Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær mynd. Alltaf jafn gaman af henni. Byggð á samnefndu spili ef mér skjátlast ekki. Gerist í Nýja Englandi árið 1954 og segir frá nokkrum einstaklingum sem verða fyrir barðinu á sama fjárkúgaranum. Þau eru síðan öll kölluð saman í hálfgert einkaboð og síðan tekur við hvert furðulega uppátækið á fætur öðru og meira að segja voru þrír mismunandi endar settir á myndina. Yfirleitt er ég ekki hrifinn af svona rugl grínmyndum en Clue er bara svo klikkuð og svo miklu ferskari en þessar grínmyndir sem maður sér í dag. Hún gengur út á traustan söguþráð, snilldarhandriti og þreföldu plotti(eins og áður sagði). Fullt af ágætis leikurum, þau standa sig að vísu öll misvel en ekkert af þeim er samt að draga myndina neitt niður. Ég er eiginlega mest ánægður með Tim Curry sem er í mjög litríku og skrautlegu hlutverki sem yfirþjónn og henni Eileen Brennan sem er alltaf mjög góð. Tónlistin og húmorinn eru alveg til fyrirmyndar og nánast allt gott við þessa mynd. Það eru ekki nema ponsulítil smáatriði sem láta hálfa stjörnu fjúka en annars er Clue mjög góð grínmynd sem hefur elst alveg svakalega vel. Þrjár og hálf stjarna. Skylduáhorf.
Frábær mynd. Flott leikaraval og sviðsmyndin góð. Grínmynd. Söguþráðurinn snýst um hóp af fólki sem er boðað í kastala langt frá byggð þar sem óhugnalegir atburðir eiga sér stað. Tim Curry og Madeline Kahn fara á kostum í mynd sem aldrei missir niður þráðinn.Ef maður vill fá allt úr myndinni sem hægt er verður maður að horfa á hana allnokkru sinnum þar sem manni yfirsést margir brandara og hreinlega til að ná upp í...já það er margt dularfullt í gangi svo maður verður að hafa augun opin.
Byggt á leiknum Cluedo með öllum characterum þar The Butler, Mr. Boddy, Ms. White, Professor Plum, Colonel Mustard, Ms. Peacock, Mr. Green, Miss Scarlet, The Cook, The Maid.