Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan

Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.

*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði


9. SEPTEMBERTHE AMAZING SPIDER-MAN (2012)

SMÁRABÍÓ

The Amazing Spider-Man (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 71%

Peter Parker elst upp hjá frænda sínum Ben og konunni hans May, eftir að foreldrar hans neyðast til að yfirgefa hann og látast svo af slysförum. Hann er utangátta í skólanum og á erfitt með að átta sig á því hver hann er og hvaðan hann kemur. Hann er á sama tíma að uppgötva ...


12. SEPTEMBERLOTR: FOTR (EXTENDED)

SMÁRABÍÓ

Fyrsti hlutinn í þessum epíska og margverðlaunaða þríleik sem byggður er á meistaraverkum J.R.R. Tolkien. Sagan segir frá magnþrunginni ferð Hobbitans Fróða að eldfjallinu hjá Mordor til að eyða hring sem að gæti dregið að sér illsku frá öllum heimshornum....


MURIEL’S WEDDING (1994)13. SEPTEMBER

BÍÓ PARADÍS

Ógleymanleg lítil perla sem fór sigurför um heiminn og kom leikkonunni Toni Collette almennilega í sviðsljósið.

Muriel's Wedding (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn3/10

Muriel finnst lífið í Porpoise Spit í Ástralíu leiðinlegt og eyðir dögunum mest í að hanga inni í herbergi og hlusta á ABBA tónlist, og dreyma dagdrauma um brúðkaupsdaginn sinn. Það er samt eitt smá vandamál, Muriel hefur aldrei farið á stefnumót með neinum karlmanni. Hún ...


14. SEPTEMBERFRIGHT NIGHT (1985)

BÍÓ PARADÍS

Fright Night (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 83%

Hinn ungi Charley Brewster veitt fátt betra en að horfa á eina góða hrollvekju, seint um kvöld. Tveir menn flytja inn í húsið við hliðina, og fyrir Charlie, hrollvekjuunnendann, þá er ekki hægt að skýra skrítna hegðun þeirra öðruvísi en svo, að þeir séu vampíra og svo ...


19. SEPTEMBER – LOTR: TTT (EXTENDED)

SMÁRABÍÓ

The Lord of the Rings: The Two Towers (2002)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.8
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn7/10

Miðkaflinn í þessum margverðlaunaða þríleik. Frodo og Sam halda áfram för sinni til Mordor meðan að aðrir bandamenn berjast við alla þá ógn sem að stefnir að þeim. Þeir félagar taka Gollum til fanga og halda áfram til Mordor með það að markmiði að eyða hringnum. ...


16. SEPTEMBERTHE AMAZING SPIDER-MAN 2 (2014)

SMÁRABÍÓ

The Amazing Spider-Man 2 (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn6/10

Í myndinni er haldið áfram að segja sögu Peters Parker sem fyrir utan samverustundirnar með Gwen Stacy veit fátt skemmtilegra en að nýta sér einstæða hæfileika sína til að þeysast á milli bygginga í New York sem Köngulóarmaðurinn. Um leið gerir hann sitt til að hjálpa ...


18. SEPTEMBERSTAR WARS – EPISODE I: THE PHANTOM MENACE (1999)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: The Phantom Menace (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 52%

Hið illa viðskiptaveldi, sem Nute Gunray leiðir, áætlar að taka völdin á plánetunni Naboo. Jedi riddararnir Qiu-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi eru sendir til að hitta leiðtogana. En ekki fer allt eins og áætlað var. Jedi riddararnir sleppa, ásamt vini þeirra frá plánetunni Gungan, Jar ...

Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna fyrir bestu brellur, bestu hljóðbrellur, besta hljóð.


19. SEPTEMBER AMERICAN HISTORY X (1998)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

American History X (1998)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn8/10

Derek Vineyard er sleppt lausum á skilorði, eftir að hafa afplánað þrjú ár í fangelsi fyrir að drepa tvo fanta sem reyndu að brjótast inn í og stela bílnum hans. Í gegnum frásögn Danny Vineyard, bróður Derek, þá komumst við að því að áður en Derek fór í fangelsi, þá ...

Edward Norton var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki.


20. SEPTEMBERTRAINSPOTTING (1996)

BÍÓ PARADÍS

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, furðufuglinn Spud, hinn klikkaða Begbie, kærustuna 14 ára Diane, og íþróttamanninn sem hefur aldrei snert eiturlyf, Tommy, sem getur þó ekki annað en sýnt þeim áhuga … 

Trainspotting (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn8/10

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni. Vann BAFTA verðlaun fyrir handritið, og myndin tilnefnd sem besta breska mynd. Vann skosku BAFTA sem besta mynd og Ewan McGregor sem besti leikari. Tilnefnd til þriggja annarra skoskra


23. SEPTEMBER SPIDER-MAN: HOMECOMING (2017)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: Homecoming (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Peter Parker nýtur lífsins með hina nýfundnu hæfileika sína sem gera hann að köngulóarmanninum. En alvaran er skammt undan og spurningin er hvort Peter hafi í raun það sem þarf til að takast á við hættulegustu glæpamenn New York-borgar....


23. SEPTEMBER TOTAL RECALL (1990)

SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

Total Recall (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn7/10

Síendurtekinn draumur um ferðalag til Mars ásækir Douglas Quaid í svefni. Hann vonast til að finna út úr því afhverju hann er að dreyma þennan draum í sífellu, og kaupir sér ferð hjá Rekall Inc. þar sem seldar eru tilbúnar minningar. En eitthvað fer úrskeiðis þegar verið er ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur, og var einnig tilnefnd fyrir besta hljóð og bestu hljóðbrellur og hljóðklippingu.


25. SEPTEMBERSTAR WARS – EPISODE II: ATTACK OF THE CLONES (2002)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: Attack of the Clones (2002)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 65%
The Movie db einkunn5/10

Tíu árum eftir að "the Phantom Menace" ógnaði plánetunni Naboo, þá er Padmé Amidala orðin þingmaður síns heims. Lítið flokksbrot pólitískra aðskilnaðarsinna, undir forystu Dooku greifa, reynir að ráða hana af dögum. Það er ekki nægt lið af Jedi riddurum tiltækt til að ...


26. SEPTEMBERLOTR: ROTK (EXTENDED)

SMÁRABÍÓ

Lokakaflinn í þríleiknum sem segir frá hinni æsispennandi baráttu gegn illskunni frá Mordor. Frodo þarf að ganga í gegnum erfiði, bæði andlega og líkamlega ef hann ætlar að eyða hringnum áður en of seint verður....


27. SEPTEMBERLEGALLY BLONDE (2001)

BÍÓ PARADÍS

Bráðskemmtileg mynd sem kitlar auðveldlega hláturtaugarnar. Reese Witherspoon er í essinu sínu og það meira.

Legally Blonde (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 71%
The Movie db einkunn5/10

Elle Woods gengur allt í haginn. Hún er forseti stelpufélagsins, hún er Hawaiian Tropic stúlka, ungfrú Júní í dagatali heimavistarinnar, og auðvitað alvöru ljóska. Kærastinn hennar er sætasti strákurinn úr strákafélaginu og hún þráir ekkert heitar en að verða Frú Warner ...

Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Myndin sem besta gamanmynd og Reese Witherspoon fyrir leik íaðalhlutverki.


28. SEPTEMBERSAW (2004)

BÍÓ PARADÍS

Saw (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 50%
The Movie db einkunn5/10

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila ...


30. SEPTEMBER SPIDER-MAN: FAR FROM HOME (2019)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: Far From Home (2019)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Skólaárið er á enda runnið og Peter Parker hlakkar til að fara í sumarfrí sem m.a. inniheldur skólaferð til Evrópu, þ. á m. til Feneyja og Lundúna. Til að byrja með vonast Peter til að geta hvílt kóngulóarbúninginn í ferðinni en það á eftir að breytast þegar Nick Fury ...


2. OKTÓBERSTAR WARS: EPISODE III: REVENGE OF THE SITH (2005)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: Revenge of the Sith (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 79%

Nú eru þrjú ár liðin frá klónastríðunum ( e. the Clone Wars ). Leiðtogi vélmennahersins, Grievous hershöfðingi, hefur klófest Palpatine forsætisráðherra og heldur honum um borð í skipi sínu, Ósýnilegu hendinni. Jedi meistarinn Obi-Wan Kenobi og Jedi riddarinn Anakin Skywalker ...


4. OKTÓBERTHE MATRIX (1999)

BÍÓ PARADÍS

Byltingarkennd stórmynd sem á sér gífurlega sterkan sess í sögu hasar- og sci-fi kvikmynda. Alltaf best á stóru tjaldi.

The Matrix (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.7
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn2/10

Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og við kynnumst Thomas A. Anderson (Keanu Reeves). Thomas lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, ...


5. OKTÓBERMAMMA MIA! (2008)

BÍÓ PARADÍS

Mamma Mia (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 55%

Mamma Mia er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, ...


6. OKTÓBERSTREETS OF FIRE (1984)

BÍÓ PARADÍS

Málaliði er ráðinn til að bjarga fyrrverandi kærustu sinni, söngkonu sem hefur verið rænt af mótorhjólagengi. Diane Lane, Rick Moranis, William Dafoe og Michael Paré bíða eftir þér!

Streets of Fire (1984)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Raven Shaddock og miskunnarlaust mótorhjólagengi hans rænir rokksöngkonunni Ellen Aim. Fyrrum kærasti Ellenar, málaliðinn Tom Cody, er af tilviljun á leið í gegnum bæinn. Í tilraun til að bjarga stjörnunni ræður umboðsmaður Ellenar Tom til að ná henni úr klóm þrjótanna. Nú ...

Diane Lane fékk Razzie verðlaunin fyrir versta leik í aukahlutverki.


7. OKTÓBER SPIDER-MAN: NO WAY HOME (2021)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: No Way Home (2021)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn8/10

Í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er vinalega hetjan okkar ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins. Þegar hann leitar hjálpar hjá Dr. Strange, þá verður misheppnaður galdur til þess að hættulegir óvinir úr öðrum heimum ...


9. OKTÓBERSTAR WARS – EPISODE IV: A NEW HOPE (1977)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: A New Hope (1977)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.6
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn7/10

Fjórði hlutinn í Star Wars seríunni. Myndin byrjar með því að Svarthöfði fer inn í skip uppreisnarmanna. Í sögunni er svo fylgst með sveitastráknum Luke Skywalker, þegar hann og samstarfsmenn hans sem hann hefur nýlega kynnst, Han Solo, Chewbacca, Ben Kenobi, C-3PO, R2-D2, reyna að...

Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu sviðsmynd, búninga, tæknibrellur, klippingu, tónlist og hljóðvinnslu. Einnig tilnefnd fyrir bestu leikstjórn, besta mynd, besti leikari í aukahlutverki (Alec Guinnes) og besta handrit.


10. OKTÓBER10 THINGS I HATE ABOUT YOU (1999)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

10 Things I Hate About You (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 71%
The Movie db einkunn4/10

Myndin er gerð eftir leikriti Shakespeare, "TheTaming of the Screw" eða Skassið tamið. Hún hefst þegar Cameron, sem er nýstúdent við Padua High, situr í skrifstofu hins sérvitra leiðbeinanda fröken Perky. Þá fer Michael, sem á eftir að verða besti vinur hans, með hann í ...


10. OKTÓBERSILVERADO (1985)

SMÁRABÍÓ

Silverado (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 78%
The Movie db einkunn7/10

Árið er 1880, fjórir menn ferðast saman til bæjarins Silverado. Á vegi þeirra verða margar hættur áður en þeir ná vondu köllunum og friður kemst á í þorpinu. ...


11. OKTÓBERAMÉLIE (2001)

BÍÓ PARADÍS

Amelie (2001)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn8/10

Alélie er að leita að ástinni, og líklega að tilgangi lífsins einnig. Hún elst upp í óvenjulegri fjölskyldu, en er núna gengilbeina í miðri Parísarborg, og á í áhugaverðum samskiptum við nágranna og viðskiptavini, og einnig dularfullan ljósmyndasafnara, og einnig við ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2001 og hlaut meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA‐ og César‐ verðlaunin.


14. OKTÓBER LAWRENCE OF ARABIA (1962)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Lawrence of Arabia (1962)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn5/10

Thomas Edward Lawrence, sem var bæði óvenjulegur og óútreiknanlegur, var kallaður nöfnum allt frá því að vera hetja eða sadisti. Hann komst til metorða í arabísku eyðimörkinni, en vildi síðan hverfa úr sviðsljósinu og gerast óbreyttur hermaður undir nýju nafni. Myndin hefst ...

Vann sjö Óskarsverðlaun.


16. OKTÓBERSTAR WARS – EPISODE V: THE EMPIRE STRIKES BACK (1980)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: The Empire Strikes Back (1980)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Uppreisnarmennirnir flýja hið illa keisaraveldi og yfirgefa bækistöð sína á Hoth. Leia prinsessa, Han Solo og vélmennið C-3PO flýja í hinni löskuðu geimflaug Millenium Falcon, en eru síðar tekin til fanga af Svarthöfða og Bespin. Logi geimgengill og vélmennið R2-D2, á sama ...

Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð og var tilnefnd fyrir bestu sviðsmynd og tónlist.


18. OKTÓBERNATURAL BORN KILLERS (1994)

BÍÓ PARADÍS

Natural Born Killers (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn7/10

Mynd um drápsferðalag Mickey og Mallory, útlaga, elskenda og fjöldamorðingja. Þau ferðast á þjóðveginum Route 666 í gegnum Bandaríkin, og fremja klikkuð fjöldamorð á leiðinni, ekki útaf peningunum, ekki til að hefna sín, aðeins til gamans. Þau fá á sig hetjuljóma í ...

Oliver Stone tilnefndur til Golden Globe fyrir leikstjórn.


20. OKTÓBERTHE DAY OF THE BEAST (1995)

BÍÓ PARADÍS

The Day of the Beast (1995)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn5/10

Baskneskur prestur verður sannfærður um að andkristur muni fæðast í Madríd á jóladag. Í örvæntingu sinni reynir hann að syndga eins mikið og hann getur .......


23. OKTÓBER – STAR WARS – EPISODE VI: RETURN OF THE JEDI (1983)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: Return of the Jedi (1983)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn5/10

Svarthöfði og keisaraveldið eru að byggja nýja og ósigrandi Dauðastjörnu. Á meðan hefur Han Solo verið fangelsaður, og Luke Skywalker hefur sent vélmennin R2D2 og C3PO til að reyna að frelsa hann úr prísundinni. Leia prinsessa, dulbúin sem málaliði, og Loðinn ( Chewbacca ) fara ...

Hlaut sérstaka Óskarsverðlaunaviðurkenningu fyrir tæknibrellur og var tilnefnd fyrir bestu sviðsmynd, hljóðvinnslu, tónlist og hljóð.


24. OKTÓBERBUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1969)

SMÁRABÍÓ

Kúrekamyndin Butch Cassidy and the Sundance Kid fagnar 55 ára stórafmæli á þessu ári.

Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur ...


25. OKTÓBERDJANGO UNCHAINED (2012)

BÍÓ PARADÍS

Django Unchained (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn8/10

Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna skömmu áður en þrælastríðið braust út. Þýski læknirinn og mannaveiðarinn dr. King Schultz er á höttunum eftir hinum morðóðu Brittles-bræðrum þegar hann hittir þrælinn Django og fær hann til að aðstoða sig við leitina gegn ...


30. OKTÓBERSTAR WARS – EPISODE VII: THE FORCE AWAKENS (2015)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: Episode VII - The Force Awakens (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn7/10

30 árum eftir að Svarthöfði og sambandsríkið töpuðu stríðinu, þá finnur Rey, skransafnari frá plánetunni Jakku, BB-8 vélmenni, sem veit hvar Logi Geimgengill ( Luke Skywalker ) er niður kominn, en hann hefur verið týndur í óratíma. Rey, ásamt stormsveitarmanni sem hljópst ...


30. OKTÓBER THE HATEFUL EIGHT (2015)

SMÁRABÍÓ

The Hateful Eight (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 75%
The Movie db einkunn8/10

Hér segir frá John „The Hangman“ Ruth sem er á leiðinni með útlagann Daisy „The Prisoner“ Domergue til Red Rock-bæjar þar sem hún er eftirlýst fyrir morð. Á leiðinni í gegnum fjallaskarð í Wyoming lenda þau í blindbyl sem neyðir þau til að leita skjóls ásamt sex ...

Hlaut bæði Golden Globe- og BAFTA-verðlaunin fyrir tónlistina sem Ennio Morricone samdi. Tilnefnd fyrir leik Jennifer Jason Leigh í aukahlutverki og handrit Tarantinos. Tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, fyrir besta leik í aukahlutverki kvenna (Jennife


1. NÓVEMBERSCREAM (1996)

BÍÓ PARADÍS

Scream (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn4/10

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að...

Var valin besta myndin á MTV verðlaunahátíðinni og Naomi Campbell var valin besta leikkonan á sömu hátíð.


3. NÓVEMBERELECTION (1999)

BÍÓ PARADÍS

Kvikmynd Alexander Payne frá árinu 1999, sem skartar þeim Reese Witherspoon og Matthew Broderick, fjallar um kosningarbaráttu framhaldsskólanemenda í Omaha, Nebraska.

Election (1999)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Tracy Flick er duglegasti nemandinn í Carver High skólanum, og á í ástarsambandi við einn af kennurunum sínum. Annar kennari, félagsfræðikennarinn Hr. McAllister, á í ástarsambandi við bestu vinkonu eiginkonu sinnar. Nemendakosningar nálgast, og McAllister hvetur fótboltastrákinn ...


6. NÓVEMBERSTAR WARS – EPISODE VIII: THE LAST JEDI (2017)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: The Last Jedi (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-riddari heldur Rey á vit ævintýra ásamt Luke Skywalker, Leiu prinsessu og hinum dyggu Poe og Finn þar sem þau eiga eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin....


7. NÓVEMBERGHOST (1990)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Ghost (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 75%
The Movie db einkunn7/10

Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur, og uppgötvar að hann var ekki drepinn af neinni ...

Whoopi Goldberg vann Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki og myndin fékk einnig Óskar fyrir handrit. Tilnefnd til þriggja annarra Óskara, þar á meðal sem besta mynd.


8. NÓVEMBERREALITY BITES (1994)

BÍÓ PARADÍS

Reality Bites (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 62%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um ungt fólk af hinni svokölluðu X kynslóð. Lelaina, dúxinn í hópnum, tekur upp grín heimildamynd af vinum sínum og lífi þeirra eftir útskrift. Troy er besti vinur hennar. Óforbetranlegur slugsi og atvinnulaus tónlistarmaður. Vickie er framkvæmdastjóri í Gap ...

Tilnefnd til MTV verðlauna fyrir besta koss á milli Ethan Hawke og Winona Ryder


11. NÓVEMBER WHERE EAGLES DARE (1968)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Leyniþjónustumenn bandamanna gera djarfa árás á kastala þar sem nasistar halda bandaríska herforingjanum George Carnaby fanga, en það er ekki allt sem sýnist.

Where Eagles Dare (1968)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn7/10

Bresk flugvél er skotin niður í heimsstyrjöldinni síðari. Hún hrapar á yfirráðsasvæði Nasista. Þjóðverjar handsama eina eftirlifandi áhafnarmeðliminn, bandarískan hershöfðingja, og fara með hann í höfuðstöðvar SS, öryggislögreglunnar. Þjóðverjar vita ekki að ...


13. STAR WARSEPISODE IX: THE RISE OF SKYWALKER (2019)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Star Wars: The Rise of Skywalker (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn6/10

Kvikmyndin gerist um ári eftir atburðina í síðustu mynd, The Last Jedi. Er komið að endalokum andspyrnunnar eða munu þau Rey, Finn og Poe finna leið sem snýr taflinu við, nú þegaer dularfull endurkoma Palpatine keisara er orðin að raunveruleika? ...


14. NÓVEMBER – THE MAGNIFICENT SEVEN (1960)

SMÁRABÍÓ

The Magnificent Seven (1960)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 89%

Bófaflokkur hrellir lítið mexíkóskt bændaþorp á hverju ári. Nokkrir eldri bæjarbúar ákveða að gera eitthvað í málinu, og senda þrjá bændur til Bandaríkjanna til að finna byssumenn til að vernda bæinn. Þeir finna sjö menn, en hver þeirra hefur sína ástæðu fyrir því ...


17. NÓVEMBERNIGHT OF THE HUNTER (1955)

BÍÓ PARADÍS

The Night of the Hunter (1955)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn5/10

Trúarofstækismaður giftist trúgjarnri ekkju, en börn hennar eru treg til þess að segja honum hvar faðir þeirra faldi 10. þúsund dollara sem að hann hafði stolið í ráni. ...


21. NÓVEMBERHIGH PLAINS DRIFTER (1973)

SMÁRABÍÓ

High Plains Drifter (1973)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn7/10

Dularfullur maður kemur ríðandi úr heitri eyðimörkinni inn í lítinn bæ í villta vestrinu. Bæjarbúar eru dauðhræddir við hann og þrír byssumenn reyna að drepa hann, án árangurs. Maðurinn fær sér herbergi á gistihúsi í bænum og ákveður að vera um kjurrt. Á meðan er ...


22. NÓVEMBER CRY BABY (1990)

BÍÓ PARADÍS

Cry Baby (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn7/10

Drape, eða Greaser, sem heitir réttu nafni Wade Walker, einnig þekktur sem Cry-Baby fyrir hæfileika hans til að gráta einu tári, verður ástfanginn af hinni mjög svo venjulegu Allison Vernon-Williams sem vill svo vel til að er orðinn þreytt á að vera góða stelpan....


29. NÓVEMBER THREE AMIGOS! (1986)

SMÁRABÍÓ

¡Three Amigos! (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 45%
The Movie db einkunn6/10

Þrír atvinnulausir leikarar úr þöglu myndunum, fara (eftir að kona úr þorpinu biður þá um hjálp óafvitandi um að þeir séu ekki alvöru hetjur ) fyrir misskilning inn í mexíkóskt þorp sem bófagengi herjar á og gerir íbúum lífið leitt. Leikararnir þrír, Ned, Lucky Day og ...


1. DESEMBERSUNSET BOULEVARD (1950)

BÍÓ PARADÍS

Sunset Blvd. (1950)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Sagan, sem gerist á sjötta áratug 20. aldarinnar í Hollywood, fjallar um Norma Desmond, stjörnu þöglu myndanna, en trú hennar sjálfrar á að hún sé ósnertanleg og ævarandi, hefur gert hana að vitskertum einsetumanni. Stórhýsi hennar á Sunset Boulevard er farið að láta á sjá, ...


2. DESEMBERUNFORGIVEN (1992)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Unforgiven (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og ...

Myndin vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aukahlutverki Gene Hackman, besta leikstjórn Clint Eastwood, og besta klipping Joel Cox.


5. DESEMBERDUMB & DUMBER (1994)

SMÁRABÍÓ

Dumb and Dumber (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn5/10

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi ...

Vann tvenn MTV verðlaun. Jim Carrey fyrir leik, og Carrey og Lauren Holly fyrir besta kossinn. Carrey einnig tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.


5. DESEMBER – FOR A FEW DOLLARS MORE (1965)

SMÁRABÍÓ

For a Few Dollars More (1965)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn5/10

Tveir mannaveiðarar eru að elta sama manninn, Indio. Í fyrstu fara þeir hvor sína leiðina, en að lokum vinna þeir saman. En eru þeir að elta hann af sömu ástæðunni?...


7. DESEMBERCHRISTMAS VACATION (1993)

BÍÓ PARADÍS

Christmas Vacation (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 70%
The Movie db einkunn7/10

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu ...


15. DESEMBERKISS KISS BANG BANG (2005)

BÍÓ PARADÍS

Kiss Kiss Bang Bang (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki...


19. DESEMBERGREMLINS (1984)

SMÁRABÍÓ

Gremlins er hvorki meira né minna en 40 ára á þessu ári og því tilvalið að skella sér á hana rétt fyrir jólin í bíó. Nú í fyrsta skipti í 4K myndgæðum.


Gremlins (1984)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. ...

29. DESEMBER BLUE VELVET (1986)

BÍÓ PARADÍS

Blue Velvet (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn6/10

Menntaskólaneminn Jeffrey Beaumont snýr aftur til sín friðsæla heimabæjar Lumberton til að sjá um verkfæraverslun föður síns á meðan faðir hans fer á spítala. Þegar hann er á gangi á gróðursælu engi nálægt heimili fjölskyldunnar þá finnur hann afskorið eyra. Eftir ...

David Lynch tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri. Dennis Hopper tilnefndur til Golden Globes verðlaun fyrir leik, og Lynch fyrir handrit.


3. JANÚARKILL BILL: VOL. 1 (2003)

BÍÓ PARADÍS

Kill Bill: Vol. 1 (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn5/10

Aðalpersónan, Brúðurin, var meðlimur the Deadly Viper Assassination Squad, sem elskhugi hennar Bill fór fyrir. Þegar hún komst að því að hún væri ófrísk eftir Bill, þá ákvað hún að skipta um lífstíl og flýja líf sitt sem leigumorðingi. Hún fer til Texas, hittir þar ungan...


10. JANÚARBEFORE SUNSET (2004)

BÍÓ PARADÍS

Before Sunset (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn5/10

Bandaríkjamaðurinn Jesse Wallace er á fertugsaldri. Hann er í bókaverslun í París, sem er síðasti viðkomustaður á kynningarferð þar sem hann er að kynna metsölubók sína, This Time. Þó að hann tali með óljósum hætti um innblásturinn að bókinni, þá er hann þar að ...


13. JANÚARBULLITT (1968)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Bullitt (1968)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Hinn virti og vinsæli lögregluforingi Frank Bullit er beðinn sérstaklega um það af hinum metnaðarfulla Walter Chalmers, sem er í bænum til að halda yfirheyrslu í þinginu vegna skipulagðra glæpa, að gæta Johnny Ross, mafíuforningja frá Chicago, sem ætlar að vitna gegn mafíunni í...

Vann Óskarsverðlaun fyrir klippingu. Var einnig tilnefnd fyrir hljóð.


24. JANÚARFIFTY SHADES OF GREY (2015)

BÍÓ PARADÍS

Fifty Shades of Grey (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn4.2
Rotten tomatoes einkunn 25%
The Movie db einkunn6/10

Þegar bókmenntafræðineminn Anastasia Steele, fer að taka viðtal við auðmanninn Christian Grey, sem greiða við herbergisfélaga sinn Kate Kavanagh, þá hittir hún fallegan, snjallan og dálítið ógnandi mann. Hin saklausa og barnalega Anastasia fer að átta sig á að hún dregst að ...


26. JANÚARLEGEND (1985)

BÍÓ PARADÍS


29. JANÚAR – THUNDERBALL (1965)

SMÁRABÍÓ

Thunderball (1965)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn7/10

Hryðjuverkasamtökin SPECTRE ræna tveimur kjarnorkusprengjum og hyggjast kúga fé út úr Atlantshafsbandalaginu og hlýtur 007 þá miklu ábyrgð að koma í veg fyrir þá illu ráðagerð. Kjarnorkusprengjurnar eru í þotu sem hefur verið rænt. Þegar um borð í þotuna er komið ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.


9. FEBRÚARTHE HAUNTING (1963)

BÍÓ PARADÍS

The Haunting (1963)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn7/10

Dr. Markway, sem rannsakar tilvist drauga, rannsakar Hill House, stórt óhugnanlegt hús með hryllilega sögu af ofbeldisfullum dauðdögum og geðveiki. Með honum er hinn fremur efagjarni ungi Luke, sem mun erfa húsið, hin dularfulla og skyggna Theodora og hin óörugga Elenor, en ...


21. FEBRÚAR HOT FUZZ (2007)

BÍÓ PARADÍS

Hot Fuzz (2007)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn10/10

Nick Angel (Simon Pegg) er ekta "ofurlögga." Hann er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað...


3. MARSBEING THERE (1979)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Being There (1979)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Hinn einfeldningslegi garðyrkjumaður Chance hefur búið allt sitt líf hjá gömlum manni í Washington D.C. Þegar gamli maðurinn deyr þá þarf Chance að yfirgefa húsið án þess að hafa neina vitneskju um heiminn, fyrir utan það sem hann hefur lært af því að horfa á sjónvarpið. ...

Melvyn Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Peter Sellers fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.


7. MARS ZOOLANDER (2001)

BÍÓ PARADÍS

Zoolander (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 65%

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. ...


14. MARSSCOTT PILGRIM VS. THE WORLD (2010)

BÍÓ PARADÍS

Scott Pilgrim vs. the World (2010)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn5/10

Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott ...


23. MARS SEXY BEAST (2000)

BÍÓ PARADÍS

Sexy Beast (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn3/10

Gal, fyrrum glæpamaður, lifir hamingjuríku lífi ásamt eiginkonu sinni Deedee í fallegu húsi á Spáni. Don Logan, virtur innan mafíunnar og gamall "vinur" Gal, birtist skyndilega. Hann vill fá Gal með sér í stórt verkefni í London, ásamt vel völdum öðrum félögum. Þegar Gal ...


6. APRÍL THE CROW (1994)

BÍÓ PARADÍS

The Crow (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn4/10

Gítarleikarinn Eric Draven er reistur upp frá dauðum af kráku, ári eftir að hann og unnusta hans eru myrt. Krákan leiðbeinir honum í gegnum land hinna lifandi og leiðir hann heim til þeirra sem drápu hann og kærustuna: hnífakastarans Tin-tin, dópistans Funboy, bílamannsins T-Bird, og...


7. APRÍLTAXI DRIVER (1976)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Taxi Driver (1976)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn6/10

Travis Bickle er fyrrum Víetnamhermaður sem býr í New York borg. Hann þjáist af svefnleysi, og eyðir nóttinni í að aka leigubíl. Á daginn horfir hann á klámmyndir í skítugum kvikmyndahúsum, á milli þess sem hann hugsar um hvernig heimurinn, og þá einkum New York, er kominn ...


27. APRÍLNETWORK (1976)

BÍÓ PARADÍS

Network (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Howard Beale, sem hefur starfað lengi sem fréttaþulur hjá UBS sjónvarpsstöðinni, fær reisupassann, og þarf að fara af vinnustaðnum innan tveggja vikna, en áhorf á þátt hans hefur farið minnkandi. Hann bregst við þessu með því að tilkynna á tilfinningaþrunginn hátt í beinni ...