Besta mynd Joel Schumacher. Myndin hefur einstaklega creepy atburðarrás með rosalega taugatrekkjandi spennu, sem er óvenjulegt að sjá í Joel Schumacher mynd. Auk þess eru Nicolas Cage og Joaqu...
8MM (1999)
Eight Millimeter
"You can't prepare for where the truth will take you. "
Tom Welles er einkaspæjari með meiru.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Tom Welles er einkaspæjari með meiru. Hann býr í látlausu húsi í Harrisburg, Pennsylvaníu ásam konu sinni og stúlkubarni. Tom er enn að bíða eftir stóra tækifærinu en núverandi starf hans felst aðallega í því að fylgjast með eiginkonum og eiginmönnum sem standa í framhjáhaldi. Starf hans er því laust við allar hættur og spennu. En einn daginn fær hann ósk sína uppfyllta. Auðug ekkja, sem átti vel þekktan eiginmann, ræður hann til sín og afhendir honum 8mm filmubút sem hún hafði fundið í geymsluhólfi látins eiginmanns síns. Efni filmubútsins er viðurstyggilegt, en um er að ræða upptöku af slátrun ungrar stúlku, sem virðist ekki vera að leika. Þetta virðist vera svokölluð SNUFF mynd. Welles byrjar að rannsaka málið sem leiðir hann til móður stúlkunnar og þaðan til Hollywood inn á skrifstofu klámmyndaleikstjóra. Welles verður meira og meira heltekinn af því að reyna að leysa málið sem veldur því að hann fjarlægist eiginkonu sína og nýfædda dóttur. En loksins þegar hann er búinn að finna sökudólga í málinu, þá uppgötvar Welles að hann er kominn á mun hálari ís en hann hélt.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Tilnefnd til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Gagnrýni notenda (9)
8mm kom mér að óvart. Hún var ekki nærri eins góð og ég hélt hún myndi vera. Myndin byrjar vel en endurinn er svo hrikalega langdreginn og fáranlegur að mér finnst hún hefði mátt að e...
Þessi mynd fjallar um einkaspæjara. Gömul kona sem er nýbúin að missa eiginmann sinn finnur 8mm breiða filmu í eikaskápnum hanns. Á filmunni er subbuleg klámmynd sem endar svo með morði. ...
8 mm er mér vitanlega fyrsta spennumyndin með einhverri tilvitnun í snuff-myndir og þar af leiðandi að vissu leyti frumleg, en einhvern veginn nær aldrei flugi að neinu marki. Mikið auglýst ...
Þessi mynd er ágæt, Cage er minn besti leikari en hann er ekki nógu góður í henni, ef að þið viljið sjá ágæta spennumynd skjótist þá útá leigu og takið þessa.
Kvikmynd frá leikstjóranum Joel Schumacher "sem hefur gert t.d. Flatliners, The Lost Boys, Falling Down, The Client og A Time to Kill". Handritið er hins vegar eftir Andrew Kevin Walker, en hann sk...
8mm er ein af þeim subbulegustu myndum sem ég hef séð. Nicolas Cage gerði huge mistök með að samþykkja að leika í henni. Ógeðsleg og gróf.Lýsir heimi klámheimsins og perrana. Samt kem...
Ég vill byrja á því að segja að 8MM eru örugglega mestu vonbrigði sem ég hef upplifað. Ókei, hún er vel gerð - Joel Schumacher sýnir hér að hann getur gert annað en algjöran skít ei...

































