Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Flawless 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. mars 2000

Nobody's Perfect. Everybody's Flawless

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 50
/100
Philip Seymour Hoffman tilnefndur til Screen Actors Guild verðlaunanna, og tilnefndur til nokkurra annarra, og vann m.a. London Critics Circle Film Awards.

Walt Koontz, hommahræddur gaur, lamast í raddböndunum eftir að hafa fengið áfall. Eitt af meðferðarúrræðum sem mælt er með er að hann fái söngþjálfun hjá nágranna sínum, sem er ekki aðeins glysgjarn hommi og algjör "drottning", heldur er hann í ofanálag að búa sig undir kynskipti. Báðir hafa jafn mikla fordóma hvor fyrir öðrum; Konntz fyrir hommum,... Lesa meira

Walt Koontz, hommahræddur gaur, lamast í raddböndunum eftir að hafa fengið áfall. Eitt af meðferðarúrræðum sem mælt er með er að hann fái söngþjálfun hjá nágranna sínum, sem er ekki aðeins glysgjarn hommi og algjör "drottning", heldur er hann í ofanálag að búa sig undir kynskipti. Báðir hafa jafn mikla fordóma hvor fyrir öðrum; Konntz fyrir hommum, og nágranninn fyrir þröngsýnu gagnkynhneigðu fólki. ... minna

Aðalleikarar


Þessa mynd er svo sannarlega skemmtilegra að horfa á en að gera ekki neitt! Þetta þýðir þó ekki að hún sé mjög góð. Sagan er fremur leiðinleg og ekki til þess fallin að gera úr henni mjög skemmtilega mynd. Þeir Robert De Niro og Philip S. Hoffman standa sig þó með stakri príði eins og við mátti búast og eiga þeir fyllilega tvær stjörnur skilið. En engu að síður, ekki skemmtileg mynd svo að þessar tvær duga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd sem skartar Robert DeNiro sem lögreglumanninum Walt sem fær hjartaslag einn daginn við að reyna að stöðva morð í blokkinni sem hann býr í. Við þetta áfall lamast hann að hluta til í hægri hlið líkama síns og verður í raun aðeins skuggi af manninum sem hann var. Þetta kemur mjög illa við hann, sérstaklega þar sem hann á ekki marga að og hefur alltaf treyst á sjálfan sig í einu og öllu. Einnig hefur hann mikið stolt og vill því varla láta sjá sig úti á götu, þetta veldur því að hann lokar sig inn í íbúðinni sinni og forðast nánast samband við umheiminn. Þökk sé samtali við lækninn sinn ákveður Walt að gera eitthvað í sínum málum og það kemur í ljós að söngkennsla hefur hjálpað mörgum að berjast við hans ástand. Hann neyðist til að snúa sér til nágranna sem hann hatar, klæðskiptingsins Rusty (Philip Seymour Hoffman). Það kemur ekki á óvart að það samstarf gengur ekki eins og í sögu. DeNiro sýnir engin stórkostleg tilþrif í sínu hlutverki fyrir utan að gera fötlun persónu sinnar á köflum góð skil, senuþjófurinn hér er Phillip Seymour Hoffman sem hefur tekist af stakri snilld að skila af sér mjög erfiðu hlutverki. Nafn myndarinnar er ekki fyrsta lýsingarorðið sem mér dettur í hug til þess að lýsa ferli leikstjórans, Joel Schumachers, en honum hefur hér tekist þokkalega upp. Svona mynd stendur samt og fellur með söguþræðinum og persónunum og í þeirri deild er ekki við margt að sakast. Meðal annars sýnir hún að maður veit ekki hverjir raunverulegir vinir manns eru fyrr enn á reynir auk þess að maður getur snúið sér til ólíklegustu staða þegar á reynir. Líferni dragdrottninganna og þeirra félagsskapur fékk reyndar fullmikla og ónauðsynlega athygli fyrir minn smekk. Ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn