30 fjölbreyttar og geggjaðar hrekkjavökumyndir

Hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn? Er það búningafjör, graskersskreytingar, beinagrindur og almennur drungi eða býr eitthvað stærra þarna meira að baki?

Kannski er líka stundum bara frussugaman að fagna hinu yfirnáttúrulega, prakkarast og horfa á skítmikið af hryllingsmyndum.

Eða alls konar myndum með hryllingsívafi….

Hrekkjavaka er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en flestallir landsmenn hafa líklega upplifað sinn skerf af gleðinni í gegnum dægurmenninguna. Því er gráupplagt að dusta aðeins rykið af spóluhillunni eða ná í sjónvarpsfjarstýringuna og skoða ýmsar skuggalegar, safaríkar og nammigóðar kvikmyndir sem eru líklegar til þess að koma fólki í sannan hrekkjavökugír, með einum eða öðrum hætti.

Þetta eru 30 stykki. Kannaðu hversu margar þú hefur séð.

Neðangreindum kvikmyndum er raðað eftir aldri:

Halloween (1978)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Sagan gerist árið 1963 á hrekkjavökuhátíðinni í Bandaríkjunum. Lögreglan er kölluð til Lampkin götu nr. 43 og finnur þar hina 15 ára gömlu Judith Myers stungna til bana af 6 ára gömlum bróður hennar, Michael. Eftir að hafa verið á geðsjúkrahúsi í 15 ár brýst Michael út ...

Halloween III: Season of the Witch (1982)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.2
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn5/10

Morð og sjálfsmorð á gjörgæslu á spítala verður til þess að læknir á vakt rannsakar málið, og kemst að því að klikkaður leikfangasmiður hefur ill áform um að drepa eins mikið af fólki og hann getur á Halloween hrekkjavökunni, með því að nota eldgamlan keltneskan ...

Clue (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn6/10

Myndin fjallar um sex gesti, bryta og þernu, en þau eru öll flækt í morðið á sex manns. Gestirnir hittast allir í Hill House þar sem við komumst að því að Professor Plum vinnur í D.C. þar sem allir aðrir búa. Mustard liðþjálfi er viðskiptavinur frú Scarlet, sem er fyrrum ...

Hellraiser (1987)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 69%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um mann og konu sem flytja inn í gamalt hús og finna forljóta veru - hálfbróður mannsins, sem einnig er fyrrum elskhugi konunnar - í felum á efri hæðinni. Eftir að hann hefur tapað jarðneskum líkama sínum til þriggja Sadó - Masó djöfla, Munkanna, þá er hann ...

Beetlejuice (1988)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn7/10

Beetlejuice er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju. ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun.

Hellbound: Hellraiser II (1988)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 52%
The Movie db einkunn7/10

Doctor Channard fær nýjan sjúkling, stúlku sem vill vara við hræðilegum verum sem hafa drepið fjölskyldu hennar, Munkunum, sem bjóða upp á ákafa sælu og sársauka. En Channard hefur verið að leita að leið til heljar í mörg ár, og Kirsty þarf að elta hann þangað til að ...

Ernest Scared Stupid (1991)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
Rotten tomatoes einkunn 22%
The Movie db einkunn5/10

Ernest leysir óvart úr læðingi ljótt tröll, sem ætlar sér að breyta börnum í trédúkkur, í bænum Briarville í Missouri. Nú þarf Ernest að grípa til sinna ráða og kveða tröllið í kútinn....

The Addams Family (1991)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 67%
The Movie db einkunn2/10

Addams fjölskyldan daðrar við dauðann á margvíslegan hátt, og verur eins og afhoggin hönd er þjónn þeirra. Þau eru einnig nokkuð auðug. Ennfremur koma bæklaður bókhaldari og okurlánari við sögu, og áætlanir um smygla syni okurlánarans inn í fjölskylduna sem hinum löngu ...

Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu búningahönnun.

Dracula (1992)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 69%
The Movie db einkunn7/10

Þessi útgáfa af sögunni um Drakúla er byggð á sígildri sögu Bram Stoker með sama nafni. Ungur lögfræðingur er ráðinn til starfa í drungalegu þorpi í austur Evrópu. Hann er tekinn höndum og settur í fangelsi af blóðsugunni Drakúla, sem fer til Lundúna, innblásinn af ...

Það er aðeins eitt ár síðan landeigandinn Louis missi eiginkonu sína af barnsförum. Bæði konan og barnið dóu, og nú hefur hann misst viljann til að lifa. Vampíran Lestat vill hjálpa manninum og býður honum að verða myrkravera: vampíra. Louis samþykkir, og Lestat sýgur úr ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu listrænu stjórnun og bestu tónlist. Var tilnefnd til fjölda annarra verðlauna eins og Bafta og Golden Globe.

The Crow (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn4/10

Gítarleikarinn Eric Draven er reistur upp frá dauðum af kráku, ári eftir að hann og unnusta hans eru myrt. Krákan leiðbeinir honum í gegnum land hinna lifandi og leiðir hann heim til þeirra sem drápu hann og kærustuna: hnífakastarans Tin-tin, dópistans Funboy, bílamannsins T-Bird, og...

From Dusk Till Dawn (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 64%
The Movie db einkunn6/10

Seth Gecko og yngri bróðir hans Richard eru á flótta eftir blóðugt bankarán í Texas. Þeir sleppa yfir landamærin yfir til Mexíkó, og verða hólpnir daginn eftir þegar þeir greiða skatt til höfuðpaurs helsta glæpagengisins í bænum. Það eina sem þeir þurfa að gera er að ...

George Clooney fékk MTV verðlaunin fyrir bestu frumraun í bíómynd. Quentin Tarantino var tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir versta leik.

Practical Magic (1998)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 26%
The Movie db einkunn7/10

Sally og Gillian Owens hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Eftir að þær misstu foreldra sína ólu frænkur þeirra þær upp á heimili sem vægast sagt var óvenjulegt og þar sem engum reglum var fylgt. Þegar þær voru litlar fengu þær súkkilaðiköku í ...

Idle Hands (1999)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 18%
The Movie db einkunn7/10

Hinn sautján ára gamli iðjuleysingi Anton Tobias, vaknar að morgni hrekkjavökunnar, og uppgötvar að báðir foreldrar hans hafa breyst í hauslausar hrekkjavökuskreytingar. Eftir að hafa talað við vini sína, sem eru álíka óábyrgir og hann, Mick og Pnub, þá uppgötvar hann að ...

Sleepy Hollow (1999)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 70%
The Movie db einkunn4/10

Sagan gerist snemma í sögu Bandaríkjanna, þegar ungur lögreglumaður, Ichabod Crane er sendur frá New York, til litla bæjarins Sleepy Hollow til að rannsaka röð af hryllilegum morðum. Þegar hann kemur í bæinn þá segir bæjarráðið honum frá því að þrjú fórnarlambanna hafi ...

Ginger Snaps (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn6/10

Táningssysturnar Ginger 16 ára og Brigitte 15 ára eru helteknar af dauðanum. En kvöld eitt er önnur þeirra bitin af varúlfi....

House of 1000 Corpses (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 21%
The Movie db einkunn6/10

Tvö pör, Jerry, Bill, Mary og Denise, fara í ferðalag í leit að skrítnum stöðum utan alfaraleiðar, í þeim tilgangi að skrifa um þá bók. Þegar þau hitta Captain Spaulding, þá heyra þau um goðsögnina Dr. Satan. Þegar þau fara að leita að tré sem Dr. Satan var hengdur í, ...

Monster House (2006)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn6/10

Táningurinn DJ er að fylgjast með nágranna sínum Nebbercracker hinum megin götunnar í götunni þeirra í úthverfinu, sem eyðileggur þríhjól krakkanna sem fara yfir lóðina hans. Þegar foreldrar DJ fara í ferðalag að kvöldi Halloween hátíðarinnar og hin dónalega barnfóstra Zee...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna sem besta teiknimynd ársins.

Hatchet (2006)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 57%
The Movie db einkunn6/10

Þegar hópur ferðamanna í bátsferð í New Orleans strandar úti í óbyggðunum, þá breytist ferðin í hrottalega martröð. ...

Trick 'r Treat (2007)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn5/10

Fimm samtengdar sögur sem gerast á Hrekkjavökunni: Skólastjóri lifir tvöföldu lífi og er einnig raðmorðingi; jómfrú í menntaskóla hittir loksins draumaprinsinn; unglingahópur gerir ljótan grikk; kona sem hræðist myrkrið þarf að þola ást eiginmanns síns á frídögum; og ...

Coraline (2009)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Ævintýragjörn stúlka finnur nýjan heim sem reynist vera undarleg og breytt útgáfa af hennar eigin óþolandi heimili. Heimurinn býr þó yfir óþægilegum leyndarmálum. ...

We Need to Talk About Kevin (2011)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn10/10

Eva hefur alltaf verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við son sinn,Kevin, hefur verið þyrnum stráð allt frá fæðingu hans. Kevin er nú fimmtán ára gamall og eftir að hann hefur framið ólýsanlegan og hörmulegan glæp þarf Eva að kljást við sorg og samviskubit ...

Hotel Transylvania (2012)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 45%

Velkomin á Hótel Transylvaníu, fimm stjörnu hótel Drakúla markgreifa, þar sem skrýmsli og fjölskyldur þeirra geta notið lífsins, og verið þau sjálf án þess að einhver sé að ónáða þau. Drakúla hefur ákveðið að halda sérstaka helgi og bjóða öllum frægustu skrýmslum ...

Sinister (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 63%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá rithöfundinum Ellison Oswald sem hefur sérhæft sig í að skrifa sakamálasögur sem eru byggðar á sönnum atburðum. Til að fá innblástur fyrir næstu bók sína flytur hann með fjölskyldu sína í hús þar sem hroðalegir atburðir gerðust fyrir nokkrum árum, þegar ...

ParaNorman (2012)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Norman Babcock er vel gefinn og greindur 11 ára strákur og það eina sem er óvenjulegt við hann er að flestir kunningjar hans eru dauðir. ParaNorman gerist í litla bænum Blythe Hollow sem var vettvangur mikilla og frægra nornaveiða fyrir um 300 árum. Þessi staðreynd lifir með ...

The Guest (2014)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Hermaður kemur til Peterson fjölskyldunnar og kynnir sig sem vin sonar þeirra sem dó í bardaga. Eftir að fjölskyldan býður manninum inn á heimili sitt, þá byrja að eiga sér stað slysaleg dauðsföll sem virðast tengjast veru hans á heimilinu....

The Batman (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn8/10

Leðurblökumaðurinn, Batman, kemst á snoðir um spillingu í Gotham borg sem tengist fjölskyldu hans. Á sama tíma glímir hann við skelfilegan raðmorðingja sem gengur undir nafninu Gátumaðurinn, eða The Riddler....

Terrifier 2 (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 86%

Trúðurinn Art snýr aftur í litla bæinn Miles County eftir að hafa verið reistur upp frá dauðum af illum öflum. Þar beinir hann spjótum sínum að unglingsstelpu og yngri bróður hennar að kvöldi Hrekkjavökunnar....

Barbarian (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 92%

Kona sem gistir í Airbnb íbúð kemst að því að húsið sem hún leigði er ekki allt eins og sýnist. Svo virðist sem íbúðin hafi verið tvíbókuð og undarlegur maður er þar einnig. Hún ákveður þrátt fyrir það að halda kyrru fyrir sem var kannski ekki besta ákvörðunin....

Beetlejuice Beetlejuice (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 75%

Eftir óvæntan fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim til Winton River. Líf Lydiu, sem enn er ásótt af Beetlejuice, fer allt á hvolf þegar uppreisnargjörn unglingsdóttirin Astrid finnur dularfullt módel af bænum á háaloftinu og gáttin inn í ...