Náðu í appið
What Lies Beneath

What Lies Beneath (2000)

"He was the perfect husband until his one mistake followed them home."

2 klst 10 mín2000

Norman Spencer, vísindamaður við háskóla, hefur sívaxandi áhyggjur af eiginkonu sinni Claire, fyrrum einleikara á selló, sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir einu ári síðan,...

Rotten Tomatoes49%
Metacritic51
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Söguþráður

Norman Spencer, vísindamaður við háskóla, hefur sívaxandi áhyggjur af eiginkonu sinni Claire, fyrrum einleikara á selló, sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir einu ári síðan, og er nýbúin að senda dóttur sína Caitlin, (og stjúpdóttur Norman), að heiman í miðskóla. Claire segist nú heyra raddir, og sjá óhugnanlega hluti við heimili þeirra í Vermount, þar á meðal sér hún andlit ungrar konu speglast í vatninu við heimili þeirra. Claire verður sífellt skelkaðri og heldur að þetta tengist parinu sem býr í næsta húsi, sérstaklega af því að eiginkonan þar er horfin án sýnilegra skýringa. Að áegggjan eiginmannsins þá byrjar Claire að hitta sálfræðing, og hún segir honum að hún telji að reimt sé í húsinu þeirra. Sálfræðingurinn ráðleggur henni að reyna að ná sambandi við veruna. Jody fær hjálp frá bestu vinkonu sinni Jody, og nær sér í andaglas, og saman reyna þær að finna út úr því hvað býr í djúpinu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
20th Century FoxUS
ImageMoversUS

Gagnrýni notenda (16)

Myndin fjallar um tvö hjón (Michelle Pfeiffer,Sinbad:Legend Of The Seven Seas,Harrison Ford,Star Wars) sem flytja inn í hús. Þegar dóttir þeirra er farin fer konan að sjá mjög óhugnalega hl...

★★★★☆

What lies beneath er ósköp hæg og róleg en hún er samt góð. Hún býður upp á þó nokkra spennu og nokkur bregðunaratriði. Harrison Ford er ekki upp á sitt besta hér en Michelle Pfeiffer...

Þrusu góður sálfræðispennutryllir í anda Hitchcok. Þeim sem fannst the sixth sense góð verða alveg örugglega hrifnir að þessari.Harrison Ford og Michelle Pfeiffer fara með góðan leik ...

What Lies Beneath er ein allra besta hryllingsmynd sem ég hef séð í langan tíma. Hún tekur myndir eins og td. Stir of Eccos og The Sixth Sense ( sem var eiginlega ekkert scary ) og gjörsamlega ...

★★★★★

Sko ég sá þessa mynd í bíó og ég, ja ég var í sjokki eftir hana. í fyrsta sinn þá gáði ég undir rúmið mitt áður en ég fór að sofa til að fullvissa mig um að það væri ekkert ...

Aðdáendur hryllingsmynda takið eftir: Biðin er á enda, loksins er komin kvikmynd sem fær hárin vikrilega til að rísa. What Lies Benieth er ein best heppnaða hrollvekja sem hefur rekið á f...

Ég hef alla tíð verið haldinn Michelle Pfeiffer-óþoli af verstu gerð og fór því fullur fordóma á þessa mynd. Ég hef svo sem ekki skipt um skoðun en þó komst Pfeiffer vel frá sínu, ...

Bregðuatriðin eru það besta við þessa mynd. Maður hreinlega fær hjartaáfall í sumum þeirra. Það var mikið öskrað í salnum á meðan á myndinni stóð! Hinsvegar er endirinn frekar fy...

Brilliant "must see" mynd! Hún fær þessar fjórar stjörnur mest fyrir að halda manni spenntum allan tíman og vera alveg meiriháttar hrollvekja. Það er kannski hægt að finna ýmsar gloppur ...

Þessi mynd er snilld. Hún er betri en Halloween, Nightmare on Elm Street og Scream 1, 2 og 3 lagðar saman. Ég hef ekki séð jafngóða frammistöðu hjá Harrison Ford né hjá Michelle Pfeiffer ...

FRÁBÆR, í einu orði sagt. Besta spenumynd sumarsins og besta mynd FORD í nokkurn tíma. Meira að segja PFEIFFER fær þokkalega að njóta sín og hefur hún ekki verið betri síðan BATMAN RET...

Hvað myndi Alfred Hitchcock gera ef hann væri enn á lífi í dag og gæti notfært sér þá tækni sem er til staðar fyrir kvikmyndagerðarmenn núorðið? Það kæmi mér ekki á óvart þó ha...

Það er mjög langt síðan ég hef séð svona frábæra hrollvekju! Ég sá forsýningu á What Lies Beneath, salurinn var troðfullur. Eins og alltaf þá voru einhverjir "fyndnir" hálfvitar að ...