Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur – oft þrælskemmtilegur. Nýverið kom Gunn af stað umræðuþræði þar sem hann taldi upp framhaldsmyndir (en einungis myndir númer tvö) sem eru betri en þær upprunalegu að hans mati.
Leikstjórinn hvatti aðra Twitter-notendur til að bæta við eigin titlum en skemmst er að segja frá því að þráðurinn hefur vakið gífurlega athygli.
Þetta eru þær framhaldsmyndir sem Gunn telur sterkari en forveri þeirra.
Kannaðu nú hvort þú sért sammála þessari upptalningu.
The Bride of Frankenstein (1935)
Captain America: The Winter Soldier (2014)
The Dark Knight (2008)
Desperado (1995)
The Empire Strikes Back (1980)
Evil Dead 2 (1987)
Final Destination 2 (2003)
For a Few Dollars More (1965)
The Godfather: Part II (1974)
Gremlins 2 (1990)
Legend of the Drunken Master (1994)
The Road Warrior (Mad Max 2 – 1981)