Náðu í appið
44
Öllum leyfð

Austin Powers in Goldmember 2002

(Austin Powers 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. ágúst 2002

He's still evil... He's still deadly... and he's still surrouded by frickin' idiots!

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Austin Powers fann mojo-ið sitt, og núna er hann mættur aftur í nýju ævintýri. Allt verður vitlaust þegar Dr. Evil og Mini-Me sleppa úr fangelsi. Þeir ganga til liðs við hinn fríkaða Goldmember, ræna föður Austin, meistaranjósnaranum Nigel Powers, og ferðast um í tíma til að ná heimsyfirráðum. En Austin mætir til að bjarga deginum og fer til ársins 1975... Lesa meira

Austin Powers fann mojo-ið sitt, og núna er hann mættur aftur í nýju ævintýri. Allt verður vitlaust þegar Dr. Evil og Mini-Me sleppa úr fangelsi. Þeir ganga til liðs við hinn fríkaða Goldmember, ræna föður Austin, meistaranjósnaranum Nigel Powers, og ferðast um í tíma til að ná heimsyfirráðum. En Austin mætir til að bjarga deginum og fer til ársins 1975 þar sem hann og Foxxy Cleopatra stöðva Dr. Evil og Goldmember og þeirra illu fyrirætlanir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Austin Powers in Goldmember er virkilega fyndin og góð gamanmynd. En hún samt nær ekki sama gæðastandard og forverar hennar voru. Mike Myers er samt ennþá í fantaformi sem Austin Powers og Dr. Evil. Svo kemur Michael Caine einnig mjög á óvart í hlutverki föður Austins. Og byrjunaratriði þessarar myndar: Alveg pottþétt besta byrjunaratriði sem hefur komið í Austin seríunni og eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð. En þessi hefur samt sína galla. 1. Hefði viljað fá að sjá meira af Fat Bastard. 2. Endurtekning á bröndurum sem maður sá í mynd NR. 2. Og síðast en ekki síst, Beyoncé Knowles. Þrátt fyrir að hún sé gullfalleg kona, þá eru leikhæfileikar hennar algjör hörmung. Fín mynd sem er alveg þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki oft hægt að skrifa mikið um lélegar myndir þannig að ég ætla bara að hafa þessa umfjöllun stutta.

Austin Powers 3 eða in goldmember er að mínu mati lélegasta Austin Powers myndin. Ég hef bara séð númer tvö og þessa, ég er eftir að sjá númer eitt. Þessi mynd er ekki það hræðileg, það eru sumir brandarar sem eru ágætir, en samt fær þessi mynd mjög lága einkunn frá mér. Hún fjallar um hann Austin Powers sem þarf að fara aftur í tímann til þess að finna pabba sinn, á meðan er Dr. Evil sem kemur fram í öllum myndunum að gera áætlun um að eyðileggja heiminn. Hún er þannig að hann lætur disk sem er útí geimnum skjóta á norðurpólinn og þá bráðnar norðurpóllinn og öll jörðin fer á kaf. Hann verður þá í risastórum kafbáti restina af lífinu, svo eins og í öllum myndunum reynir Austin Powers að stoppa hann. Aðalhlutverk eru: Mike Myers(So I Married An Axe Murderer), Beyoncé Knowles, Seth Green(Without A Paddle) og Michael Caine(The Italian Job), ég gef þesari mynd eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Austin Powers er næstum því ónýtt. Mike Myers er búinn að klúðra þessu. Myndinn sem ég beið nú lengi eftir(árið 2002) að sjá þessa mynd. Enn nei! Þessi mynd er ekkert svona slæm enn söguþráðurinn er ekki gott enn það versta í myndinni er Beyonce Knowles sem hreinlega rífur myndinna niður. Myndinn byrjaði vel og þá tek ég sérstaklega til greina byrjunar atriðið því það var snilld. Myndinn fjallar um að Austin Powers er að leita að pabba sínum. Hann hefur komist á því að honum hefur verið rændur af engum öðrum enn Dr.Evil enn það er maðurinn Goldmember sem er á bak við þennan glæp. Austin fer í tímavél til baka til ársins 1975 og hittir þar Foxy Kleopatra sem er leikinn af henni Beyonce knowles. Myndinn gengur eiginlega ekkert út um annað heldur að bara finna Goldmember. Leikararnir standa sumir sig vel og þá persónulega Michael Caine sem pabban hans Austin Powers enn hann og Mike Myers(sem leikur nú reyndar allar auka persónurnar) eru skárstir leikararnir í myndinni. Mike Myers leikur en nýjan gaur sem er frá Hollandi sem heitir Goldmember. Svo er líka Mini-Me enþá til staðar enn hann og Dr.Evil eru eitthvað að fara frá hvor öðrum(segi ekkert frá því). Enn helsti gallarnir er að Fat Bastard er ekki eins fyndinn og hann var og þá sömuleiðis Austin Powers. Beyonce suckar í þessa mynd. Vondu mennirnir mega ekkert því að Foxy Kleopatra er alltaf þarna til staðar og lemur þá(jey). Mér finnst hálfgert sorglegt að sjá þessa mynd því það er eiginlega búið lýsa því í lok myndarinnar að þetta verður eki eins skemmtilegt og það var. Þetta voru orð mín á Austin Powers Goldmember. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mike Myers er mættur aftur sem njósnarinn hressi Austin Powers ásamt ýmsum öðrum persónum sem hann bregður sér í hlutverk as well. Þessar myndir eru alsérstakar þó svo að húmorinn sé ekki alveg af nýrri nálinni. Persónulega fannst undirrituðum þessi mynd svona sæmileg, það má alveg hafa gaman af henni vilji maður sjá einhverja fyndna steypu en hún skilur ekki mikið eftir sig. Seth Green kemur þarna sterkur inn, á kannski bjarta framtíð í kvikmyndaheiminum ef hann passar sig á að misstíga sig ekki alltof mikið. Jæja, þessi þriðja mynd um Englendinginn með sorakjaftinn er svona ókei bara og fær tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hverfult Mojo

Austin Powers - International Man of Mistery var þokkaleg skemmtun og The Spy who Shagged Me stórskemmtileg. Goldmember veldur vonbrigðum.

Brandararnir eru orðnir gamlir. Slíkt getur svo sem verið kostur en ekki í þetta skiptið. Spaugið útvatnast fljótt eins og sést best á því að Dr. Evil er orðinn jafn lapþunnur karakter og Fat Bastard verður samanskroppinn í lokin. Þar með er ekki sagt að ekki megi hafa einhverja ánægju af myndinni. Í henni er slatti af bröndurum sem virka, jafn vel fleiri en þeir sem eru andvana fæddir. Það var líka góð hugmynd að fá Michael Caine til að leika Powers eldri. Sigurvegari myndarinnar er Verne Troyer, Mini Me, brjóstumkennanlegur og skemmtilegur. Myers tapar, græðir mikið fé en heldur ekki dampi. Nóg komið. Tími til að snúa sér að einhverju öðru eða hressa verulega upp á ofurnjósnarann smáa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn