Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

The Terminal 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. september 2004

Life is waiting.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Tom Hanks leikur erlendan ríkisborgara sem er neitað inngöngu inn í Bandaríkin eftir að vegabréfinu hans hefur verið tímabundið hafnað. Hann þarf að bíða þar til að hann getur fengið gilt vegabréf og kemst hann þar af leiðandi ekki lengra og neyðist hann til að búa á flugstöðinni.

Aðalleikarar


Tom Hanks leikur útlending sem lendir í því leiðinlega atviki að þurfa að dúsa á flugvelli þangað til hann fær leyfi til að fara eftir að hafa týnt passportinu sínu. Örugglega ein óvenjulegasta mynd sem að Spielberg hefur sent frá sér. En hann skilar verki sínu vel frá sér og kemur með afbragðsmynd. Tom Hanks er traustur og Catherine Zeta-Jones er flott. En það flottasta við myndina er sjálfur flugvöllurinn. Vinnan við hann er stórkostleg og gera þeir mjög góða vinnu við að gera hann eins realistically og þeir geta. Terminal er fín Spielberg mynd sem ég get alveg mælt með, þó svo hún sé langt frá því að vera með hans bestu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á The Terminal í gær í lúxussal í Álfabakka og það í fyrsta sinn á ævinni í lúxussal. Mér fanst þessi mynd vera algjör snilld, í fyrsta lagi útaf hann Tom Hanks náði austurevrópu hreimnum svo rosalega vel. í öðru lagi er þetta svo gott handrit altaf eitthvað merkilegt að gerast þótt að þessi mynd gerist 9/10 inná flugstöð. Hún fjallar um mann að nafni Viktor Navorski sem fór til New York til þess að... þið komist að því í myndinni. Hann gat ekki fengið vegabréf til þess að komast út úr flugstöðinni, útaf því að það var uppreisn í landinu hans, Krakozhia. Jæja þarna var smá söguþráður, ég ætla ekki að segja meira frá myndinni fyrir þá sem ekki að hafa séð þessa mynd. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur útaf því að Tom Hanks nær hreimnum og það er altaf eitthvað að gerst þótt að myndin gerist 9/10 inná flugstöð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Terminal kom mér skemmtilega á óvart og er hér óhætt að mæla með einni af skemmtilegustu myndum ársins. Myndin fjallar um Viktor Navorski (Tom Hanks) er er frá landinu Krakoziu. Hann kemur í upphafi myndarinar til Bandaríkana en vegna þess að stríð hefur brotist út í heimalandi hans er hann kyrrsettur á flugvellinum vegna þess að vegabréfi hans er hafnað. Og eftir það verður hann að búa á flugvellinum um óákveðinn tíma. Myndin er í alla staði mjög vel gerð tæknilega séð. Svo eiga leikararnir mjög góðan dag og stendur Tom Hanks þar upp úr enda á hann stórleik sem útlendingurinn Viktor Navorski og gætti ég vel trúað því að hann fá óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt. Catherine Zeta-Jones sýnir ágæta takta í hlutverki flugfreyjurnar Amelia Warren en hlutverk hennar er full lítið að mínu mati. Allir hinnir leikararnir eiga fínan leik. Í heildina litið er The Terminal mjög góð mynd og sæmir hún sér vel meðal annara mynda Steven Spielberg. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hanks leikur rússa sem festist á flugvelli í Bandaríkjunum og einfaldlega þarf að búa þar því honum er ekki hleypt inn í landið útaf ákveðnum ástæðum. Úrræðagóður rússinn býr sér til sína svefnaðstöðu, reddar sér pening fyrir mat á sniðugan hátt og reddar sér svo bara vinnu þegar það bregst.....úrræðagóður kall hér á ferð. Rómantík spilar svo inn í og skemmtilegir karakterar sem vinna á flugstöðinni koma við sögu. Erindi hans til bandaríkjanna er útaf sotlu sem hann lofaði föður sínum og auðvitað tekst honum á endanum að efna það.

Mér fannst myndin of löng og það hefði alveg mátt stytta hana um helming!! enda lítið gaman til lengdar að glápa á mynd um kall á flugstöð þó að eitt og eitt fyndið gerist öðru hvoru. Samt var gaman að fylgjast með hvernig hann bjargaði sér.......en samt of löng mynd um næstum því bara það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessa mynd sá ég tvisvar úti í Bandaríkjunum í Júlí. Hún byrjar ekkert voða spennandi en þegar á heildina er litið er þetta frábær skemmtun. Tom Hanks er ótrúlega fyndinn sem útlendingur sem getur ekki talað neina ensku. Hann kemur frá óþekktu landi og þegar hann lendir á JFK þá þurfa starfsmenn flugvallarins að reyna að útskýra fyrir honum að það sé komið stríð í landinu hans og ríkistjórnin hafi verið leyst upp og allar samgöngur lokaðar. Hann getur því hvorki farið aftur heim né fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Því er það eina sem hægt er að gera er að leyfa honum að vera í International Terminalinu. Út frá því kynnist hann mörgum skemmtilegum karakterum svo sem skúringarkallinum og flugfreyju (Catherine Zeta-Jones).

Þessi mynd er frábær skemmtun og ég mæli með henni. Hún er mjög sæt og fyndin. Ekta feel-good movie :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.04.2015

Sparrow í klandri

Fimmta myndin um sjóræningjann Jack Sparrow, The Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er væntanleg árið 2017. Fyrsta myndin af leikaranum Johnny Depp í hlutverki Sparrow í myndinni var birt í dag og má sjá hana ...

04.08.2014

Pirates 5 frestað til 2017

Nýr frumsýningardagur hefur verið settur á sjóræningjann síkáta Jack Sparrow, en hann er nú væntanlegur í bíó árið 2017 í fimmtu Pirates of the Caribbean myndinni, Dead Men Tell No Tales. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Joachim Ronning og Espan Sandberg, en þeir leikstýrðu hinni rómuðu...

22.08.2013

Nafn komið á Pirates of the Caribbean 5!

Næsta Pirates of the Caribbean mynd hefur fengið nafn, og nú þarf því  ekki lengur að tala um hana bara sem Pirates of the Caribbean 5.  Fyrri myndirnar fengu allar tignarleg nöfn;  Curse of the Black Pearl, Dead Man's Chest, ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn