Hörð og dramatísk
Það er dálítið langt síðan að ég hef horft á jafn persónudrifna bardagamynd sem nær samt sem áður að vera ótrúlega hörð og öflug. The Fighter reyndi, en það sem hélt henni aðal...
"Family is worth fighting for."
Tommy Riordan er fyrrverandi sjóliði í her Bandaríkjanna sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Pittsburgh eftir margra ára fjarveru.
Bönnuð innan 16 ára
BlótsyrðiTommy Riordan er fyrrverandi sjóliði í her Bandaríkjanna sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Pittsburgh eftir margra ára fjarveru. Tilefnið er að hann ætlar sér að taka þátt í MMA - keppni í blönduðum bardagalistum, þar sem metfé, fimm milljónir dollara, fæst fyrir sigur. Tommy, sem er þjáður af draugum úr fortíð sinni, byrjar á því að leita uppi föður sinn, Paddy, og fær hann til að taka sig í þjálfun fyrir keppnina, en Paddy hafði einmitt þjálfað hann á árum áður og gert hann að einum besta bardagamanni Bandaríkjanna. Á sama tíma ákveður bróðir Tommys, Brendan, einnig að taka þátt í keppninni. Brendan starfar sem kennari en hefur átt erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna lætur hann sig einnig dreyma um að ná langt í keppninni en er um leið sá eini sem telur sig eiga einhverja möguleika á móti þeim bestu, þar á meðal bróður sínum og föður sem hann hefur hvorki hitt né talað við í mörg ár. Það stefnir því allt í eitt meiriháttar uppgjör þar sem þeir bræður munu ekki bara mætast í hringnum heldur þurfa að takast á við gömul mál sem á sínum tíma sundruðu þeim og fjölskyldu þeirra .

Það er dálítið langt síðan að ég hef horft á jafn persónudrifna bardagamynd sem nær samt sem áður að vera ótrúlega hörð og öflug. The Fighter reyndi, en það sem hélt henni aðal...
Skortur á frumleika er enginn dauðadómur fyrir kvikmynd en það fer mikið eftir efninu hvort slíkt dragi heildina mikið niður eða ekki. Klisjur eru aðeins alvarlegra vandamál og þegar mað...