Vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag

Topplistar vikunnar hafa nú verið uppfærðir og hægt að sjá lista yfir vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum Íslands, DVD-leigum Íslands og einnig vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna.

Óhætt er að segja að gamanmyndin The Hangover hafi slegið í gegn, en hún situr á toppnum yfir vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum aðra vikuna í röð og þénaði þar um 33 milljónir dollara. The Taking of Pelham 123 kom ný inn í 3.sætið, en helgin var ansi stór vestanhafs þar sem hún þénaði um 25 milljónir dollara (áætluð tala).

Á Íslandi þénaði The Hangover vel yfir 13,5 milljónir íslenskra króna sem þýðir að hún er tekjuhæsta mynd landsins það sem af er ári, bæði þegar talað er um 3 daga opnun (föstudag – sunnudag) og yfir 5 daga opnun (miðvikudag – sunnudag), en á sumrin er venjan að myndir séu frumsýndar á miðvikudögum. Yfir 15.000 Íslendingar hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd.

Gamanmyndirnar virðast falla vel í kramið þessa dagana, en vinsælasta myndin á DVD leigum landsmanna er Paul Blart: Mall Cop.

Smelltu hér til að skoða topplistana.

Vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag!

Í BÍÓ
Gamanmyndin Marley and Me skákaði meistara Clint Eastwood um helgina, og opnar í fyrsta sæti með rétt rúmar 2,5 milljónir í vasanum. Gran Torino kemur einnig ný inn í 2.sætið með rúmar 2 milljónir.

Á DVD
Hasar og gamanmyndirnar fara mikinn á listanum yfir vinsælustu leigumyndirnar á Íslandi í dag, en mynd þeirra Coen bræðra, Burn After Reading situr sem fastast á toppnum þriðju vikuna í röð. Pineapple Express og Meet Dave koma nýjar inn á topp 10.

Í USA
Þurfum við að segja frá því ? Stórmyndin Watchmen græddi yfir 55 milljónir dollara í bíóhúsunum vestanhafs og er því langtekjuhæsta myndin þar yfir síðastliðna helgi.

Smelltu hér til að skoða nýuppfærðu topplistana yfir vinsælustu myndirnar á Íslandi (og í USA) í dag!

Vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag

 Í BÍÓ

High School Musical 3: Senior Year fór beint á toppinn, en hún var tekin til sýninga síðastliðinn föstudag. Rúmlega 5.000 manns fóru á hana í kvikmyndahúsum, en hún fékk tæpar 5 milljónir inn í kassann. Eagle Eye situr í öðru sætinu, en hryllingsmyndin Quarantine kemur ný inn í 3.sætið. Nýjasta mynd Græna Ljóssins, Where in the World Is Osama Bin Laden? kemst ekki inn á topp 10 listann, en hún kemur ný inná listann í 14.sætið.

Á DVD
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull heldur sér á toppnum aðra vikuna í röð, en gamanmyndin What happens in Vegas… og íslenska myndin Brúðguminn halda sér í 2. og 3.sætinu. Unglingamyndin Never Back Down kemur ný inn í 4.sætið og barnamyndin Horton Hears a Who er í 9.sætinu.

Smelltu hér til að sjá lista yfir vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag, á DVD og í kvikmyndahúsum!

Vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag

 Í bíó

Spennumyndin Eagle Eye fór beint á toppinn á Íslandi um síðustu helgi, en myndin var frumsýnd á föstudaginn. Hin íslenska Reykjavík-Rotterdam heldur sér enn fast í 2.sætinu, en myndin hefur fengið hvorki meira né minna en rúmar 22 milljónir í kassann á 4 vikum! Gamanmyndin My Best Friend’s Girl kemur ný inn í 3.sætið.

Á DVD

Það er ljóst að margir hafa beðið með að sjá Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull á meðan hún var í bíó, og hafa kannski hætt við það þegar þau sáu hversu misjafna dóma hún fékk, en Indy 4 kemur nú ný inn á toppinn yfir vinsælustu DVD leigumyndir síðustu viku. Gamanmyndin What happens in Vegas… situr í 2.sætinu, en hún hefur haldið sér á toppnum síðustu 2 vikurnar. Brúðguminn og Harold and Kumar Escape from Guantanamo Bay koma nýjar inn í 4. og 5.sæti listans.

Smelltu hér til að sjá vinsælustu myndirnar í bíó vestanhafs og á Íslandi, ásamt þess að sjá lista yfir vinsælustu DVD leigumyndirnar á Íslandi í dag.

Vinsælustu myndirnar á Íslandi í dag

Það er margsönnuð staðreynd að menningarlíf blómstrar í efnahagslegum niðursveiflum, því skulum við kíkja á vinsælustu bíó- og leigumyndirnar á Íslandi í dag.

Í bíó:

Um 13.000 manns hafa séð Reykjavík-Rotterdam, þó svo að miðaverð á hana séu heilar 1.300 kr., enda um íslenska mynd að ræða. Hún situr því í efsta sæti yfir vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum Íslands helgina 10-12.október. The House Bunny kemur ný inn í 2.sætið, en Righteous Kill gekk ekki nógu vel og kemur ný í 8.sætið. Það má þó kannski rekja til takmarkaðrar útgáfu hennar, enda var hún aðeins sýnd í tveimur kvikmyndahúsum. Nýjasta mynd Græna Ljóssins, Hamlet 2 og hin íslenska Queen Raquela biðu hins vegar afhroð í kvikmyndahúsunum og komust ekki einu sinni inn á topp 10 listann. Queen Raquela er nýjasta mynd Ólafs Jóhannessonar (Stóra planið) og hefur hlotið afbragðs dóma.

Á DVD:
What happens in Vegas… og The Incredible Hulk koma nýjar inn á listann og setjast í efstu tvö sætin yfir vinsælustu leigumyndirnar á Íslandi vikuna 6.-12.október. Stelpumyndirnar virðast vinsælar því Sex and the City: The Movie og Made of Honor koma þar næst á eftir.

Smellið hér til að sjá topplistana yfir vinsælustu bíó- og leigumyndirnar á Íslandi í dag.