf þessara persóna. Hann snertir einungis á yfirborðinu en skyggnist ekki undir. Það finnst mér mjög undarlegt miðað við hvað þetta er í rauninni sorglegt og dramatískt efni. Mér finnst það einfaldlega vera sóun. Það er eins og Soderbergh hafi vantað hugrekki til þess eða eitthvað. Allavegana er það leitt. Sögurnar eru misjafnar að gæðum þó að þær séu allar yfir meðallagi. Sú besta finnst mér sagan af dómaranum og samband hans við dóttur sína, eiturlyfjafíkilinn. Það kemur virkilega við mann að sjá leið dótturinnar beina leið í ræsið og karl faðir hennar virðist ekki geta gert neitt til þess að hindra það. Enda eru persónurnar frábærlega leiknar af Michael Douglas og Eriku Christensen. Þetta er svo sannarlega gott ár fyrir Michael Douglas. Maður var eiginlega búinn að gleyma því hversu hæfileikaríkur leikari hann er. Annar hæfileikaríkur leikari er Benicio Del Toro sem skilar firnasterkri frammistöðu sem réttsýna löggan Javier. Verst er að parturinn með honum er ruglingslegur og skilur lítið eftir sig. Parturinn með hinum löggunum tveimur er fínn og eru löggurnar óaðfinnanlega leiknar af Don Cheadle og Luis Guzmán. Fjórði parturinn er hins vegar slakur þar sem manni er sama um fólkið í honum þrátt fyrir að Dennis Quaid sé skemmtilegur sem undirförull lögfræðingur Ayala og Catherine Zeta-Jones sé sterk sem Michael Corleone þessa áratugar. Í heildina er þetta mikilvæg mynd. Hún er vel leikin, vel kvikmynduð (aftur Steven Soderbergh) og öll tæknivinna til fyrirmyndar. En hún heldur manni í tilfinningalegri fjarlægð og þess vegan veðja ég á Crouching Tiger, Hidden Dragon á Óskarsverðlaununum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég tók þessa mynd á leigu þá hafði ég heyrt marga segja að þeim þótti þessi mynd ein besta mynd ársins 2000. Margir sögðu einnig að þeim fannst sem þessi mynd hefði átt að hreppa óskarinn í ár fyrir bestu myndina. Eftir að hafað horft á myndina get ég ekki verið sammála. Þó svo að mér fannst leikstjórn Steven Soderberghs fín og leikur flestra leikara myndarinnar góður var það ekki nóg til að fylla þarfir mínar. Handritið fannst mér heldur slapt og ofmetið. Hugmyndin finnst mér góð því það er ekki oft sem maður sér mynd um fíkniefna heiminn séð frá svo mörgum sjónarhornum. Annað hvort fær maður að sjá fíkniefnabaróninn sem er stórlax innan undirheimana en er síðan drepinn eða tekinn af lögrglunni eða maður sér það frá sjónarhorni lögreglunar sem gómar baróninn. Það hefði verið hægt að framkvæma þessa hugmynd vel en mér fannst þetta klúðrast aðeins undir endann. Samt gef ég þessari mynd tvær og hálfa stjörnu þrátt fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Traffic er ein albesta mynd sem ég hef séð. Þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þetta er raunsæ mynd sem leiðir okkur inn í heim dópsmyglara og þeirra sem berjast við þá. Handritið er mjög gott og leikurinn jafnvel betri. Mjög góð mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meistaraverk Stevens Sodherbergs sem fjallar um eiturlyfja-heiminn á þrjá vegu. Um þá sem búa það til og þar er Benicio Del Toro frábær í hlutverki Rodriguez Rodrigeuz svo um eiturlyfjalögguna þar sem Michael Douglas og dóttir hans eru fremst í flokki en dóttir hans er dópisti. Svo er það um smyglarana þar sem maður Chaterine Zetu Jones fer í fangelsi fyrir smygl. Myndin er mjög vel leikinn og mjög sérstök myndataka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn