Í haust fá Trekkarar og kvikmyndaáhugamenn einstakt tækifæri til að upplifa allar helstu Star Trek kvikmyndirnar á hvíta tjaldinu. Sambíóin í Kringlunni bjóða upp á sérstakar miðvikudagssýningar þar sem farið verður í gegnum ferðalag Enterprise frá upphafi og fram til nýjustu myndanna. Þetta er söguleg kvikmyndaveisla sem spannar yfir fjóra áratugi og sýnir hvernig þessi sígildi vísindaskáldskapur hefur þróast í gegnum tíðina.
Star Trek: The Motion Picture – Director’s Edition
Ferðin hefst 10. september þegar aðdáendur fá að sjá Star Trek: The Motion Picture í glæstri útgáfu. Þar stígur James T. Kirk (William Shatner) aftur um borð í Enterprise til að stöðva geimfyrirbæri sem stefnir að Jörðinni. Leikstjóri er Robert Wise, sem skapaði myndina árið 1979 með upprunalegu áhöfninni í aðalhlutverkum, þar á meðal Spock (Leonard Nimoy) og Dr. McCoy (DeForest Kelley).
Star Trek II: The Wrath of Khan – Director’s Cut
Viku síðar, 17. september, heldur ferðalagið áfram með einni vinsælustu Star Trek mynd allra tíma. Þar stendur kafteinn Kirk (William Shatner) andspænis gömlum óvini sínum, Khan Noonien Singh (Ricardo Montalbán), sem reynir að beisla Genesis-tækið sem vopn. Nicholas Meyer leikstýrir þessari eftirminnilegu kvikmynd sem margir telja hápunkt fyrstu seríunnar.
Star Trek III: The Search for Spock og Star Trek IV: The Voyage Home
Star Trek III: The Search for Spock verður sýnd 24. september og Star Trek IV: The Voyage Home þann 1. október. Í þeirri fyrri leggur áhöfn Enterprise, undir forystu Kirks (William Shatner), allt í sölurnar til að bjarga Spock (Leonard Nimoy). Í þeirri seinni ferðast þau til jarðar og aftur til fortíðar á áttunda áratugnum til að bjarga framtíð mannkynsins. Báðar myndirnar voru leikstýrðar af Leonard Nimoy sjálfum og hafa skipað sér sess sem uppáhaldsverk margra aðdáenda fyrir blöndu sína af dramatík og hlýju.
Frá The Final Frontier til Nemesis
Í kjölfarið verða kvikmyndirnar sýndar í réttri tímaröð, allt frá The Final Frontier (1989) og The Undiscovered Country (1991), þar sem áhöfn Kirks (William Shatner) stendur frammi fyrir nýjum áskorunum og stórum breytingum í heimi stjörnuflotans. Í Generations (1994) tekur svo Jean-Luc Picard (Patrick Stewart) við keflinu og ný áhöfn stígur fram á sviðið. Ferðalagið heldur áfram í First Contact (1996), Insurrection (1998) og Nemesis (2002), þar sem Picard og félagar takast á við ógnir úr geimnum og siðferðileg álitamál sem reyna á einingu og hugrekki áhafnarinnar.
Star Trek fyrir nýja kynslóð
Að lokum fá áhorfendur að endurlifa nýju seríuna með Star Trek (2009), Into Darkness (2013) og Beyond (2016). Leikstjórinn J.J. Abrams hóf endurræsingu á sögunni og kynnti inar sígildu persónur fyrir nýrri kynslóð með meiri hraða, hasar og sjónrænum glæsileika. Með Chris Pine sem James T. Kirk og Zachary Quinto sem Spock héldu myndirnar í arfleifðina en blésu fersku lífi í ævintýrið sem heillaði bæði nýja og gamla aðdáendur.
Þannig fá kvikmyndaunnendur að upplifa allar helstu Star Trek kvikmyndirnar á ný á hvíta tjaldinu. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bæði gamla og nýja aðdáendur til að sjá hvernig arfleifð Enterprise hefur þróast í gegnum árin.
Kynntu þér dagskrána og tryggðu þér miða á sambio.is/startrek
Geimfyrirbæri af áður óþekktri stærð og kröftum, nálgast Jörðina, og eyðir öllu sem á vegi þess verður. Eina geimskipið sem er í nánd við fyrirbærið er USS Enterprise, sem er þó enn í þurrkví eftir meiriháttar viðgerð. Decker skipstjóri býr skipið og áhöfnina ...
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna: besta listræna stjórnun, besta tónlist og bestu tæknibrellur.
Sagan gerist á tuttugustu og þriðju öldinni. Höfuðsmaðurinn James T. Kirk er farinn að eldast; hann á að fylgja gamla skipinu sínu The Enterprise, sem nú er aðallega notað til kennslu hjá Starfleet skólanum, í tveggja vikna ferð, og það er ekki að hjálpa til við að láta ...
Myndin heldur áfram þar sem frá var horfið í Star Trek II. Geimflaugin the Enterprise og áhöfnin eru að snúa aftur til hafnar til að gera við flaugina. Þegar þau koma í höfn, þá komast þau að því sér til mikilllar hrellingar að það á að senda the Enterprise í brotajárn. ...
Til að bjarga Jörðinni frá gereyðandi geimkönnunarleiðangri, þá fara Kirk og áhöfn hans, aftur í tímann til 20. aldarinnar, til að ná í tvo hnúfubakshvali sem eru einu lífverurnar á Jörðinni sem geta á átt samskipti við geimkönnunarleiðangurinn. ...
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hljóð, kvikmyndataka, tónlist og tæknibrellur.
Þegar jómfrúarferð hins nýja Enterprise geimskips gengur illa, þá sendir Kirk skipstjóri skipið í slipp til viðgerðar. En áríðandi verkefni truflar þetta viðgerðarhlé. Svikari úr röðum Vulcana, að nafni Sybok, er búinn að taka nokkra sendiherra sem gísla á plánetunni ...
Vann þrjú Razzie verðlaun. William Shatner fyrir versta leik og leikstjórn og Harve Bennett fyrir verstu mynd. Tilnefnd til þriggja Razzie að auki, þar á meðal sem versta mynd áratugarins.
Eftir að sprenging verður á tungli þeirra, þá eiga Klingonar nú aðeins 50 ár upp á að hlaupa þar til Ósonlagið á plánetunni þeirra hverfur, og þeir deyja allir sem einn. Þeir hafa aðeins einn valkost - að semja um frið við bandalagið sem þýðir að 70 ára átök munu ...
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur og förðun.
Á seinni hluta 23. aldarinnar þá fer þriðja Enterprise geimflaugin í sína jómfrúarferð, og innanborðs eru hin ýmsu mikilmenni, svo sem: Pavel Chekov, Montgomery Scott og hinn goðsagnakenndi skipstjóri James T. Kirk. En þessi jómfrúarferð fær óvæntan endi þegar hið ...
Willliam Shatner tilnefndur sem versti aukaleikari á Razzie verðlaunum. Whoopi Goldberg fékk tilnefningu til Saturn Award fyrir leik í aukahlutverki.
Sagan gerist á 24. öldinni og nú er hið glænýja Enterprise - E komið til sögunnar. Skipstjóri er Jean-Luc Picard, og honum hefur verið skipað að skipta sér ekki af bardögum á milli Cube skips Borganna og geimskipa bandalagsins. Þrátt fyrir það, og þar sem Picard sér að skip ...
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir förðun.
Þegar geimverukyn, og öfl innan Starfleet, reyna að ná yfirráðum á plánetu sem býr yfir töfrandi eigindum, þá er það undir Picard skipstjóra og áhöfninni á Enterprise-E að verja fólkið á plánetunni, og einnig að verja hugmyndafræðina sem alheimssambandið byggir á. ...
Michael Welch fékk verðlaun á Young Artist Awards fyrir bestan leik í auka hlutverki.
The Enterprise er beint til Romulan, heims Romulus, að því er ætlað að þeir vilji semja um frið. Picard skipstjóri og áhöfn hans finna fyrir alvarlegri ógn gagnvart bandalaginu þegar Praetor Shinzon áætlar árás á Jörðina....
Myndin segir frá uppvexti James T. Kirk á jörðinni og þeim atburðum sem leiða til þess að hann gengur til liðs við Stjörnuflotann í fyrsta skipti. Þar kynnist hann Vúlkananum Spock, sem er orðinn kennari við skólann sökum gífurlegra hæfileika sinna. Þeim kemur ekkert alltof vel...
Þegar áhöfn Enterprise geimskipsins er kölluð heim, þá uppgötvar hún hryðjuverkaógn innan eigin raða sem búin er að sprengja upp geimskiptaflotann og allt sem hann stendur fyrir, og heimurinn á í miklum og aðsteðjandi vanda. Kirk skipstjóri, sem á persónulega harma að hefna,...
Áhöfnin á Enterprise leggur upp í áhættusama könnunarferð til ystu marka hins þekkta alheims og verða þar fyrir árás hættulegs óvinar sem þau hafa aldrei komist í kast við áður – óvinar sem er staðráðinn í að gera út af við þau í eitt skipti fyrir öll....







6.4
6/10





