27. mars 2025
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Tim Fehlbaum
Leikarar: John Magaro, Leonie Benesch, Peter Sarsgaard, Ben Chaplin, Zinedine Soualem, Georgina Rich, Solomon Mousley, Corey Johnson, Marcus Rutherford, Daniel Adeosun, Benjamin Walker, Ferdinand Dörfler
Bandarískt fréttateymi á sumarólympíuleikunum í Munchen í Þýskalandi árið 1972 þarf að beina athyglinni að dramatískri gíslatöku þar sem ísraelskum íþróttamönnum er haldið föngnum. Ungur framleiðandi, sem óvænt lendir í því að segja fréttir í beinni útsendingu, þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar klukkan tifar, orðrómur breiðist út og líf gíslanna hangir á bláþræði.
Útgefin: 27. mars 2025
27. mars 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Leikarar: Jason Statham, David Harbour, Merab Ninidze, Michael Peña, Jason Flemyng, Arianna Rivas, Noemi Gonzalez, Eve Mauro, Maximilian Osinski, Emmett J Scanlan, Isla Gie, Cokey Falkow
Levon Cade yfirgaf glæstan feril í hernum og sérsveitunum til að lifa einfaldara lífi við byggingarvinnu. En þegar dóttir yfirmanns hans, sem honum þykir vænt um eins og sína eigin, er rænt af mansalshóp, leiðir leitin hann inn í heim sem er spilltari en hann gat nokkurn tímann ímyndað sér.
Útgefin: 27. mars 2025
28. mars 2025
GamanDrama
Leikstjórn Mika Kaurismäki
Leikarar: Heikki Kinnunen, Jaana Saarinen, Iikka Forss, Ville Tiihonen, Ona Huczkowski, Silu Seppälä, Pertti Sveholm, Sanna-Kaisa Palo
Gamall maður í verslunarleiðangri finnur konuangan af Saimi en lyktin af henni er nákvæmlega eins og hún á að vera og hann er í sjöunda himni. Maðurinn á innst inni erfitt með að trúa að honum geti liðið eins og yngissveini aftur. Hann verður að viðurkenna að hann nýtur þess að vera með Saimi. Orðin, augnaráðið og snertingin við aðra manneskju leysa úr læðingi tilfinningar sem voru honum löngu glataðar.
Sonum hans kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Þeir öfunda jafnvel föður sinn og treysta ekki Saimi. Hver veit, kannski er hún á höttunum eftir arfinum? Fjölskyldufundir, misskilningur, sundsprettur í tunglskininu, svefnvana nætur. Ástin getur jafnvel borað sig í gegnum elstu flannelskyrtur.
Útgefin: 28. mars 2025
28. mars 2025
Ævintýri
Leikstjórn Maciej Kawulski
Leikarar: Mayire Anwer, Nikodem Adamski
Prófessor Kleks skoðar tækni sem ógnar draumum barna á sama tíma og Mateusz leysir hann tímabundið af í skólanum. Mun ást Ada á Albert lækna hjarta hans? Mun uppfinning Golarz breyta börnum til frambúðar? Gerast ævintýrin enn?
Útgefin: 28. mars 2025
30. mars 2025
Heimildarmynd
Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval.
Útgefin: 30. mars 2025
2. apríl 2025
SpennaÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Leikarar: Jason Momoa, Jack Black, Danielle Brooks, Emma Myers, Sebastian Eugene Hansen, Jennifer Coolidge, Kate McKinnon, Jemaine Clement
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
Útgefin: 2. apríl 2025
10. apríl 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn James Hawes
Leikarar: Rami Malek, Laurence Fishburne, Rachel Brosnahan, Caitríona Balfe, Jon Bernthal, Holt McCallany, Julianne Nicholson, Adrian Martinez, Christy Meyer, Henry Garrett, Marc Rissmann, Alice Hewkin
Bráðsnjall en einrænn dulmálssérfræðingur hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tekur málin í eigin hendur þegar yfirmenn hans halda að sér höndum, eftir að eiginkona hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Lundúnum.
Útgefin: 10. apríl 2025
10. apríl 2025
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Leikarar: Meghann Fahy, Brandon Sklenar, Violett Beane, Gabrielle Ryan, Jeffery Self, Ed Weeks, Travis Nelson, Fiona Browne, Tara Mae
Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann.
Útgefin: 10. apríl 2025
14. apríl 2025
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Luca Guadagnino
Leikarar: Daniel Craig, Daan de Wit, Jason Schwartzman, Henrique Zaga, Colin Bates, Drew Starkey, Drew Droege, Ariel Schulman
Við erum stödd í Mexíkóborg á sjötta áratugnum þar sem við fylgjumst með amerískum innflytjanda á fimmtugsaldri sem lifir einangruðu lífi í fámenni. Þegar ungur námsmaður birtist á svæðinu, vaknar löngun mannsins til að mynda loks djúpstæða tengingu við einhvern.
Útgefin: 14. apríl 2025
14. apríl 2025
HeimildarmyndSögulegÍslensk mynd
Leikstjórn Bergur Bernburg
Veðurskeytin er leikin heimildarmynd sem fjallar um stormasöm tímamót í lífi ástríðufulls fræðimanns; dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Doktor í miðaldafræðum frá Cambridge háskóla, sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði, þarf skyndilega að endurskoða líf sitt þegar hann er greindur með geðhvarfasýki.
Hann þarf annað hvort að takast á við andleg veikindi sín á hefðbundinn hátt eða finna nýja leið til að lifa með nýjum áskorunum á eigin forsendum, með þeim veðrabrigðum sem vænta má.
Útgefin: 14. apríl 2025
17. apríl 2025
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ryan Coogler
Leikarar: Michael B. Jordan, Hailee Steinfeld, Jack O'Connell, Wunmi Mosaku, Jayme Lawson, Omar Benson Miller, Delroy Lindo, Li Jun Li, Lola Kirke, David Maldonado, Gralen Bryant Banks, Deneen Tyler, Christian Robinson, Theodus Crane
Tvíburabræður í leit að betra lífi snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Útgefin: 17. apríl 2025
17. apríl 2025
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jon Holmberg
Villa hefur alltaf dreymt um að verða ofurhetja og berjast við glæpi við hlið föður síns. Þessi draumur verður að engu þegar litli bróðir Villa, Kalli, fæðist. Kalli fær alla athyglina og að auki hefur hann ofurkrafta. Þegar ofur- illmenni og illur vísindamaður stefna á að taka yfir borgina, verða Villi og Kalli að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna saman sem teymi. Geta ungabarn og öfundsjúkur bróðir hans bjargað borginni?
Útgefin: 17. apríl 2025
17. apríl 2025
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rita Nunes
Leikarar: Sara Barros Leitão, Miguel Nunes, Rui M. Silva, Daniel Viana, Flávia Gusmão, Ivo Alexandre
Lissabon árið 2027. Vísindamennirnir Marta og Miquel eru par og tilheyra sama rannsóknarhóp, en samband þeirra fær heljarinnar prófraun þegar mögulegur jarðskjálfti ógnar borginni ...
Útgefin: 17. apríl 2025
17. apríl 2025
Gaman
Leikstjórn Juuso Laatio, Jukka Vidgren
Leikarar: David Bredin, Mats Eldøen, Johannes Holopainen, Anna-Maija Ihander, Samuli Jaskio, Karolis Kasperavicius, Moa Kikuchi, Sinikka Mokkila, Chike Ohanwe
Heimsins þyngsta - og skrítnasta - dauðarokksband, Impaled Rektum, afplánar dóm í notalegasta fangelsi Noregs. Þeir heyra að hreindýrabú foreldra gítaristans Lotvonen verði boðið upp vegna veikinda föður hans og þeir vilja halda tónleika til að bjarga búinu. Þeir komast út úr fangelsinu og halda af stað á stærstu þungarokkshátíð heimsins, Wacken í Þýskalandi.
Útgefin: 17. apríl 2025
23. apríl 2025
DramaHrollvekja
Leikstjórn David F. Sandberg
Leikarar: Ella Rubin, Michael Cimino, Odessa A'zion, Ji-young Yoo, Belmont Cameli, Maia Mitchell, Peter Stormare, Willem van der Vegt
Átta vinir eru fastir í skíðaskála lengst uppi í fjalli og uppgötva að þeir eru ekki einir. Óttinn og spennan eykst og þeir þurfa að hafa sig alla við til að þrauka í gegnum nóttina.
Útgefin: 23. apríl 2025
24. apríl 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Gavin O'Connor
Leikarar: Ben Affleck, Jon Bernthal, Cynthia Addai-Robinson, J.K. Simmons, Daniella Pineda, Robert Morgan, Grant Harvey, John Patrick Jordan, Paula Rhodes, Fernando Chien, Michael Tourek, Robert Keith, Megan Grano, Joe Holt
Þegar fyrrum yfirmaður Marybeth Medina er drepinn af óþekktum leigumorðingjum neyðist hún til að leita hjálpar hjá Christian. Með hjálp bróður síns, hins stórhættulega Brax, hefst hinn bráðsnjalli Chris handa við að leysa málið og notar til þess vafasamar aðferðir að vanda.
Útgefin: 24. apríl 2025
24. apríl 2025
Leikstjórn Ico Costa
Leikarar: Domingos Marengula, Neusia Emidio Guiamba
Við fylgjumst með ungu pari í litlu þorpi í Mósambík sem þráir betra líf þar sem gullnámur í norðri gefa fögur fyrirheit um tekjuöflun.
Útgefin: 24. apríl 2025
30. apríl 2025
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jake Schreier
Leikarar: Florence Pugh, Sebastian Stan, Lewis Pullman, David Harbour, Wyatt Russell, Hannah John-Kamen, Olga Kurylenko, Julia Louis-Dreyfus, Geraldine Viswanathan, Alireza Mirmontazeri, Rachel Weisz
Hópur ólíkra andhetja sem enga virðingu ber fyrir neinu, með hinn þunglynda leigumorðingja Yelena Belova fremsta í flokki, þurfa að koma bandarískum almenningi til hjálpar þegar ljóst er að Avengers flokknum er ekki til að dreifa.
Útgefin: 30. apríl 2025
1. maí 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Christopher Jenkins, Rob Edwards
Leikarar: Anthony Mackie, Laurence Fishburne, Keith David, Martin Lawrence, Jonathan Kite, Rico Rodriguez, Chloe Bailey, Macy Gray, Amari McCoy, Sam Jay
Ty, afvegaleiddur, einstakur hönnunarstrigaskór, veit ekki hvernig lífið er utan skókassans. Þegar safnari stelur systur hans, þarf Ty að fara til New York til að reyna að bjarga henni. Á leið sinni hittir hann allskonar annað skótau, af öllum stigum samfélagsins, sem kemur honum til hjálpar.
Útgefin: 1. maí 2025
5. maí 2025
Heimildarmynd
Leikstjórn Kumjana Novakova
Silence of Reason flæðir áfram eins og minni okkar, sem ferðast án umgjarðar í allar áttir. Myndin er gerð upp úr myndefni úr réttarskjalasafni og vitnisburðum af ofbeldi og pyntingum kvenna úr Foča fangabúðunum í Bosníu-Hersegóvínu. Reynsla þeirra verður að sameiginlegum minningum sem kljúfa tíma og rúm.
Útgefin: 5. maí 2025
8. maí 2025
Drama
Leikstjórn Kogonada
Leikarar: Colin Farrell, Margot Robbie, Lily Rabe, Jodie Turner-Smith, Phoebe Waller-Bridge, Billy Magnussen, Shelby Simmons, Sarah Gadon, Brandon Perea, Hamish Linklater, Yuvi Hecht, Chloe East, Danielle Kennedy, Michelle Mao, Jennifer Grant
David fer í brúðkaup í gamla bílnum sínum. Þar hittir hann Sarah og saman fara þau í ferðalag sem GPS leiðsögukerfi bifreiðarinnar stingur upp á. Á leiðinni ræða þau fortíðina og skoða landslagið, og tengjast dýpri böndum. Þegar þau horfa fram á veginn og inn í framtíðina standa þau frammi fyrir erfiðri ákvörðun um sambandið.
Útgefin: 8. maí 2025
8. maí 2025
SpennaDramaSpennutryllir
Leikstjórn Joe Carnahan
Leikarar: Mark Strong, Kerry Washington, Omar Sy, Da'Vine Joy Randolph, Ed Quinn, Method Man, Natalia Reyes, Yoson An, Sala Baker, Jénel Stevens, Marshall Cook
Kyrah og Isaac voru eitt sinn leiðtogar alþjóðlegu sérsveitarinnar Shadow Force, en brutu reglurnar og urðu ástfangin. Þau fara í felur til að vernda son sinn fyrir öðrum meðlimum Shadow Force sem eru á hælum þeirra og vilja drepa þau.
Útgefin: 8. maí 2025
15. maí 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Zach Lipovsky, Adam B. Stein
Leikarar: Teo Briones, Richard Harmon, Owen Patrick Joyner, Anna Lore, Rya Kihlstedt, Brec Bassinger, Tony Todd, Max Lloyd-Jones, Yvette Ferguson, Mark Brandon, April Telek, Travis Turner, Matty Finochio, Alex Zahara, Panou, Jeanie Cloutier
Unglingstúlka fær endurteknar martraðir um hrun á turni á sjöunda áratugnum. Hún uppgötvar að martraðirnar eru fyrirboði sem hún erfði frá ömmu sinni. Amman spáði fyrir um fall byggingarinnar og bjargaði lífi marga manna. Áratugum síðar byrjar stúlkan að sjá sýnir af fjölskyldumeðlimum deyja. Hún áttar sig á að þarna eru tengsl á milli og hún þarf að hindra Dauðann í að endurheimta blóðlínu ættar hennar.
Útgefin: 15. maí 2025
22. maí 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Dean Fleischer Camp
Leikarar: Chris Sanders, Sydney Agudong, Billy Magnussen, Hualalai Chung, Tia Carrere, Hannah Waddingham, Courtney B. Vance, Zach Galifianakis, Amy Hill, Jason Scott Lee, Faith Fay
Leikin útgáfa af hinni sígildu Disney teiknimynd Lilo and Stich.
Útgefin: 22. maí 2025
29. maí 2025
Hrollvekja
Leikstjórn Danny Philippou, Michael Philippou
Leikarar: Sally Hawkins, Billy Barratt, Olga Miller, Stephen Phillips, Jonah Wren Phillips, Sally-Anne Upton
Tvö systkini uppgötva hræðilega helgisiði á afskekktu heimili nýrrar fósturmóður sinnar.
Útgefin: 29. maí 2025
29. maí 2025
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Wes Anderson
Leikarar: Mia Threapleton, Michael Cera, Bryan Cranston, Scarlett Johansson, Benedict Cumberbatch, Riz Ahmed, Tom Hanks, Bill Murray, Jeffrey Wright, Rupert Friend, Richard Ayoade, Hope Davis, Charlotte Gainsbourg, Antonia Desplat, Max Mauff, Benicio Del Toro, Mathieu Amalric, Kit Rakusen
Myrk saga um njósnir sem tengjast feðginum í fjölskyldufyrirtæki, svikum og siðferðislega erfiðum valkostum.
Útgefin: 29. maí 2025
5. júní 2025
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Len Wiseman
Leikarar: Ana de Armas, Anjelica Huston, Gabriel Byrne, Lance Reddick, Catalina Sandino Moreno, Norman Reedus, Ian McShane, Keanu Reeves, Sharon Duncan-Brewster, David Castañeda, Robert Maaser, Abraham Popoola, Anne Parillaud
Ungur kvenkyns leigumorðingi leitar hefnda gegn fólkinu sem drap fjölskyldu hennar. Myndin gerist á sama tíma og atburðirnir í John Wick: Chapter 3 - Parabellum.
Útgefin: 5. júní 2025
5. júní 2025
SpennaDramaFjölskylda
Leikstjórn Jonathan Entwistle
Leikarar: Ben Wang, Ralph Macchio, Jackie Chan, Joshua Jackson, Sadie Stanley, Ming-Na Wen, Aramis Knight, Wyatt Oleff, Shaunette Renée Wilson, Jennifer-Lynn Christie
Daniel kemur til Beijing þar sem Hr. Han bíður hans. Han er kominn með nýjan skjólstæðing Li Fong. Kennararnir tveir taka höndum saman til að leiðbeina Li Fong en svo er að sjá hvort aðferðir þeirra passi saman og skili árangri.
Útgefin: 5. júní 2025
12. júní 2025
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Dean Deblois
Leikarar: Mason Thames, Nico Parker, Gerard Butler, Nick Frost, Julian Dennison, Gabriel Howell, Bronwyn James, Harry Trevaldwyn, Ruth Codd, Murray McArthur, Nick Cornwall
Ungur víkingur, sem býr á eynni Berk þar sem víkingar og drekar hafa löngum eldað grátt silfur, vill verða drekaveiðimaður og vingast óvænt við ungan dreka, Tannlausa. Vinátta þeirra sýnir hið sanna eðli dreka og á eftir að hrista upp í víkingasamfélaginu.
Útgefin: 12. júní 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025
19. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Danny Boyle
Leikarar: Jodie Comer, Aaron Taylor-Johnson, Jack O'Connell, Alfie Williams, Ralph Fiennes, Erin Kellyman, Chi Lewis-Parry, Cillian Murphy, Nathan Hall, Edvin Ryding
Það eru næstum þrír áratugir liðnir síðan veiran slapp úr efnavopnarannsóknarstofu, og núna, í hámarks öryggiseinangrun, hafa nokkrar náð að lifa af í þeim smituðu. Einn slíkur hópur eftirlifenda býr á lítilli eyju sem tengist meginlandinu með upphækkuðum vegi. Þegar einn úr hópnum fer af eynni yfir á meginlandið kemst hann að leyndarmálum, undrum, og hryllingi sem hefur stökkbreytt ekki bara þeim sýktu heldur öðrum eftirlifendum líka.
Útgefin: 19. júní 2025
26. júní 2025
DramaÍþróttir
Leikstjórn Joseph Kosinski
Leikarar: Brad Pitt, Kerry Condon, Javier Bardem, Kim Bodnia, Tobias Menzies, Sarah Niles, Damson Idris, Samson Kayo, Lewis Hamilton, Joseph Balderrama, Rachel Walters, Callie Cooke, Emelina Adams, Andy M Milligan, Michael Aaron Milligan, Simone Ashley, Abdul Salis, Will Merrick
Sonny Hayes sem fékk viðurnefnið "sá besti sem aldrei varð" var efnilegasti ökuþór í formúlu 1 á níunda áratug tuttugustu aldarinnar þar til hann lenti í skelfilegum árekstri. Þrjátíu árum síðar býður hann hverjum sem vill þjónustu sína sem ökuþór og flakkar um. Fyrrum liðsfélagi hans Ruben Cervantes, sem á F1 lið sem er að hruni komið, hefur þá samband og sannfærir Sonny um að koma aftur í formúlu 1 í eitt síðasta skipti, og ná á toppinn. Hann ekur með Joshua Pearce, heitasta nýliða liðsins, og kemst að því að innan liðsins er að finna hörðustu samkeppnina - og leiðin til endurlausnar er ekki eitthvað sem þú fetar einn og óstuddur.
Útgefin: 26. júní 2025
26. júní 2025
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Gerard Johnstone
Leikarar: Allison Williams, Violet McGraw, Jenna Davis, Amie Donald, Ivanna Sakhno, Brian Jordan Alvarez, Jen Van Epps, Jemaine Clement
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. júní 2025
26. júní 2025
SpennaGaman
Leikstjórn Simon West
Leikarar: Rebel Wilson, Justin Hartley, Anna Camp, Anna Chlumsky, Sam Huntington, Sherry Cola, David Lengel, Da'Vine Joy Randolph, Mark Valley, Jeff Chase, Gigi Zumbado
Erfiðasta verkefni leyniþjónustukonunnar Sam til þessa hefur verið að gera vinkonu sína og tilvonandi brúður ánægða. Þegar hópur málaliða ræðst inn í brúðkaupsveisluna og tekur gestina sem gísla, lendir Sam í verkefni lífs síns. Nú þarf hún að reyna að leyna því hver hún er í raun og veru og bjarga brúðkaupi vinkonunnar.
Útgefin: 26. júní 2025
3. júlí; 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Gareth Edwards
Leikarar: Scarlett Johansson, Rupert Friend, Mahershala Ali, Ed Skrein, Jonathan Bailey, Manuel Garcia-Rulfo, Philippine Velge, Luna Blaise, David Iacono
Myndin gerist fimm árum eftir atburðina í Jurassic World Dominion. Sérfræðingurinn Zora Bennett er fengin til að leiða teymi í háleynilegri sendiför til að ná í erfðaefni úr þremur stærstu risaeðlum sögunnar. Þegar ferðin skarast á við borgaralega fjölskyldu sem hefur lent í bátaslysi, eru þau öll strand á eyju þar sem þau þurfa að horfast í augu við ískyggilega uppgötvun sem hefur verið hulin umheiminum í áratugi.
Útgefin: 3. júlí 2025
10. júlí; 2025
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Leikarar: David Corenswet, Rachel Brosnahan, Nicholas Hoult, Edi Gathegi, Anthony Carrigan, Nathan Fillion, Isabela Merced, Skyler Gisondo, Pruitt Taylor Vince, Wendell Pierce, Alan Tudyk, Beck Bennett, Mikaela Hoover, Frank Grillo, Will Reeve, Sean Gunn, Milly Alcock
Superman reynir að samræma kryptonska arfleifð sína og uppvöxt á Jörðu sem Clark Kent. Hann er holdtekja sannleikans, réttlætisins og bandarískra gilda í heimi sem lítur á þetta allt saman sem gamaldags viðhorf.
Útgefin: 10. júlí 2025
17. júlí; 2025
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jennifer Kaytin Robinson
Leikarar: Madelyn Cline, Tyriq Withers, Jonah Hauer-King, Chase Sui Wonders, Freddie Prinze Jr., Billy Campbell, Lola Tung, Nicholas Alexander Chavez, Austin Nichols, Hayley Gia Hughes, Jennifer Love Hewitt
Hópur unglinga úr forréttindastétt, ásamt einum öðrum félaga þeirra, verður valdur að dauða manneskju og þau reyna að hylma yfir málið. Ári síðar er ráðist á þau og þau drepin hvert á fætur öðru af aðila sem veit hvað þau gerðu sumarið áður.
Útgefin: 17. júlí 2025
24. júlí; 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Matt Shakman
Leikarar: Pedro Pascal, Vanessa Kirby, Joseph Quinn, Ebon Moss-Bachrach, Ralph Ineson, Julia Garner, Paul Walter Hauser, John Malkovich, Natasha Lyonne, Sarah Niles
Myndin gerist í framtíðarlegum heimi sjöunda áratugar síðustu aldar. Hin fjögur fræknu þurfa að standa saman og styrkja fjölskyldutengslin til að verja Jörðina fyrir geimguðinum Galactusi og hinum dularfulla sendiboða hans, Silver Surfer.
Útgefin: 24. júlí 2025
31. júlí; 2025
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Michael Shanks
Þegar par flytur út í sveit hrinda þau af stað yfirnáttúrulegu fyrirbæri sem breytir sambandi þeirra, tilveru og líkamsburðum.
Útgefin: 31. júlí 2025
14. ágúst 2025
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Timo Tjahjanto
Leikarar: Bob Odenkirk, Connie Nielsen, Sharon Stone, Christopher Lloyd, Colin Hanks, John Ortiz, Daniel Bernhardt, RZA - Robert Fitzgerald Diggs, Gage Munroe, Paisley Cadorath, Cindy Myskiw
Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 14. ágúst 2025
28. ágúst 2025
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Darren Aronofsky
Leikarar: Vincent D'Onofrio, Liev Schreiber, Austin Butler, Zoë Kravitz, Matt Smith, Regina King, Griffin Dunne
Hank Thompson, útbrunninn fyrrum hafnboltaleikmaður, lendir óvænt í að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í undirheimum New York borgar á tíunda áratug síðustu aldar.
Útgefin: 28. ágúst 2025
16. október 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Leikarar: Kani Kusruti, Divya Prabha, Chhaya Kadam, Hridhu Haroon, Azees Nedumangad, Anand Sami, Lovleen Mishra
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 16. október 2025
1. júlí; 2026