Alger eftirherma af fyrri myndinni. Örlítið fyndin og ekki mikið skemmtileg. Ég fór á hana því mér fynst Sandra B frábær, flott og fyndin, en hún leikur als ekkert fyndið hlutverk. Ég v...
Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous (2005)
"You might feel a little prick."
Eftir að Gracie Hart varð fræg að endemum þegar hún tók þátt í keppninni Ungfrú Bandaríkin í tengslum við mál í fyrri myndinni, er hún...
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Eftir að Gracie Hart varð fræg að endemum þegar hún tók þátt í keppninni Ungfrú Bandaríkin í tengslum við mál í fyrri myndinni, er hún nú búin að missa starf sitt sem leynilögreglumaður hjá alríkislögreglunni FBI. Að auki, þá sleit fulltrúinn Eric Matthews sambandi sínu við hana, sem hún á erfitt með að sætta sig við. Hart er þó plötuð, að áeggjan yfirmanns hennar Harry McDonald, til að verða fjölmiðlafulltrúi alríkislögreglunnar. Tíu mánuðum síðar, með aðstoð stílistans Joel Meyers, og metsölubókar sem hún skrifaði um reynslu sína, verður Gracie fjölmiðlastjarna og andlit FBI. Hin nýja Gracie er algjör andstæða fulltrúans Sam Fuller, sem líkt og Gracie áður en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni, birgir þónokkra reiði innra með sér. Þeim tveimur kemur ekki nógu vel saman, en það stöðvar McDonald ekki í að ráða Sam sem lífvörð Gracie. Þær tvær eru nú sendar til Las Vegas þegar vinkonu Gracie, núverandi Ungfrú Bandaríkin, Cheryl Frasier, og stjórnanda keppninnar, Stan Fields, er rænt.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Gagnrýni notenda (4)
Ég varð fyrir vonbrigðum með myndina, hún er ekki eins skemmtileg og fyrri myndin. Annars er hægt að hlæja að henni og hún er ansi skemmtileg á köflum. Sandra Bullock er nú samt ekki best...
Ég hefði nú venjulega ekki farið á þessa mynd, en þar sem það var 400kr tilboð sló ég til og fór. Ég sá reyndar fyrri myndina og þótti hún bara fín, en eins og sagt er þá nær fra...




































