Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

What Lies Beneath 2000

Justwatch

Frumsýnd: 13. október 2000

He was the perfect husband until his one mistake followed them home.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Norman Spencer, vísindamaður við háskóla, hefur sívaxandi áhyggjur af eiginkonu sinni Claire, fyrrum einleikara á selló, sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir einu ári síðan, og er nýbúin að senda dóttur sína Caitlin, (og stjúpdóttur Norman), að heiman í miðskóla. Claire segist nú heyra raddir, og sjá óhugnanlega hluti við heimili þeirra í Vermount,... Lesa meira

Norman Spencer, vísindamaður við háskóla, hefur sívaxandi áhyggjur af eiginkonu sinni Claire, fyrrum einleikara á selló, sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir einu ári síðan, og er nýbúin að senda dóttur sína Caitlin, (og stjúpdóttur Norman), að heiman í miðskóla. Claire segist nú heyra raddir, og sjá óhugnanlega hluti við heimili þeirra í Vermount, þar á meðal sér hún andlit ungrar konu speglast í vatninu við heimili þeirra. Claire verður sífellt skelkaðri og heldur að þetta tengist parinu sem býr í næsta húsi, sérstaklega af því að eiginkonan þar er horfin án sýnilegra skýringa. Að áegggjan eiginmannsins þá byrjar Claire að hitta sálfræðing, og hún segir honum að hún telji að reimt sé í húsinu þeirra. Sálfræðingurinn ráðleggur henni að reyna að ná sambandi við veruna. Jody fær hjálp frá bestu vinkonu sinni Jody, og nær sér í andaglas, og saman reyna þær að finna út úr því hvað býr í djúpinu. ... minna

Aðalleikarar


What lies beneath fjallar um hjónin Claire(Michelle Pfeiffer) og Norman

(Harrison Ford)sem hafa verið gift og búið í sama húsinu í næstum því 20 ár.

En þegar dóttir Claire flytur að heiman og fer í háskóla er Claire nánast alltaf ein í húsinu því að Norman vinnur á kvöldin þá fer hún að heyra raddir og fer að sjá hluti og heldur að það tengist því að nýju nágrannakonunni hefur ekki sést og seinast þegar Claire hitti hana var hún mjög hrædd og kemst að því að margt hefur farið framhjá henni.

Þótt að myndin sé flott og spookey og andrúms loftið í myndinni er flott þá er persónusköpuin slök og þótt að hugmyndin sé flott er hún ekkert sérstaklega frumleg en hvaða myndir í Hollywood eru það?

Pfeiffer stendur sig sæmilega en Það sama er ekki að segja um Harrison Ford sem mér hefur reyndar aldrei líkað við.

En það sem er verst er að taglineið á plaggaitinu og það sem stendur um yndina aftan á myndbands hulstrinu gefur allt of mikið tilkynna og kjaftar eiginlega frá endanum eða allvega frá því miklilvægasta í myndinni.

En fyrir utan allt það þá er what lies beneath mjög spennandi og góð skemmtun þegar ég var búinn að sjá myndina fór ég í sund að kvöldi til en sundlaugin var ekki bænum svo maður þarf að ferðast í bíl í minnsta kost korter og ég var skíthræddur og þurfti nokkru sinni að kíkja aftur í til þess að gá hvort nokkur var þar en kíkið á what lies beneath hún er flott.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um tvö hjón (Michelle Pfeiffer,Sinbad:Legend Of The Seven Seas,Harrison Ford,Star Wars) sem flytja inn í hús. Þegar dóttir þeirra er farin fer konan að sjá mjög óhugnalega hluti (eins og að sjá dautt fólk í spegli) og þá kemst hún að miklum leindarmálum sem ég nenni ekki einu sinni að segja frá. Ótrúlega ógnvekjandi hryllingsmynd í anda Psycho,Evil Dead,Pet Sematary og fleiri hryllingsmynda en ég bjóst fyrst við ömurlegri og klisjukenndri rómantíksmynd (út af því að Michelle Pfeiffer leikur í henni) en ég fékk góða hryllingsmynd og sem aðdáandi hryllingsmynda fær þessi mynd þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

What lies beneath er ósköp hæg og róleg en hún er samt góð. Hún býður upp á þó nokkra spennu og nokkur bregðunaratriði. Harrison Ford er ekki upp á sitt besta hér en Michelle Pfeiffer er mjög góð að venju. Það helsta sem hægt er að setja út á þessa mynd er að hún er ekki alveg eins mikil hrollvekja og hún hefði átt að vera. Til að mynda er draugurinn ekki alveg nógu sjáanlegur og endirinn er ekkert alltof kraftmikill. En þetta er samt ágætis mynd frá leikstjóranum góðkunna Robert Zemeckis. Bara ekki það besta sem hann hefur gert. Góð mynd samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrusu góður sálfræðispennutryllir í anda Hitchcok. Þeim sem fannst the sixth sense góð verða alveg örugglega hrifnir að þessari.Harrison Ford og Michelle Pfeiffer fara með góðan leik í þessari snillar mynd frá Zemeckis(Cast Away,Forrest Gump,contact og Back to the future 1,2,3).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

What Lies Beneath er ein allra besta hryllingsmynd sem ég hef séð í langan tíma. Hún tekur myndir eins og td. Stir of Eccos og The Sixth Sense ( sem var eiginlega ekkert scary ) og gjörsamlega pakkar þeim saman. Margir gangngrýnendur hafa oft sagt að Robert Zemeckis ( leikstjóri myndarinnar ) sé í What Lies Beneath að apa eftir einni bestu mynd Hitchcocks, Psycho. Í rauninni er smá Hitchcocks lygt af þessari mynd en ég segi það að bað atriðið sé ekkert líkt sturtuatriðinu í Psycho. Þessir gagngrýnendur sem segja það eru þá á því að það megi aldrei vera neitt atriði á svipuðum nótum og einhvað frægt atriði úr gamalli mynd. Þetta er bara rugl það sem þessir gagngrýnendur eru að segja, allavegna er ég alveg hættur að taka mark á þeim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.11.2016

Tvær nýjar í bíó - Vaiana og Allied

Samfilm frumsýnir tvær nýjar myndir fimmtudaginn 1. desember nk., teiknimyndina Vaiana, frá þeim sömu og færðu okkur Frozen og Zootropolis, og Allied, með  þeim Brad Pitt og Marion Cotillard í aðalhlutverkum. Vaia...

13.10.2015

Nýtt í bíó - The Walk

Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir ...

01.06.2013

Ófrísk kona sér sýnir

Ný mynd er á leiðinni frá Kevin Greutert, leikstjóra síðustu tveggja Saw mynda, og klippara fyrstu fimm Saw myndanna, Visions. Myndin er sögð vera í ætt við myndir eins og The Others og What Lies Beneath og segir frá ófrískri konu sem flytur til víngerðarlands til að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn