Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

8MM 1999

(Eight Millimeter)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. apríl 1999

You can't prepare for where the truth will take you.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 19
/100
Tilnefnd til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Tom Welles er einkaspæjari með meiru. Hann býr í látlausu húsi í Harrisburg, Pennsylvaníu ásam konu sinni og stúlkubarni. Tom er enn að bíða eftir stóra tækifærinu en núverandi starf hans felst aðallega í því að fylgjast með eiginkonum og eiginmönnum sem standa í framhjáhaldi. Starf hans er því laust við allar hættur og spennu. En einn daginn fær... Lesa meira

Tom Welles er einkaspæjari með meiru. Hann býr í látlausu húsi í Harrisburg, Pennsylvaníu ásam konu sinni og stúlkubarni. Tom er enn að bíða eftir stóra tækifærinu en núverandi starf hans felst aðallega í því að fylgjast með eiginkonum og eiginmönnum sem standa í framhjáhaldi. Starf hans er því laust við allar hættur og spennu. En einn daginn fær hann ósk sína uppfyllta. Auðug ekkja, sem átti vel þekktan eiginmann, ræður hann til sín og afhendir honum 8mm filmubút sem hún hafði fundið í geymsluhólfi látins eiginmanns síns. Efni filmubútsins er viðurstyggilegt, en um er að ræða upptöku af slátrun ungrar stúlku, sem virðist ekki vera að leika. Þetta virðist vera svokölluð SNUFF mynd. Welles byrjar að rannsaka málið sem leiðir hann til móður stúlkunnar og þaðan til Hollywood inn á skrifstofu klámmyndaleikstjóra. Welles verður meira og meira heltekinn af því að reyna að leysa málið sem veldur því að hann fjarlægist eiginkonu sína og nýfædda dóttur. En loksins þegar hann er búinn að finna sökudólga í málinu, þá uppgötvar Welles að hann er kominn á mun hálari ís en hann hélt. ... minna

Aðalleikarar


Besta mynd Joel Schumacher. Myndin hefur einstaklega creepy atburðarrás með rosalega taugatrekkjandi spennu, sem er óvenjulegt að sjá í Joel Schumacher mynd. Auk þess eru Nicolas Cage og Joaquin Phoenix alveg meiriháttar í myndinni. Mynd sem getur vel troðið sér í hóp með myndum eins og Seven, Silence of the Lambs o.fl. mynda sem einn mest spennandi sálfræðitryllir sem þú munt sjá. Takið þessa sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

8mm kom mér að óvart. Hún var ekki nærri eins góð og ég hélt hún myndi vera. Myndin byrjar vel en endurinn er svo hrikalega langdreginn og fáranlegur að mér finnst hún hefði mátt að enda miklu fyrr. Ég er sammála Sigurði um það að Joel Schumacher sé hrikalegur leikstjóri, þetta er svona gaur sem hermir alltaf eftir öðrum leikstjórum og klúðraði Batman-seríunni alveg með Batman Forever og Batman & Robin, myndir sem hefði aldrei átt að gera. Kannski er fullt af fólki sem dýrkar þessa mynd og fannst endurinn ganga upp en að mínu mati var hún bara léleg. Einn af góðum punktum í myndinni var tónlistin. Nicholas Cage kom mér á óvart, hann lék hrikalega illa í endinn. Joaquim Phoenix stendur sig samt frábærlega og er upprennandi stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um einkaspæjara. Gömul kona sem er nýbúin að missa eiginmann sinn finnur 8mm breiða filmu í eikaskápnum hanns. Á filmunni er subbuleg klámmynd sem endar svo með morði. Gamla konan ræður eikaspæjara til að finna konuna sem var myrt á filmunni á lífi. Til að komast að því þarf spæjarinn að kafa djúpt í heim viðbjóðlegs kláms. Á endanum finnur hann framleiðanda myndarinnar. Endilega sjáið þessa mynd - og munið aldurtstakmarkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

8 mm er mér vitanlega fyrsta spennumyndin með einhverri tilvitnun í snuff-myndir og þar af leiðandi að vissu leyti frumleg, en einhvern veginn nær aldrei flugi að neinu marki. Mikið auglýst sem verk sama höfundar og Seven, en ekki nærri því jafn spennandi, ógeðsleg eða góð - kannski ekki réttlátur samanburður. Þótt Cage hafi oft gert betur er hann samt betri en flestir aðrir og Phoenix stelur að vissu marki senunni þegar hann fær að vera með. Aðrir karakterar heldur sterílir flestir og myndin ekki líkt því jafn ógeðsleg og ég bjóst við - eða vonaði. Sívælandi og leiðinleg eiginkonan skemmir líka og beið ég spenntur eftir að hún yrði drepin. En samt - Cage er alltaf Cage og myndin inniheldur margt flott og nokkur spennandi og skemmtileg atriði og er þegar allt kemur til alls yfir meðallagi, þannig að þrátt fyrir smá vonbrigði splæsir maður tveim og hálfri.....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ágæt, Cage er minn besti leikari en hann er ekki nógu góður í henni, ef að þið viljið sjá ágæta spennumynd skjótist þá útá leigu og takið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.11.2018

Halloween tekjuhæsta slægjan og tekjuhæsta hryllingssería

Árið 1978 setti John Carpenter ný viðmið í flokki slægjumynda svokallaðra, Slashers, með mynd sinni Halloween, með því að hala inn 70 milljónum bandaríkjadala í tekjur, en myndin varð þar með ein arðsamasta sjálfstæ...

31.10.2018

40 ár milli stríða

Í tilefni af 40 ára afmæli „Halloween“ (1978) hefur ný „Halloween“ (2018) nú verið frumsýnd og er henni lýst sem hinni einu sönnu framhaldsmynd af þeim sem að baki henni standa. Að vissu leyti er það rétt staðh...

05.02.2015

Fékk Nicholas Cage á náttborðið

Þjónustulundinni á hóteli í Texas, Hotel Indigo: San Antonio-Riverwalk, virðast engin takmörk sett, en hótelið brást vel við ósk gests, sem bað um mynd af kvikmyndaleikaranum Nicholas Cage úr myndinni Con Air á náttborðið.   Gestur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn