Topp tíu kuldamyndirnar

Nú er frost á fróni frýs í æðum blóð. Svo virðist sem veturinn ætli aldrei að fara og vilji frysta í okkur hvert bein og hverja frumu.

Af því tilefni er hér listi yfir tíu bestu myndirnar sem gerast í frostjökulkulda við erfiðar aðstæður:

The Revenant (2016)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 78%
The Movie db einkunn8/10

Sönn saga Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en lífi árið 1823 eftir árás bjarnar. En Hugh lifði af og gríðarlega illa særður eftir björninn, fótbrotinn, vopnlaus og matarlaus náði hann samt sem áður að komast um 320 kílómetra leið að byggðu bóli, ...

Tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna. Leonardo DiCaprio fékk Óskar fyrir leik. Myndin fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn m.a.

Fargo (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn5/10

Jerry vinnur á bílasölu tengdaföður síns, og er kominn í fjárhagsvandræði. Hann prófar ýmis úrræði til að redda sér peningum, sem hann þarfnast af óútskýrðum ástæðum. Svo virðist sem tengdafaðir hans sé um það bil að komast að gríðarmiklum fjárdrætti hans frá ...

Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Frances McDermaud vann Óskar fyrir besta leik, og Coen bræður fyrir besta frumsamda handrit.

The Thing (1982)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn8/10

Vísindamenn á Suðurheimskautinu eiga í höggi við geimveru sem getur skipt um form, og getur brugðist sér í líki fólksins sem hún drepur. Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þyrlan sem eltir hundana ...

Alive (1993)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 62%
The Movie db einkunn7/10

Ruðningslið frá Uruguay sem er innikróað hátt uppi í Andesfjöllum, þarf að gera leita allra leiða til að lifa af eftir að flugvélin þeirra hrapar. Sagan gerist árið 1972, og liðið er á leið til Chile í keppnisferð. En flugvélin, með 45 manns innanborðs, hrapar í Andes ...

Whiteout (2009)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 7%
The Movie db einkunn6/10

Alríkislögreglumaðurinn Carrie Stetko á aðeins þrjá daga eftir af dvöl sinni í alþjóðlegri rannsóknarstöð á Suðurheimsskautinu, en hún hyggst segja upp að loknum tíma sínum þarna. Um leið og fyrsti snjóbylur vetrarins er um það bil að skella á þá finnst lík á ...

Wind River (2017)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn7/10

Alríkislögreglukonan Jane Banner fær aðstoð frá gamalreyndum veiðimálafulltrúa í bænum, Cory Lambert, til að rannsaka morð á friðarsvæði indjána. Áður en langt um líður þarf Lambert að kafa djúpt ofaní eigin fortíð en á sama tíma eru þau bæði harðákveðin í að ...

Frozen (2013)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á ...

Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd og fékk Óskarinn fyrir besta frumsamda lag í bíómynd: "Let It Go" eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez

The Grey (2012)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 80%
The Movie db einkunn7/10

Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður. Eftir að flugvélin hefur stöðvast á snæviþöktum stað er enginn tími til að gleðjast fyrir þá sem lifðu nauðlendinguna af því enginn ...

Insomnia (2002)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 92%

Rannsóknarlögreglumaður, sem er sendur úr borginni til að rannsaka morð á unglingsstúlku í litlum bæ í Alaska, skýtur fyrir slysni félaga sinn þegar þeir eru að reyna að handtaka grunaðan. Í staðinn fyrir að játa sekt sína, þá fær hann óvænta fjarvistarsönnun, en þessi ...

.

Cliffhanger (1993)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn6/10

Þegar útbúnaður Gabe klikkar þegar þau eru í fjallgöngu og eru að fara yfir djúpt gil á vír, þá fellur hún niður og Gabe mistekst að bjarga henni. Ári seinna þá er Gabe beðinn um að fara aftur á sama fjall til að bjarga hópi af fólki sem "strandaði" þar eftir að þyrlan ...