Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mr. and Mrs. Smith 2005

Frumsýnd: 10. júní 2005

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Smith-hjónin eru leigumorðingjar en vita ekki af raunverulegri vinnu hvors annars. Þau hafa verið gift í fimm til sex ár og er sambandið orðið nokkuð leiðinlegt og vanabundin hegðun allsráðandi. Þegar þeim ber síðan að stúta hvoru öðru þá fær sambandið spark í rassinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Hálfgerð vitleysa
úff hvað getur maður sagt þessi mynd er ágætis afþreying en hvílíkt rugl. Ef þú ert að leita þér af mynd með góðum söguþræði og meikar alveg fullkomið sens þá er þetta ekki hún. Myndin fjallar sem sagt um alþjóðlega spæjara sem eru gift og verkefnið einn daginn er að drepa hvort annað. á erfitt með að gefa þessari stjörnur en hún á alveg skilið 6 held ég.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mr. and Mrs. Smith segir frá Smith hjónunum John Smith(Brad Pitt) og konunni hans Jane(Angelina Jolie) sem eru vel launuð hjón sem hafa verið gift í 5 eða 6 ár en þau eru bæði leigumorðingjar og tvær sá bestu í bransanum og vinna hjá sitt hvoru fyrirtækinu ómeðvituð um að maki sinn sé leigumorðingi. Einu sinni þá á Jane að “losa” heiminn við Benjamin Danz (Adam Brody) ungan mann og sér til ama kemst hún að því að það er annar leigumorðingi á staðnum(sem er John) og það verður smá skot hríð og nokkrar sprengingar en þau sjá ekki hvort annað og vita ekki að þetta er maki sinn,ekki fyrr en fyrirtækin bera kennsl á þau og þá verða þau að drepa hvort annað... en geta þau það?

Mr. and Mrs. Smith er rómantísk hasar-gamanmyn frá Doug Liman(Bourne Identity) og með nýja Hollywood parinu Angelinu Jolie og Brad Pitt og vakti mikla athygli fyrir það og var ein af vinsælustu sumar smellum 2005.. það mun ég seint skilja því myndin er mjög slöpp. Handritið var rosalega lélegt og leikstjórnin ekki mikið betri. Leikurinn var slappur. Angelina Jolie er skárst þótt að hún hafi ekki beint sýnt neinn verðlauna leik þá hefur hún aldrei litið betur út og hefur rosalegann sjarma(algjör kvikmynd stjarna) og er það besta við myndina. Brad Pitt var ekk góður og ég skil ekki afhverju allir elska hann svo mikið. Vince Vaughn lék steretýpuna, besta vininn sem býr hjá mömmu sinni og er algjör lúði(og leigumorðingi) og var hræðilegur. Þessi kvikmynd er bara alltof mikil Hollywood sumar mynd(Jakk!) sem gengur út á grútleiðinleg hasar atriði, bílaeltingarleiki og sprenginar og ekki má gleyma hræðilega,hræðilega lélegum húmor en því miður fíla alltof margir svona myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við leiðinlegu rusli leikarannir eru eins og í GIGLI og hún var ein lélegasta mynd allra tíma. Þessi er hins vegar spennandi allann tímann. Þau eru alltaf að reyna drepa hvort annað og það er svolítið fyndið en myndin er allavega góð spennandi og ekki skemma leikararnir fyrir Angelina Joile sem lék í Tomb Raider og fleirum og Brad Pitt sem lék í Oceans eleven og fleirum. Og nú eru þau saman og gengur rosa vel hjá þeim. Þau ætla vís bæði að taka sér hlé frá kvikmyndum sem er ágætt maður fær leið á svona stjörnum en allavega fín ´mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mr.& Mrs. Smith er alveg pottþétt ein af umtöluðustu myndum þessa árs. Ástæðan? Hjónaband Angelinu Jolie og Brad Pitt. En er það að draga myndina niður hvað varðar gæði hennar? Langt í frá. Þetta er hin pottþétta sumarmynd sem að allir spennufíklar ættu að hafa góða skemmtun yfir. Doug Liman gerði hina meiriháttar góðu The Bourne Identity, og vissi maður hvað maður mátti við búast af þessari mynd. Það sem samt helst einkennir myndir Dougs er mikill action. Og hér er hann ekkert sparaður, og virkar hann mjög vel í þessari mynd. Svo er einnig líka hvernig hann lætur erfiðleikana í hjónabandi Smith hjónanna blandast saman við baráttu þeirra við vondu kallana, mér fannst það mjög gaman að horfa á. Það er samt líka hægt að taka gallana fyrir. Þó að Brad Pitt og Angelina Jolie séu súperstjörnur, fannst mér eitthvað vanta upp í frammistöðurnar hjá þeim. Maður hefur séð þau betri, og voru þau ekki að virka alveg nógu vel fyrir minn smekk. Svo er það náttúrulega endirinn. Þó að hann sé cool, þá myndi hann samt aldrei meika neinn sens. En hey, þetta er bíómynd. 3 stjörnur í bókina hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem er stærsti galli þessarar myndar og alltof margra mynd í dag er söguþráðurinn. Megin plott myndarinnar gengur ekki upp, það er, ef það væru 2 leigummorðingjar giftir og umboðsaðilar þeirra kæmust að því myndur þeir ekkert láta þau reyna drepa hvort annað. Miklu meiri líkur að þeir myndu bara eitra fyrir hjónunum. Annar gallinn er Angelina Jolie, manneskjan getur ekki leikið, ekki það að flestum í dag sé ekki sama vegna þess hún lýtur vel út og það sama má að mörgu leiti segja um Brad Pitt en hann getur þó eitthvað leikið. Ef maður lætur söguþráðinn og leikinn hennar Angelinu far í taugarnar á sér getur maður alveg hlegið og notið myndarinnar. En þetta er enginn óskarsverðlaunamynd og hún var ekkert auglýst sem slík heldur aðeins létt spennandi afþreying sem hægt var að hafa gaman að og því held ég að flestir fái það sem þeir búast við þegar þeir fara á myndina, ef þeir eru ekki með neinar merkilegar væntingar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.07.2014

Hafið sameinar Pitt og Jolie á ný

Leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie munu á nýjan leik leiða saman hesta sína á hvíta tjaldinu, í fyrsta skipti síðan þau léku saman  í Mr. and Mrs. Smith árið 2005, í myndinni By the Sea, eða Við hafið, sem Jolie...

23.06.2013

Skrímsli í skóla slá í gegn

Teiknimyndin Monsters University var best sótta myndin í bandarískum bíóhúsum nú um helgina en samkvæmt bráðabirgðatölum þá þénaði myndin 82 milljónir Bandaríkjadala, sem þýðir að myndin er önnur mest sótta m...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn