Náðu í appið

Nýtt á Stöð 2 Leigunni

Ævintýri
Leikstjórn Dave McKean
Í ævinintýraheimi, þar sem tvö konungsdæmi ríkja, þarf fimmtán ára gömul stúlka, Helena, sem vinnur við fjölleikahúsið ásamt föður sínum og móður, að finna hina goðsagnakenndu speglagrímu, til að bjarga konungsríkinu og komast heim til sín.
Útgefin: 17. maí 2006
SpennaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Keith Richards
Sem leyniþjónustumaður þá sór Evelyn Salt eið um að þjóna föðurlandi sínu. Það reynir á tryggð hennar þegar svikari ásakar hana um að vera rússneskur njósnari. Salt leggur nú á flótta og notar alla sína hæfileika og áralanga þjálfun og reynslu til að komast hjá því að verða handtekin. Þessar tilraunir Salts til að sanna sakleysi sitt hafa þó öfug áhrif og menn fara að spyrja sig, hver er hin raunverulega Salt?
Útgefin: 25. nóvember 2010
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Matthew Vaughn
Duglegur kókaínsali sem nýtur velgengni, er búinn að öðlast virðingu á meðal aðal mafíósanna í Englandi. Hann áætlar núna að hætta störfum. Mafíuforinginn Jimmy Price vill hinsvegar fá hann til að vinna fyrir sig verkefni; að finna Charlotte Ryder, dóttir vinar hans Edward sem hefur verið týnd, en Edward er stórtækur og valdamikill í byggingariðnaðinum og tíður gestur í slúðurpressunni. Það sem flækir málin er tveggja milljóna punda virði af alsælu, illskeyttur nýnasistahópur og allskonar svik og prettir. Titill myndarinnar, Layer Cake, eða lagkaka, vísar til þeirra mörgu laga sem þarf að fara í gegnum á leiðinni á toppinn.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jeff Newitt, Peter Lord
Sjóræningjaskipstjóri leggur upp í ferð til að reyna að sigra sinn helsta óvin, Black Bellamy og Cutless Liz, til að vinna verðlaunin Sjóræningi ársins. Dag einn hittir hann sjálfan Charles Darwin sem segir honum að páfagaukurinn hans sé í raun svarið við draumum hans og fær Kaftein og áhöfn hans til að koma með sér til London á fund Viktoríu drottningar. Það hefði Kafteinn hins vegar ekki átt að gera því Darwin er bara að plata ... Ferðlagið berst allt frá ströndum Blóðeyjunnar, Blood Island, og til þokufylltra gatna Lundúna á Viktoríutímanum.
Útgefin: 20. september 2012
TónlistHeimildarmyndÆviágrip
Mynd um líf og starf söngvarans og lagahöfundarins Leonard Cohen, útfrá sjónarhóli þekktasta lags hans, Hallelujah. Cohen samþykkti gerð myndarinnar á 80 ára afmælisdegi sínum árið 2015 og í myndinni sjáum við margvíslegt efni sem aldrei hefur áður komið fyrir sjónir almennings.
RómantíkDramaStuttmynd
Leikstjórn Ryan Murphy
Byggð á metsölubók Elizabeth Gilbert. Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili - en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim.
Útgefin: 27. janúar 2011
GamanRómantík
Leikstjórn Dennis Dugan
Danny er lýtalæknir sem þykist vera óhamingjusamlega giftur til að ná í kvenfólk, og hefur gert það í langan tíma með afar góðum árangri. Einn daginn hittir hann hins vegar konu sem heillar hann algerlega upp úr skónum, hina fögru Palmer. Hann notar ekki þessa siðlausu aðferð til að næla í hana en þau ná brátt vel saman og hefja ástarsamband. Þegar hún finnur svo „giftingarhring“ Dannys í buxnavasanum hans eru góð ráð dýr fyrir Danny, sem vill ekki hrekja hana burt. Hann segist vera á lokastigum skilnaðar og fær í framhaldinu skrifstofustjórann sinn, Katherine, til að þykjast vera eiginkona hans þegar Palmer krefst þess að hitta hana. Þessi lygi leiðir svo óhjákvæmilega til fleiri lyga og brátt hefur Danny komið börnum Katherine í vefinn og ferðast með þau öll til Hawaii í frí til að sannfæra Palmer um ágæti sitt. Það á eftir að reynast erfiðara en hann hélt...
Útgefin: 9. júní 2011
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Kirk Jones
Myndin er innblásinn af metsölubókinni What to Expect When You´re Expecting og fjallar um fimm pör, og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarps-líkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningarstjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Rithöfundur sjúkur í börn og lögfræðingurinn Wendi fá að kynnast nýrri hlið á Wendy þegar hormónarnir flæða um líkamann þegar hún verður ólétt, en maður hennar Gary, rembist við að vera ekki eftirbátur föður síns, sem einnig á von á barni, eða tvíburum öllu heldur, með ungri eiginkonu sinni, Skyler. Ljósmyndarinn Holly er tilbúin að ferðast um heiminn þveran og endilangan til að ættleiða barn en Alex eiginmaður hennar er ekki jafn viss, og leitar hjálpar í stuðningshópi fyrir karlmenn.
Útgefin: 11. október 2012
TeiknaðÍslensk mynd
Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga.
RómantíkDramaSöngleikurDansmynd
Leikstjórn Chris Columbus
Þessi rokkópera er byggð á óperunni “La Boheme” eftir Puccini, en hún segir frá ári í lífi vinahóps í fátækrahverfum New York borgar og baráttu þeirra við örbirgð og alnæmi.
GamanTónlist
Leikstjórn Paul Weitz
Martin Tweed stjórnar vinsælli hæfileikakeppni í sjónvarpi, American Dreamz, og þó að hann þoli ekki í hvert sinn þegar ný þáttaröð byrjar, þá er keppnin alltaf gríðarlega vinsæl. Tweed ákveður að nú sé kominn tími til að fá inn nýja og spennandi þátttakendur og sendir starfsmenn sína útaf örkinni til að finna skrýtnasta fólkið sem það finnur, til að taka þátt í þáttunum. Á meðan þetta er að gerast þá er forseti Bandaríkjanna að verða sífellt þunglyndari, og stólar á starfsmannastjóra sinn í einu og öllu, jafnvel þegar kemur að því að verða dómari í hæfileikakeppninni. Þetta eru frábærar fréttir fyrir hryðjuverkamennina sem sjá hæfileikakeppnina sem fyrirtaks leið til að komast í tæri við forsetann.
DramaÆvintýriSöngleikurSöguleg
Leikstjórn Julie Taymor
Jude er ungur maður frá Liverpool sem ferðast til Bandaríkjanna til að finna föður sinn. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er aðeins upphafið á miklu ævintýri sem að snýst í kringum stríð, byltingu og ást. Myndin einkennist af Bítlalögum sem flutt eru í nýjum og glæsilegum útgáfum.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Grímur Hákonarson
Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
GamanDrama
Líf fasteignasalans Hildy Good fer að skýrast þegar hún byrjar með gömlum kærasta frá New York.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Sarah Smith
Artúr bjargar jólunum afhjúpar loksins leyndarmálið sem öll börn hafa velt fyrir sér; hvernig í ósköpunum fara jólasveinarnir að því að afhenda allar þessar gjafir á einni nóttu? Skýringin: Úthugsað skipulag og hátæknivædd starfsemi, vel falin fyrir okkur hinum. Í aðalhlutverki er fjölskylda sem fer sífellt á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu og það er sonurinn Artúr sem fær upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni sem verður að klára áður en jólin renna upp.
Útgefin: 8. nóvember 2012
GamanFjölskylda
Leikstjórn Joe Roth
Þegar einkadóttir Luther og Nora Kranks fer til annars lands, þá ákveða þau að sleppa jólunum þetta árið, og fara þess í stað í skemmtisiglingu. En bæjarbúar eru allt annað en ánægðir með þetta, enda hefur jólahald þeirra ávallt verið stór hluti af jólunum í bænum. Þegar dóttir þeirra hringir á síðustu stundu og ákveður að koma heim um jólin, þá hafa Kranks hjónin 12 tíma til að koma sér í jólagírinn og gera allt klárt, áður en dóttirin og kærastinn mæta á svæðið!
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Jaume Balagueró
Thom er bráðsnjall verkfræðingur sem hefur mikinn áhuga á öryggisgeymslum Spánarbanka. Byggingin er meira en 100 ára gömul, engar teikningar eru til af henni og hluti af öryggiskerfinu er neðanjarðarfljót sem fylla mun bankahvelfinguna á augabragði ef einhver brýst inn. Þegar Thom fréttir að goðsagnakenndur týndur fjársjóður verði geymdur í hvelfingunni í tíu daga, þá ákveður hann, ásamt listaverkasalanum Walter “Cunningham” að brjótast inn í geymslurnar. Til þess hafa þeir einungis 105 mínútur, á meðan starfsmenn bankans eru uppteknir við að horfa á úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni í fótbolta árið 2010, þar sem spænska landsliðið keppir við Holland.
GamanRómantík
Leikstjórn Yumi Takamatsu
Kate Reddy er tveggja barna móðir sem vinnur sem sérfræðingur hjá virtu fjármálafyrirtæki. Starfið er erilsamt og krefjandi, en um leið það skemmtilegasta sem Kate gerir. Samtímis er það aðaltekjulind heimilisins því eiginmaður hennar, arkitektinn Richard, hefur ekki verið að skaffa vel undanfarið af ýmsum ástæðum. En Kate þarf að gera meira en að mæta í vinnuna og standa sig vel þar því hún hefur einnig nóg að gera heimavið og þótt það geti verið erfitt að finna tíma fyrir öll fjölskyldutengdu skylduverkefnin þá er hún ákveðin í að gera sitt besta, hvað sem það kostar. En það er stundum erfitt að ætla sér að gera alltaf vel í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur ...
Útgefin: 15. desember 2011
DramaÆviágrip
Leikstjórn Martin Scorsese
Howard Hughes missti foreldra sína einungis 18 ára gamall og erfði fúlgur að þeim látnum. Hann hafði stóra drauma um sjálfan sig og fór m.a. í kvikmyndabransann ásamt því að slá fjölmörg hraðamet í flugi. Hann stofnaði svo flugfélagið sitt, sem átti í mikilli samkeppni við Pan Am flugfélagið og Hughes flugverksmiðjurnar sem ætlað var að framleiða stríðsflugvélar fyrir bandarísk stjórnvöld í seinni heimsstyrjöld. En Hughes þurfti jafnframt að glíma við erfiðan geðsjúkdóm sem gerði lífróður hans erfiðari.
FjölskyldaStuttmyndTeiknað
Sagan um músina snjöllu sem bæði refurinn, uglan og snákurinn vildu gjarnan hafa í matinn. Lítilli mús tekst að hræða í burtu ref, uglu og snák, með því að segja þeim að hún sé að bíða eftir vini sínum, hinum ófrýnilega og hræðilega Gruffalo. Músin trúir því í raun ekki að Gruffalo sé til, en hann er samt til í raun og veru og vill líka éta músina, rétt eins og hin þrjú. En músin sleppur frá því að verða étin með því að plata Gruffalo og telja honum trú um hver sé í raun hræðilegasta veran í skóginum.