Gullmolar

Myndasögugoðið Stan Lee, sem ábyrgur er fyrir sköpun m.a. Hulk og Spider-Man, er búinn að skrifa undir samning við MGM og Cheyenne Productions sem er framleiðslufyrirtæki Bruce Willis, um gerð að minnsta kosti þriggja verkefna fyrir Pow Productions en það er framleiðslufyrirtæki Stan Lee sjálfs. Þau eru: The Femizons, The Double Man og Nightbird. Leikstjórinn Antoine Fuqua ( Training Day ) er að vinna að undirbúningi The Double Man, með aðstoð handritshöfundsins Alan McElroy.

Naomi Watts ( Mulholland Drive ) er búin að bætast í þann hóp leikara sem munu prýða kvikmyndina Ned Kelly. Leikur hún þar á móti hjartaknúsaranum Heath Ledger, en þess utan leikur hún líka á næstunni í Runaway Jury með John Cusack og í Le Divorce með Kate Hudson.

Það lítur út fyrir að Kate Winslet muni leika á móti Johnny Depp í kvikmyndinni Neverland. Þar leikur hún einstæða fjögurra barna móður sem er uppspretta þess að rithöfundurinn James Barrie ákveður að skrifa hina klassísku sögu um Pétur Pan, drenginn sem neitar að fullorðnast. Marc Forster ( Monster’s Ball ) leikstýrir.

Michael Michele er, þrátt fyrir nafnið, afar falleg ung stúlka. Hún mun leika í kvikmyndinni How To Lose A Guy In 10 Days, þar sem Kate Hudson og Matthew McConaughey fara með aðalhlutverk. Fjallar myndin um mann einn sem veðjar við félaga sína að hann geti verið í sambandi við stúlku í 10 daga. Hún aftur á móti reynir öll brögð í bókinni til þess að hætta með honum, en það virðist bara ekki ganga. Donald Petrie leikstýrir myndinni.

Ed Harris á í samningaviðræðum um að leika á móti Cuba Gooding Jr. í kvikmyndinni Radio. Fjallar hún um fótboltaþjálfara sem gengur þroskaheftum svörtum manni í föðurstað. Vinátta þeirra hefur mikil áhrif á þá báða, fótboltaliðið og bæinn sem þeir búa í en þar ríkja miklir kynþáttafordómar. Myndinni verður leikstýrt af Mike Tollin.

Gullmolar

Talið er nær fullvíst að næsta mynd leikstjórans David Fincher verði þriðja myndin í hinni geysivinsælu Mission: Impossible seríu. Tom Cruise bauð honum háar fjárhæðir til þess að leikstýra þessari þriðju og líklega seinustu mynd í seríunni og lítur út fyrir að Fincher gangi að því.

Áður en Ridley Scott leikstýrir stórmyndinni Tripoli með Russell Crowe í aðalhlutverki, ætlar hann að smella einni smærri mynd inn á milli. Ber hún heitið Matchstick Men og gerir hann hana fyrir Warner Bros. Fjallar hún um svindlara með ýmis geðræn vandamál sem hittir loksins dóttur sína sem hann vissi ekki að hann ætti. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Eric Garcia.

Leikarinn skemmtilegi Billy Bob Thornton mun taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bad Santa sem verður leikstýrt af Terry Zwigoff ( Ghost World ) og framleidd af Coen-bræðrum. Lengi val var talað um Bill Murray í hlutverkið, en á endanum þótti Thornton hafa til að bera meiri breidd og því varð hann fyrir valinu. Fjallar myndin um svindlara einn sem ásamt aðstoðarmanni sínum klæðir sig upp sem jólasveinn ein jólin og fer að svindla fé úr fólki. Þá verður á vegi hans drengur einn, átta ára gamall, sem kennir honum um hinn sanna anda jólanna.

Gamla brýnið Harrison Ford mun leika aðalhlutverkið í löggudrama sem enn hefur engan titil. Á móti honum verður enginn annar en nýstirnið Josh Hartnett ( Pearl Harbor ) og myndinni verður leikstýrt af Ron Shelton ( Bull Durham ). Fjallar myndin um reynda löggu, sem ásamt nýliða einum rannsakar morð innan tónlistarbransans.

Wesley Snipes er búinn að staðfesta að næsta mynd hans verður ofurhetjumyndin um Black Panther. Tökur á henni hefjast á næsta ári, en enn hefur enginn leikstjóri verið ráðinn.

Hætt hefur verið framleiðslu á sjónvarpsþáttunum um Ally McBeal eftir David E. Kelley. Fréttirnar komu öllum aðstandendum og leikurum í þættinum gjörsamlega í opna skjöldu. Þættirnir hafa verið afar vinsælir og fjölmargir harðir aðdáendur hafa lýst yfir óánægju sinni með fréttirnar.

The Rock TM , ásamt slagorðinu sínu Just Bring It TM (hann er í alvörunni með einkarétt á báðum þessum frösum) , hefur fengið háðulega útreið gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Scorpion King. Það kemur þó ekki í veg fyrir það að hann er með heitari leikurum í Hollywood í dag, og nú er það staðfest að hann mun leika í kvikmyndinni Helldorado. Þetta er sniðugur orðaleikur úr orðunum Hell og El Dorado og verður áreiðanlega skemmtileg kvikmynd?? Fjallar hún um mannaveiðara einn sem gengur til liðs við skotmark sitt og leita þeir saman að týndu gulli í Amazon frumskóginum. Myndinni verður leikstýrt af Peter Berg ( Very Bad Things ).

Gullmolar

Leikstjórinn Mark Waters ( The House Of Yes ) ætlar að leikstýra endurgerðinni af Freaky Friday fyrir Disney. Freaky Friday er kvikmynd frá árinu 1977 og er með Jodie Foster í aðalhlutverki. Hún fjallar um unga stúlku sem skiptir um líkama við móður sína skömmu fyrir brúðkaup hennar, og fylgir þar með í fótspor fjölda annarra kvikmynda frá níunda áratugnum þar sem fólk skiptir um líkama hvert við annað.

James Gandolfini á í viðræðum um að leika Ralph Kramden í kvikmynd gerðri eftir Honeymooners þáttunum sálugu. Jackie Gleason lék hann í gamla daga, og er Gandolfini einn af fáum sem er nógu stór líkamlega og nógu góður leikari til þess að geta valdið hlutverkinu almennilega. Hann vantar eitthvað til þess að gera þegar hann er ekki að leika í Sopranos sjónvarpsþáttunum, og hafði því samband við Paramount kvikmyndaverið í þessu sambandi.

Það er búið að gera heimildamynd um Jerry Seinfeld. Eftir að Seinfeld sjónvarpsþættirnir hættu, þá ákvað Seinfeld að snúa sér aftur að því að vera með uppistand. Það fylgdi honum upptökulið og afraksturinn af því er heimildamyndin Comedian. Miramax á réttinn að henni en ekki hefur enn verið látið uppi hvernig þeir ætla að dreifa henni. Vinir Seinfelds, þeir Chris Rock , Garry Shandling og Colin Quinn koma allir fram í myndinni.

Það eru (í alvörunni) uppi áætlanir um að gera framhald af hinni stórkostlegu? Dude, Where´s My Car? , og mun framhaldið heita (í alvörunni) Seriously Dude, Where´s My Car. Framleiðendur fyrri myndarinnar, þeir Gil Netter og Wayne Rice, munu snúa aftur ásamt handritshöfundinum Philip Stark. Aðalleikarar myndarinnar, þeir Ashton Kutcher og Seann William Scott munu snúa aftur lítist þeim á handritið. Ef allt fer að óskum munu tökur hefjast sumarið 2003.

Brittany Murphy mun leika aðalhlutverkið á móti Dakota Fanning ( I Am Sam ) í kvikmyndinni Molly Gunn. Fjallar myndin um unga stúlku sem hefur alltaf fengið allt upp í hendurnar en lendir síðan skyndilega í fjárhagserfiðleikum. Tökur á myndinni hefjast í sumar og mun leikstjórinn Boaz Yakin ( Remember the Titans ) taka að sér að stýra tökum myndarinnar.

Það er hugsanlegt að gert verði framhald af hinum óvænta smelli Miss Congeniality. Handritshöfundur myndarinnar, Marc Lawrence, hefur verið fenginn af Castle Rock Entertainment til þess að skrifa handrit að framhaldsmynd, og ef vel tekst til þá verður líklega lagt út í það að borga Sandra Bullock þær óhemju fjárhæðir sem til þarf til þess að hún snúi aftur.

Gullmolar

Rapparinn Coolio hefur landað hlutverki í væntanlegri kvikmynd um Daredevil. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða hlutverk það er eða hversu stórt, en líklega verður það í smærri kantinum þar sem þegar er búið að ráða í helstu hlutverk. Aðrir leikarar í myndinni eru Ben Affleck , Michael Clark Duncan , Joe Pantolino og Jon Favreau.

Dakota Fanning ( I Am Sam ) mun leika hlutverk í kvikmyndinni The Cat In The Hat þar sem Mike Myers fer með aðalhlutverkið. Leikur hún annað systkina sem kötturinn heimsækir, og kennir hann þeim sitthvað um gildi þess að njóta lífsins. Myndinni verður leikstýrt af Bo Welsh og framleidd af Brian Grazer.

Dirk Diggler sjálfur, Mark Wahlberg, er að fara að leika aðalhlutverkið í endurgerðinni af The Italian Job. Gamla myndin frá 1969 skartaði brýninu Michael Caine í aðalhlutverki. Í endurgerðinni leikur Wahlberg stjórnanda glæpagengis sem ákveður að ræna miklu magni gulls úr banka einum í Los Angeles. Myndinni verður leikstýrt af F. Gary Gray ( The Negotiator ) og handritið er skrifað af Donnu og Wayne Powers.

Einhversstaðar á milli hlutverka í hinum ýmsu stórmyndum, þ.á.m Master & Commander, Tripoli og The Long Green Shore, ætlar Russell Crowe að taka að sér aukahlutverk í stórmyndinni The Alamo sem leikstjórinn Ron Howard er að gera. Hversu mörgum stórmyndum getur einn maður komið nálægt?

Framleiðslufyrirtæki Tom Hanks sem nefnist Playtone er með ýmis verkefni í gangi. Þeir ætla að einbeita sér að því að gera teiknimyndir af ýmsum gerðum, og fyrst þeirra verður The Ant Bully. Er hún byggð á sígildri samnefndri barnabók og fjallar um ungan dreng sem pyntar maurana sem eiga heima í bakgarðinum heima hjá honum. Hann lærir þó sína lexíu þegar hann er minnkaður niður í maurastærð og lærir að meta hversu miklir dugnaðarforkar maurarnir í rauninni eru. Myndinni verður leikstýrt af John Davis, en síðasta mynd hans Jimmy Neutron: Boy Genius var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin í fullri lengd. Önnur verkefni sem Playtone er með í gangi eru m.a. teiknimyndin Where The Wild Things Are og The Polar Express sem er blanda af teiknimynd og leikinni. Hanks sjálfur mun leika aðalhlutverkið í henni og Robert Zemeckis mun leikstýra. Davis er síðan að framleiða framhaldið af Jimmy Neutron, og vegna óvænts góðs gengis hennar hefur framleiðsla hennar verið sett í hraðgír.

Gullmolar

Nona Gaye, dóttir Marvin Gaye, mun taka að sér hlutverkið í Matrix Reloaded og Matrix Revolutions (Matrix 2 og 3) sem söngkonan/leikkonan Aaliyah átti að leika, en hún lést af slysförum fyrir ekki alls löngu síðan. Þær voru víst góðar vinkonur, og er talið að Aaliyah hefði viljað að Nona fyllti í spor hennar. Lítið er vitað um hlutverkið annað en að persóna hennar í myndunum heitir Zee.

Leikstjórinn Joe Dante ( Small Soldiers ) er að vinna að því fyrir Warner Bros. kvikmyndaverið, að koma upp á hvíta tjaldið kvikmynd í fullri lengd þar sem Looney Toons persónurnar koma við sögu. Þær eru m.a. Bugs Bunny, Elmer Fudd, Daffy Duck og fleiri góðkunningjar, en samkvæmt söguþræðinum festast þessar teiknimyndapersónur í raunveruleikanum og eru að reyna að komast aftur í teiknimyndaheim sinn. John Recqua og Glenn Ficarra sem eru ábyrgir fyrir handritinu að Cats and Dogs, skrifuðu handritið að myndinni, en gert er ráð fyrir því að frumsýna hana vestra þakkargjörðarhelgina 2003.

Áður en Eddie Murphy hefur vinnu í nóvember við Haunted Mansion sem hann ætlar að gera fyrir Disney, ætlar hann að leika í einni mynd. Ber hún heitið Daddy Day Care og fjallar um atvinnulausan faðir sem ákveður að gerast dagmamma. Myndin er framleidd af John Davis fyrir Revolution Studios, og er leikstýrt af Steve Carr. Báðir þessir menn komu að Doctor Dolittle 2, sem Murphy lék aðalhlutverkið í, og ættu þeir að skammast sín fyrir það.

Francis Ford Coppola mun framleiða kvikmynd gerðri eftir sjálfsævisögu rithöfundarins James Ellroy, en hún ber heitið My Dark Places. David Duchovny mun leika rithöfundinn í myndinni, og fjallar hún að mestu um það hvernig Ellroy leitaði að morðingja móður sinnar en hún var myrt árið 1958. Ellroy er einna frægastur fyrir að hafa skrifað bókina LA Confidential, en afar góð samnefnd kvikmynd var gerð eftir henni. Myndinni verður leikstýrt af Robert Greenwald ( Steal This Movie ) eftir handriti sem Jan Oxenberg gerði upp úr bókinni.

Svo gæti farið að Austin Powers 3 fái að halda upprunalegum titli sínum, en hann var Austin Powers 3 – Goldmember. MGM hefur víst staðið í samningaviðræðum við New Line Cinema um að þeir fái að halda titlinum ef New Line festi í staðinn sýnishorn úr nýju Bond myndinni (Die Another Day) við þriðju Austin Powers myndina, og önnur MGM sýnishorn við næstu Lord Of The Rings mynd. Búist er við að New Line gangi að samningnum.

Russell Crowe virðist hafa einkar gaman af því að leika í stórmyndum. Hann er nú að leika í stórmyndinni Master & Commander, leikstýrt af Peter Weir. Þar næst tekur við The Long Green Shore, stórmynd úr síðari heimsstyrjöld sem hann hyggst leikstýra sjálfur, og þar á eftir ætlar hann að leika aðalhlutverkið í stórmyndinni Tripoli. Tripoli er sem sagt gríðarleg stórmynd, þar sem Crowe og leikstjórinn Ridley Scott myndu aftur slá sér saman en eins og kunnugt er gerðu þeir saman stórmyndina Gladiator. Í þessari stórmynd leikur Crowe bandarískan hermann sem hjálpar til við að velta spilltri stjórn í Tripoli úr sessi. Handrit þessarar stórmyndar er skrifað af William Monahan, og mun Ridley Scott sjálfur framleiða ásamt bróður sínum Tony Scott.

Gullmolar

Það er búið að staðfesta að gerð verður Spider-Man 2. Allir helstu aðilar, leikstjórinn Sam Raimi og aðalleikararnir Tobey Maguire og Kirsten Dunst hafa öll skrifað undir samninga og allt er til reiðu. Vinna er þegar hafin á handriti, tökur hefjast í janúar 2003 og verður Spider-Man 2 sumarmyndin 2004.

Enn ein röddin hefur bæst í hópinn í tölvuteiknimynd Dreamworks/PDI sem nefnist Sharkslayer. Það er enginn annar en goðsögnin/leikstjórinn Martin Scorsese sem mun ljá rödd sína, en fyrir eru þegar Will Smith , James Gandolfini , Angelina Jolie og Renee Zellweger.

Robin Wright-Penn ( Forrest Gump ) mun leika aðalhlutverkið á móti Robert Downey Jr. í kvikmyndinni The Singing Detective sem framleidd er af Mel Gibson. Gibson mun einnig leika lítið hlutverk í myndinni sem sálfræðingur rithöfundsins sem liggur við dauðans dyr (Downey). Rithöfundurinn byrjar að lifa sig inn í bækurnar sem hann hefur skrifað og upplifir þær eins og þær séu að gerast meðan hann liggur á sjúkrahúsinu.

Næsta mynd Ashley Judd verður tryllirinn Blackout. Fjallar hún um harða rannsóknarlögreglukonu sem er að rannsaka ákveðið morðmál. Hún kemst síðan að því að einhver er að myrða alla gömlu kærastana hennar og verður hún því að komast að því hver er að myrða þá til þess að hreinsa nafn sitt. Myndinni verður leikstýrt af Philip Kaufman ( The Right Stuff ) og framleidd af Anne og Arnold Kopelson sem framleiddu m.a. Seven. Tökur hefjast í júní.

Kurt Russell er að fara að leika í kvikmyndinni Paparazzi. Fjallar hún um kvikmyndastjörnu eina sem fær gjörsamlega nóg af því hvernig blaðasnáparnir ofsækja hann og ákveður að svara í sömu mynt. Mel Gibson framleiðir myndina.

Áætluð kvikmynd um Fat Albert, sem gerði garðinn frægan fyrir nokkru síðan í bráðsmellnum teiknimyndaþáttum þar sem Bill Cosby kom alltaf eitthvað við sögu, er nú á flæðiskeri stödd. Svo virðist sem Bill Cosby, sem skrifaði handrit myndarinnar, og leikstjórinn Forrest Whitaker hafi eitthvað lent í deilum um þema myndarinnar og endaði það með því að Whitaker gekk út. Myndin átti að vera jólamynd í ár, en nú er Fox kvikmyndaverið óákveðið hvort það ætli að halda áfram með gerð myndarinnar.

Sögusagnir ganga nú í Hollywood um að Vin Diesel muni jafnvel leika Kon, son Conans, í kvikmyndinni Conan: Crown Of Iron. Yrði það þá draumur fyrir alla þá sem hafa lengi séð fyrir sér Ahnuld sjálfan leika á móti arftaka sínum í vöðvatröllsdeildinni, sem Diesel óneitanlega er. Einn af framleiðendum myndarinnar lét út úr sér að vissulega væri Diesel einn af þeim sem kæmu til greina, en alls ekki sá eini. Við verðum bara að biðja til Guðs og vona.

Laura Elena-Harring ( Mulholland Drive ) mun leika í endurgerð kvikmyndarinnar Willard. Willard fjallaði um félagslegt úrhrak eitt sem vingast við rottur og lætur þær leita hefnda á öllum þeim sem hafa níðst á honum. Í myndinni leikur einnig Crispin Glover sem kannski er þekktastur sem George McFly í Back To The Future myndunum.

Gullmolar

James Gandolfini hefur gengið í raðir þeirra leikara sem munu ljá nýrri tölvuteiknimynd frá Dreamworks/PDI rödd sína. Aðrir leikarar í myndinni verða Will Smith , Renee Zellweger og Angelina Jolie. Myndinni er lýst sem neðansjávar mafíumynd. Fjallar hún um ungan fisk sem heitir Oscar (Smith) sem tekur heiðurinn að því að hafa valdið dauða sonar mafíuforingja eins, til þess eins að geta gengið í augun á einhverjum píum, þrátt fyrir að hafa ekkert komið nálægt dauða hans. Þegar mafíuforinginn (Gandolfini) heyrir þetta, á Oscar uggum sínum fjör að launa. Áætlað er að myndin komi í bíó sumarið 2004. Aðrar teiknimyndir sem Dreamworks er með í undirbúningi eru Shrek 2 , Madagascar og Tusker.

Disney ætlar að endurgera gamla mynd sem þeir gerðu árið 1975. Heitir myndin sú Escape To Witch Mountain, og fjallar um munaðarleysingja sem geta fært hluti til með hugarorkunni. Illur milljónamæringur rænir þeim síðan og ætlar að nota krafta þeirra til illverka. Disney er þegar búið að fá leikstjóra að þessari endurgerð, og heitir maðurinn David Nutter ( Disturbing Behavior.

Leikstjórinn Dominic Sena sem síðast leikstýrði John Travolta í kvikmyndinni Swordfish, hefur nú ákveðið hvað hann ætli að taka sér næst fyrir hendur. Fyrir valinu varð kvikmyndin The Killer Inside Me, sem fjallar um lögregluþjón í Texas sem er fjöldamorðingi. Myndin verður í anda American Psycho , og handritið er skrifað af Andrew Dominik ( Chopper ) eftir bók Jim Thompson. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir.

Enn og aftur hafa borist fregnir af því að Freddy Vs. Jason hafi fengið grænt ljós. Ekkert verkefni í Hollywood hefur fengið jafn oft grænt ljós án þess þó að hafa verið gert. Nú reyndar lítur út fyrir að eitthvað sé til í sögusögnunum, því Bob Shaye sem er einn af aðalmönnunum hjá New Line Cinema hefur staðfest að gerð myndarinnar muni hefjast brátt. Í myndinni hjálpast þeir Freddy (úr Nightmare On Elm Street myndunum öllum ) og Jason Vorhies ( úr Friday The 13th myndunum öllum ) að flýja úr helvíti, og þegar til jarðarinnar er komið þá berjast bræður því báðir vilja þeir yfirráð og þola engin afskipti. Þetta er búið að vera draumaverkefni fyrir alla aðdáendur lélegra eighties hryllingsmynda árum saman og nú loksins rætast draumarnir, eða kannski frekar MARTRAÐIRNAR!!!! (léleg hryllingsmyndatónlist spilist undir)

Cuba Gooding Jnr. hefur leikið í mörgum misgóðum myndum frá því að hann fékk óskarsverðlaunin sín fyrir Jerry Maguire. Nú loksins fær hann aftur tækifæri til þess að sýna leikhæfileika sína, og verður það í kvikmyndinni Radio. Fjallar hún um þroskaheftan mann sem vingast við þjálfara fótboltaliðs í miðskóla einum í Bandaríkjunum. Vinátta þeirra á síðan eftir að breyta viðhorfi skólans, liðsins, þjálfarans og mannins sjálfs. Myndin er byggð á grein einni eftir blaðamanninn Gary Smith sem birtist í tímaritinu Sports Illustrated árið 1996. Handritið er skrifað af Mike Rich ( The Rookie ).

Gullmolar

Næsta sumar munu tökur hefjast á nýju John Woo myndinni, en hún ber heitið Men Of Destiny. Munu báðir þeir Chow Yun-Fat og Nicholas Cage leika aðalhlutverk myndarinnar, sem gerist þegar gerð fyrstu járnbrautanna átti sér stað í Bandaríkjunum. Mun Cage leika einn af fjölmörgum Írum sem tóku þátt í smíðinni, og við hlið hans er Yun-Fat sem hinn kínverski vinur hans. Handrit myndarinnar er skrifað af Mike Werb og Michael Colleary.

Ein af næstu myndum John Travolta gæti orðið hafnaboltamyndin Mr. 3000. Fjallar hún um hafnaboltaleikara sem sestur er í helgan stein þegar hann kemst að því að tvö af höggum hans hafa verið dæmd ólögleg og þá fellur tala hans undir 3000. Hann snýr því aftur í leikinn til þess að koma henni aftur upp. Callie Khouri, en hún er handritshöfundurinn á bak við óskarsverðlaunahandrit myndarinnar Thelma & Louise, á í viðræðum um að leikstýra myndinni. Búist er við að tökur hefjist í sumar.

Þá er loksins komið á hreint hvaða þrír leikarar munu fara með aðalhlutverk í næstu mynd Woody Allen. Það eru þau Christina Ricci og Jason Biggs eins og áður hefur komið fram, og mun Jimmy Fallon fylla þriðja skarðið. Hann er helst þekktur fyrir að leika í Saturday Night Live þáttunum, og er þetta hans fyrsta stóra kvikmyndahlutverk. Með önnur hlutverk í myndinni fara Allen sjálfur, auk Glenn Close og Danny DeVito. Tökur hefjast eftir nokkrar vikur.

Ein af næstu myndum Wesley Snipes verður mótorhjólatöffaramyndin Ruff Ryders. Í henni leikur hann meðlim mótorhjólagengisins Ruff Ryders. Það er komið á hann þeirri sök að hafa myrt forseta mótorhjólasamtakanna, og þarf hann þá að ferðast til austurstrandar Bandaríkjanna til þess að sanna sakleysi sitt ásamt því að forðast og fela sig fyrir öðrum mótorhjólaklíkum sem vilja hann feigan.

Grínistinn goðsagnakenndi, George Carlin, sagði í viðtali nú á dögunum að hann hefði verið beðinn um að fara með eitt af burðarhlutverkum Jersey Girl. Jersey Girl er næsta kvikmynd Kevin Smith og með aðalhlutverk myndarinnar fer Ben Affleck, en það er einmitt föður hans sem Carlin á að leika. Engir aðrir leikarar hafa enn verið ráðnir, og Smith segir að hann muni ráða gjörsamlega óþekkta leikkonu í hitt aðalhlutverkið. Jason Mewes/Jay mun samt sem áður fara með lítið hlutverk, en Jay og Silent Bob munu ekki sjást í myndinni.

Gullmolar

Ærslafulli leikstjórinn Kevin Smith mun koma fram í litlu hlutverki í nýju Daredevil myndinni. Er það vel við hæfi, þar sem hann skrifar sjálfur Daredevil myndasögu og er einn harðasti aðdáandi persónunnar, ásamt því að vera einn besti vinur og samstarfsmaður Ben Affleck sem leikur einmitt Daredevil.

Lions Gate framleiðslufyrirtækið mun fylgja eftir velgengni Monster´s Ball, með því að gera myndina Confidence. Í henni leika þeir Dustin Hoffman og Ed Burns. Fjallar myndin um það hvernig glórulaus endurskoðandi mafíunnar (Hoffman) er illa svikinn af sleipum svindlara (Burns). Þeir tveir eru síðan neyddir í stórt rán til þess að borga peningana sem voru sviknir út til baka. James Foley ( Glengarry Glen Ross ) mun leikstýra myndinni eftir handriti Doug Jung. Tökur hefjast í Apríl.

Þrátt fyrir að Tom Cruise hafi hætt við að leika í mynd Anthony Minghella ( The Talented Mr. Ripley ) sem nefnist Cold Mountain, þá þýðir það ekki að Minghella geti ekki fengið stór nöfn til þess að leika í myndinni. Jude Law kemur í staðinn fyrir Cruise, og einnig leika Nicole Kidman og Renee Zellweger í myndinni.

Roland Emmerich ( Independence Day ) á í viðræðum um að leikstýra myndinni Alien Prison. Fjallar hún um menn sem eru í fangelsi geimvera, og einn daginn fá þeir nóg af illri meðferð. Þá hefst uppreisnin mikla. Góður söguþráður.

Grjóthnullungurinn The Rock er ekki heimsins besti leikari nema síður sé. Hann hefur heldur aldrei opnað mynd sjálfur. Það kemur samt ekki í veg fyrir það að hann er einn af eftirsóttustu leikurum Hollywood í dag, og segir það kannski meira en margt annað. Í sumar opnar fyrsta myndin með honum í aðalhlutverki og heitir hún The Scorpion King. Hann á nú í viðræðum um að leika næst í kvikmyndinni Helldorado, sem er skemmtilegur orðaleikur og er samsett úr orðunum El Dorado og Hell. Þetta á að vera hasar/félaga/grínmynd og þeir hjá Universal kalla þetta sjálfir yfir sig.

Warner Bros. eru búnir að klippa atriði úr Scooby Doo myndinni þar sem Daphne ( Sarah Michelle Gellar ) og Velma ( Linda Cardellini ) skiptast á ástríðufullum kossi eftir að hafa verið andsetnar af draugum. Þótti atriðið ekki passa fyrir fjölskyldumynd og verða æstir aðdáendur bara að bíða eftir DVD útgáfunni.

Ryan Philippe er hættur við að leika í nýju Exorcist myndinni og kemur Gabriel Mann ( Summer Catch ) í staðinn fyrir hann. Engin ástæða var gefin fyrir þessu, en líklega vill Philippe frekar vera heima og stunda ánægjulegt og reglulegt kynlíf með konunni sinni, henni Reese Witherspoon ( Legally Blonde ) frekar en að þvælast í Afríku við gerð einhverrar myndar. Eða eitthvað.

David Goyer, handritshöfundurinn á bak við Blade myndirnar tvær, hefur skrifað undir samning við New Line Cinema um að skrifa handritið að og leikstýra kvikmyndina Darksiders. Fjallar hún um vampírur sem hafa smeygt sér lengst inn í kerfið og starfa sem útsendarar leyniþjónustunnar.

Gullmolar

Það lítur helst út fyrir að Steven Spielberg muni ekki leikstýra Memoirs Of A Geisha, eins og staðið hefur til í fjölda ára, heldur muni jafnvel leikstjórinn Spike Jonze ( Being John Malkovich ) taka það að sér. Ekki nóg með að BJM hafi slegið allhrikalega í gegn meðal gagnrýnenda, heldur er Columbia kvikmyndaverið alveg í skýjunum yfir þeirri vinnu sem hann hefur innt af hendi við gerð kvikmyndarinnar Adaptation.

Michael Madsen , Lucy Liu og Daryl Hannah, hafa öll gengið til liðs við Kill Bill, nýjustu kvikmynd snillingsins Quentin Tarantino. Fjandi lítur sú mynd orðið vel út og lofar góðu.

Samkvæmt fréttum er blöðruheilinn/leikarinn Shane West fremstur í flokki þeirra leikara sem helst koma til greina sem John Connor í Terminator 3: Rise Of The Machines. Vonandi biður hann um of mikla peninga.

Joe Pantoliano ( The Matrix ) mun leika fréttamanninn Ben Urich í nýrri kvikmynd um Daredevil. Þar fyrir eru leikararnir Ben Affleck , Jon Favreau , Colin Farrell , Michael Clarke Duncan og Jennifer Garner. Verður líklega góð.

Paul Bettany, sem lék svo skemmtilega á móti Russell Crowe í A Beautiful Mind, mun einnig leika á móti honum í kvikmyndinni Master And Commander. Myndin er 120 milljón dollara uppfærsla sem gerist í Napóleonsstríðunum og fjallar um Kaptein Aubrey og áhöfn hans. Peter Weir ( The Truman Show ) leikstýrir.

Gangs Of New York, nýjasta stórvirki Martin Scorcese, hefur verið frestað enn einu sinni. Myndin, sem skartar Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, og kostaði litlar 100 milljónir dollara hefur verið frestað áður. Hún átti fyrst að vera frumsýnd í desember 2001, en var frestað til sumars. Nú hefur henni verið frestað til fjórða fjórðungs þessa árs, og fylgir það í kjölfarið á því að 15% af öllum mannafla Miramax var sagt upp. Miramax, sem framleiðir myndina, hefur enn ekki komist að samkomulagi við Scorcese um lengd myndarinnar en hún er vel yfir 3 tímar á lengd. Þeir vilja fá hana styttri til þess að vonandi fá meira í kassann en Scorcese þverneitar. Það lítur því ekki vel út eins og staðan er í dag.

Það er í bígerð að gera kvikmynd eftir gömlu myndasögunni um Modesty Blaise. Miramax mun framleiða myndina sem heitir My Name Is Modesty, og er hugsuð sem fyrsta myndin í seríu. Modesty Blaise fjallar um fyrrum glæpakonu sem gerist útsendari leyniþjónustu. Janet Scott Batchler og Lee Batchler munu skrifa handritið að myndinni.

Brad Pitt mun tala fyrir sæfarann Sinbad í nýrri teiknimynd frá Dreamworks. Russell Crowe hætti við vegna fyrri skuldbindinga.

Framleiðandinn Rick Berman, maðurinn á bak við allt sem heitir Star Trek undanfarin ár, hefur skrifað undir nýjan samning við Paramount sem mun halda honum þar til ársins 2006. Samningurinn er með mörgum núllum.

Gullmolar

Nýjasta Bond myndin er komin með opinberan titil. Ber hún heitið Die Another Day og með aðalhlutverk í myndinni fara Halle Berry, Judi Dench, John Cleese ásamt að sjálfsögðu Pierce Brosnan. Myndin er sú tuttugasta í röðinni í þessari geysivinsælu seríu og er leikstýrt af Lee Tamahori ( Along Came a Spider ).

George Clooney og leikstjórinn Steven Soderbergh hafa ráðið handritshöfundinn Milo Addica ( hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Monster’s Ball ) til þess að skrifa handrit að hefndartrylli sem leikarinn Don Cheadle gæti leikið aðalhlutverkið í og jafnvel leikstýrt. Myndin er enn ónefnd, en fjallar um mann sem ranglega er settur í fangelsi og þegar hann sleppur út leitar hann uppi manninn sem kom sökinni á hann með það í huga að hefna sín nú illilega.

Marisa Tomei, tilnefnd til Óskarsverðlaun í ár fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni In the Bedroom, mun leika með þeim Adam Sandler og Jack Nicholson í kvikmyndinni Anger Management. Mun hún leika kærustu Sandlers sem verður að horfa upp á það hvernig geðluðrunni kærastanum hennar er breytt í algjört óargadýr af Nicholson, á námskeiði einu til þess að læra að hafa stjórn á skapinu. Myndinni er leikstýrt af Tommy Segal ( Tommy Boy ).

Nýjasta mynd Wesley Snipes er Blade II sem verður frumsýnd vestra um næstu helgi. Hann er enn ekki ákveðinn hvort hann eigi að fara beint í að gera Blade III, en Blade myndirnar áttu alltaf að verða þrjár talsins, eða geyma það aðeins til þess að leika í annarri mynd gerðri eftir myndasögu. Yrði það þá Black Panther, þar sem hann myndi leika T´Challa sem er konungur ofur-þróuðu Afríkuþjóðarinnar Wakanda. Hann er klæddur í svartan kattabúning og berst við glæpi. Það er allavega ákveðið að það verður önnur hvor, og farið verður strax í það á næsta ári.

Gullmolar

Tökur á nýjustu Hannibal Lecter myndinni eru vel á veg komnar. Myndin heitir The Red Dragon, og leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner ( Rush Hour ). Við fáum víst að sjá í myndinni Lecter sem er mun óstýrilátari en áður, enda mun yngri. Ólíkt því sem áður hefur verið haldið fram, munu tölvubrellur ekki vera notaðar til þess að yngja Anthony Hopkins í myndinni, heldur var karlinn settur í stranga megrun og förðunarbrellur nýttar til hins ýtrasta. Myndin verður frumsýnd vestra í október.

Leikstjórinn Peter Berg ( Very Bad Things ) tekur við leikstjórn myndarinnar Nautica, eftir að Ted Demme ( Blow ) lést frá henni nú á dögunum. Fjallar hún um þrjá vini og eitt morð um borð í skemmtisnekkju.

Það er ekki einu sinni búið að frumsýna Resident Evil kvikmyndina, en þegar er búið að gefa grænt ljós á framhaldið. Leikstjóri Resident Evil, Paul Anderson ( Soldier ) mun framleiða og skrifa handritið að framhaldinu, en mun líklega ekki leikstýra í annað sinn. Myndin gerist beint á eftir fyrri myndinni, þar sem uppvakningar valda spjöllum og skelfingu í borg í nánd við rannsóknarstofuna. Resident Evil verður frumsýnd vestra 15. mars næstkomandi.

Fyrir nokkru sögðum við frá því að Michael Bay ( Pearl Harbor ) ætlaði að framleiða fyrir New Line Cinema endurgerð kvikmyndarinnar The Texas Chainsaw Massacre. Það stendur enn til, en nú hefur bæði Bay og New Line ákveðið að minnka ofbeldið í myndinni, sem og hryllinginn, þannig að myndin yrði aðeins bönnuð innan 13 ára í Bandaríkjunum. Hvað er verið að hugsa og hver í andsk. er tilgangurinn með að endurgera blóðuga hryllingsmynd með engum hrylling?

Leikstjórinn Mike Newell og stórstirnið Will Smith yfirgáfu fyrir um mánuði síðan gerð myndarinnar The Runaway Jury. Myndin fjallar um dularfullan mann sem stjórnar kviðdómi í stórum lagaferlum við tóbaksfyrirtækin, og er hún byggð á bók eftir John Grisham. Nú hefur nýr leikstjóri verið fundinn og er það Gary Fleder ( Kiss the Girls ). Enn hefur samt enginn leikari fengist í staðinn fyrir Smith, en hann var látinn fara vegna þess að höfundurinn/framleiðandinn Grisham var ekki hrifinn af honum.

Mike Myers er tekinn við af Tim Allen sem kötturinn með höttinn eða The Cat In The Hat. Framleiðandi myndarinnar, Brian Grazer, lét frá sér að hann væri himinlifandi með þessar fréttir því að Myers væri fæddur í hlutverkið. Þar sem um er að ræða aðra kvikmynd byggða á bók eftir dr. Seuss ( sú fyrri var að sjálfsögðu How the Grinch Stole Christmas! ) verður notuð svipuð förðunartækni og notuð var til þess að breyta Jim Carrey í Trölla, í myndinni um Trölla sem stal jólunum. The Cat In The Hat verður leikstýrt af Bo Welsh.

Enn einu sinni ætlar Hollywood að seilast ofan í eigin vasa og endurgera gamla klassík. Nú eru það sjónvarpsþættirnir um The Lone Ranger sem verða fyrir barðinu. Columbia kvikmyndaverið hefur gefið grænt ljós á gerð 70 milljón dollara kvikmyndar um The Lone Ranger, og mun Douglas Wick ( Gladiator ) framleiða . Það óhugnarlegasta í stöðunni er sú staðreynd að indíáninn Tonto sem var besti vinur The Lone Ranger, verður í þessari endurgerð ung, falleg og væntanlega stórbrjósta stúlka!!!! NEEEEEIIIIII

Gullmolar

Talað var um að það ætti að setja 4 mínútur eða svo úr The Two Towers, sem er miðjuhluti Lord Of The Rings þríleiksins, aftast í Fellowship Of The Ring þann 22. mars næstkomandi. Nú hefur verið ákveðið að seinka því um eina viku, eða til 29. mars. Er ákvörðunin talin vera vegna fullvissu New Line Cinema um að The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring eigi eftir að sópa að sér haug af óskarsverðlaunum þann 24. mars næstkomandi. Þá verður myndin sett aftur í ein 2.000 bíóhús vestra og raka á inn seðlunum enn á ný.

Danny DeVito mun framleiða endurgerðina á Billy Jack frá árinu 1971 í gegnum Jersey Films, og mun Keanu Reeves fara með aðalhlutverkið í myndinni. Fjallaði sú mynd um indíánann Billy Jack, sem sneri aftur úr Víetnam stríðinu og barðist gegn stjórnvöldum, hjálpaði unglingum og notaði þjálfun sína til þess að berja í buff hvern þann sem á móti honum stóð. Hvort þessi endurgerð fylgir sama söguþræði veit enginn að svo stöddu. Gott að Reeves er með framhöldin af The Matrix í bakhöndinni.

Leikarinn þeldökki Jamie Foxx ( Ali ) mun leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni Ingle Woods, sem er svarta útgáfan af Happy Gilmore og gerir grín að golfstjörnunni Tiger Woods.

Ekkert er vitað um næstu mynd Woody Allen, hvorki titill né söguþráður. Það eina sem vitað er, er að Jason Biggs ( American Pie ) mun leika aðalhlutverkið í henni. Biggs er nú að leika á sviði og fer víst hamförum í aðalhlutverki The Graduate.

Gullmolar

Það er vissulega nóg að gera hjá Reese Witherspoon eftir velgengni Legally Blonde. Ekki nóg með að á hennar könnu sé hugsanlegt framhald af LB, heldur einnig endurgerð á Honey Brown sjónvarpsþáttunum og ónefnda tennismyndin hennar. Nú hefur kvikmyndin Original Gangsta Bitches bæst við, en hún er gaman/hasar og er lýst sem blöndu af Thelma & Louise og Rush Hour.

Endurgerðin á Willy Wonka And The Chocolate Factory hefur verið í framleiðsluhelvíti undanfarin ár. Á tímabili leit verkefnið vel út og ætlaði Gary Ross ( Pleasantville ) sér að leikstýra. Það datt upp fyrir og ekkert hefur gerst síðan. Nú loksins er eitthvað að ske, því Warner Bros. hefur fengið handritshöfundinn Gwyn Lurie til þess að skrifa handrit og verið er að vinna í því að fá leikstjóra. Helst kemur Rob Minkoff ( Stuart Little ) til greina, en ekkert hefur þó enn verið fast ákveðið.

Jennifer Garner (úr Alias sjónvarpsþáttunum) , sem fengið hefur hlutverk Elektra í nýju Daredevil myndinni sem Ben Affleck leikur aðalhlutverkið í, hefur náð sér í smáhlutverk í Catch Me If You Can. Þar fyrir eru Tom Hanks , Leonardo DiCaprio og leikstjórinn Steven Spielberg. Myndin er á góðri leið með að verða heitasta myndin í framleiðslu í Hollywood í dag.

Upphaflega átti að frumsýna nýjustu mynd Steven Soderbergh, Full Frontal, þann 8. mars. Það er verulega ljóst að það næst ekki, þannig að búið er að færa frumsýningardag yfir á 2. ágúst. Það sem merkilegt er við þann dag er sú staðreynd að það er einmitt dagurinn sem fyrsta myndin hans Sex, Lies And Videotape var frumsýnd. Í myndinni leikur urmull af góðum leikurum, þar má helst nefna David Duchovny , Catherine Keener , David Hyde Pierce og Julia Roberts.

Gullmolar

Leikstjórinn Kevin Smith neyðist líklega til þess að kvikmynda nýja mynd sína Jersey Girl, annars staðar en í New Jersey. Það er víst afar dýrt að kvikmynda í Jersey, en samt hefur hann kvikmyndað a.m.k. hluta af öllum myndum sínum þar. Þó neyddist hann að kvikmynda Mallrats að stærstum hluta í Minnesota og nú er sagan að endurtaka sig. Jersey Girl verður nefnilega kvikmynduð í Vancouver í Kanada vegna fjármagnsvandræða. Einnig er komið í ljós að Joey Lauren Adams ( Chasing Amy ) mun ekki leika aðalhlutverkið eins og haldið hefur verið fram, heldur mun óþekkt leikkona vera fengin í staðinn en meðal annarra leikara má nefna Ben Affleck og George Carlin. Tökur hefjast í júní.

Matthew McConaughey mun leika aðalhlutverkið á móti Kate Hudson í kvikmyndinni How To Lose A Guy In Ten Days. Danny DeVito mun leikstýra myndinni, þrátt fyrir að það hafi eitthvað verið á reiki. Myndin fjallar um mann sem veðjar við vini sína að hann geti verið í sambandi með konu í tíu daga. Hún reynir hins vegar öll brögð í bókinni til þess að losa sig við hann. Tökur hefjast í júní.

Robert Downey Jr. mun leika aðalhlutverkið í myndinni The Singing Detective, byggðri á samnefndri BBC miniseríu. Mel Gibson framleiðir myndina, sem fjallar um rithöfund einn sem þjáist af erfiðum sjúkdómi sem gerir hann rúmfastan. Hann fer þá að lifa sig inn í glæpasögurnar sem hann skrifar. Leikstjóri myndarinnar verður Keith Gordon ( Waking The Dead ).

Jason Lee og Tom Green eru búnir að leika saman í grínmynd einni sem hefur gengið undir fleiri nöfnum en poppgoðið Prince. Fyrst hét hún Stealing Stanford, sem breyttist í Promises, Promises. Þaðan lá leiðin yfir í Stealing U, síðan hét hún The Promise, þar á eftir hét hún Say Uncle og listinn er því miður lengri. Nú hefur víst (vonandi) fundist lokatitill myndarinnar, en hann er Stealing Harvard. Fjallar hún um mann sem er að reyna að safna fé sem hann var búinn að lofa frænku sinni til þess að hún komist í Harvard háskóla. Stanford háskólinn fór í fýlu upphaflega vegna stefnu skólans að neita aldrei nemanda inngöngu vegna féleysis, ef nógu góðar einkunnir eru fyrir hendi. Harvard var samvinnuþýðari og því var nafnið valið. Myndin er frumsýnd 11. október í Bandaríkjunum.

Gullmolar

Það er búið að ráða kventortímandann í þriðju Terminator myndina. Nefnist gyðjan sú Kristanna Loken og er fönguleg mjög. Hún lék í skammlífum Mortal Kombat sjónvarpsþáttum, og sýndi þar og sannaði að hún gæti slegist eins og fjandinn sjálfur fyrir utan að vera gullfalleg. Þar með er loksins kominn fullur skriður á undirbúning myndarinnar.

Það er ekki ein, heldur tvær myndir að koma um ævi skötunnar Tony Hawk. Áður hefur verið sagt frá því að Disney sé að gera mynd um hann, en nú hefur Universal ákveðið að slást í hópinn, og hafa þeir fengið handritshöfundinn Gary Scott Thompson ( The Fast and the Furious ) til þess að skrifa handritið. Á hún að vera blanda af 8 Mile (sem er væntanleg mynd um ævi rapparans Eminem ) , Boogie Nights og The Fast and the Furious.

Sagt var frá því á dögunum að Madonna myndi ljá nýrri Dreamworks/PDI tölvuteiknimynd rödd sína, ásamt þeim Ben Stiller , Chris Rock og Jason Alexander. Nú hefur komið í ljós að samningar tókust ekki við Madonnu, og því hefur söngkona hljómsveitarinnar No Doubt, Gwen Stefani, tekið við hlutverki hennar sem flóðhesturinn Gloria. Nefnist myndin Madagascar og kemur í bíóhús jólin 2004.

Nú hefur komið í ljós hver á að leika jólasveininn í væntanlegri kvikmynd Terry Zwigoff ( Ghost World ) og Coen bræðra. Það er enginn annar en sprelligosinn Bill Murray sem mun kæta landann með frábærum gamanleik sínum í kvikmyndinni sem ber heitið Bad Santa. Í henni leikur Murray vondan jólasvein sem hittir átta ára gamlan dreng sem kennir honum um hinn sanna anda jólanna.

Gullmolar

Tom Cruise og framleiðslufyrirtæki hans Cruise/Wagner Productions, hafa náð réttinum á að kvikmynda skáldsöguna Carter Beats The Devil eftir Glen David Gold. Er hún byggð á sannsögulegum heimildum og fjallar um ævi töframannins Carter Hins Mikla, sem stundaði list sína snemma á síðustu öld. Hann átti víst atburðaríka ævi, ástkonur, óvini og stundaði skuggaleg viðskipti. Cruise mun að öllum líkindum ekki leika aðalhlutverkið.

Arnold Schwarzenegger sagði í viðtali nú á dögunum að vondi kvenkyns tortímandinn í Terminator 3: Rise Of The Machines, myndi hafa stjórn á öllu vélrænu og því yrði hans tortímandi góður og vondur til skiptis, eftir því hversu nálægt henni hann væri. Og þá vitum við það.

Frank Spotnitz, einn af aðilunum á bak við X-Files þættina sálugu, gerði nú á dögunum samning við Dimension Films um að skrifa, leikstýra og framleiða tvær myndir fyrir þá. Fyrri myndin, og sú eina sem liggur fyrir á þessari stundu, nefnist Into The Ether. Fjallar hún um hjúkrunarkonu á spítala einum sem fer að rannsaka óútskýranleg dauðsföll sjúklinga á spítalanum.

Karakterinn sem Sarah Michelle Gellar leikur í væntanlegri kvikmynd um Scooby Doo, þurfti í einu atriðinu að bera á sér bossann. Gellar neitaði að sína á sér bakhlutann, og því þurfti að fá staðgengil til þess að vinna skítverkið fyrir hana.

Martin Sheen og Amy Adams ( Drop Dead Gorgeous ) eru bæði kominn á launalista yfir þá leikara sem munu vera í kvikmyndinni Catch Me If You Can. Þar fyrir eru Tom Hanks , Leonardo DiCaprio , Christopher Walken og leikstjórinn Steven Spielberg. Afskaplega sterkur listi hér á ferð. Tökur hófust í síðustu viku.

Gullmolar

Ed Harris er kominn í fríðan hóp leikara fyrir kvikmyndina The Human Stain. Meðal þeirra má nefna Anthony Hopkins , Nicole Kidman og Gary Sinise.

John Cusack , Ray Liotta og Amanda Peet munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni I.D, sem leikstýrt er af James Mangold ( Kate & Leopold ). Gerist hún á eyju einni þar sem morðingi leynist.

Slæmar viðtökur gagnrýnenda við nýjustu kvikmynd Arnold Schwarzenegger hafa valdið því að framleiðendur væntanlegrar endurgerðar á The Omega Man ( með Charlton gamla Heston ) sem nefnist I Am Legend, ætla að reyna að bola honum frá henni og fá Will Smith í staðinn. Michael Bay ( Pearl Harbor ) mun leikstýra, og hann og Smith hafa víst átt nokkra fundi um hvernig þeir vilji nálgast myndina.

MGM kvikmyndaverið ætlar sér að vera fyrstir til þess að gera kvikmynd byggða á atburðunum 11. september. Handritshöfundurinn Lawrence Wright ( The Siege ) er að skrifa handrit byggt á tímaritsgrein um John O´Neill, sem birtist í Time tímaritinu. O´Neill þessi var fyrrum útsendari FBI, sem reyndi árum saman að vara stjórnvöld í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden. Aldrei var hlustað á hann, og hætti hann því í FBI. Hann tók því við stöðu sem yfirmaður öryggismála í World Trade Center þann 10. september. Næsta dag dó hann ( Alanis Morrisette lagið Isn´t It Ironic spilist undir).

Gabriel Byrne hefur gengið til liðs við kvikmyndina Ghost Ship. Þar eru fyrir leikarar eins og Julianna Marguiles, Ron Eldard og Isaiah Washington. Myndin er framleidd af leikstjóranum Robert Zemeckis ( Forrest Gump ) og ofurframleiðandanum Joel Silver ( The Matrix ).

Jon Favreau ( Made ) mun leika Foggy Nelson í væntanlegri Daredevil mynd. Aðrir leikarar í myndinni eru Ben Affleck sem Daredevil , Michael Clarke Duncan sem Kingpin , Colin Farrell sem Ben Urich og Jennifer Garner sem Elektra.

Gullmolar

Omar Epps mun leika á móti Meg Ryan í boxmyndinni Against The Ropes. Charles S. Dutton mun leikstýra myndinni sem fjallar um kvenkyns hnefaleikaskipuleggjandann Jackie Kellen.

Crispin Glover ( Charlie’s Angels ) mun leika aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Willard frá árinu 1971. Handritið er skrifað og leikstýrt af James Wong og Glen Morgan ( The One ) en það fjallar um mann sem vingast við stökkbreyttar rottur en þær hjálpa honum að ná fram hefndum á öllum þeim sem gert hafa honum rangt til. Þess má einnig geta að Glover mun snúa aftur í Charlies Angels 2, þrátt fyrir að hans karakter hafi verið drepinn í fyrri myndinni.

Doug Petrie, einn af þeim sem skrifað hafa handrit fyrir Buffy – The Vampire Slayer þættina, hefur nú verið fenginn til þess að endurskrifa handritið að Fantastic Four kvikmyndinni. Peyton Reed ( Bring It On ) mun leikstýra myndinni, en fyrra handritið þótti of þurrt, og á Petrie að koma húmor og léttleika í það.

David Fincher er með myndina Stay í huga sem sitt næsta verkefni. Hann mun þróa og hugsanlega leikstýra myndinni sem fjallar um sálfræðing í virtum háskóla sem reynir að koma í veg fyrir að einn nemandinn fremji sjálfsmorð. Regency Enterprises framleiðir myndina.

Gullmolar

Jude Law og Penelope Cruz eiga í viðræðum um að leika aðalhlutverkin í nýjustu mynd David Mamet sem nefnist Diary Of A Young London Physician. Er hún í raun útgáfa Mamets af Dr. Jekyll og Mr. Hyde sögunni. Búist er við því að Law fái allt að 7 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni. Hún gæti a.m.k. ekki orðið verri en Mary Reilly!

MGM kvikmyndaverið er búið að samþykkja gerð myndarinnar Toy Men, en það er hugmynd sem Vince Vaughn seldi þeim. Mun hann leika aðalhlutverkið í og framleiða myndina, sem fjallar um leikfangasölumenn sem keppast um hylli húsmóður einnar sem er með frábæra hugmynd að nýju leikfangi. David Dobkin ( Clay Pidgeons ) mun leikstýra.

Leikstjórinn Brian Gilbert mun leikstýra myndinni The Gathering, sem skartar Christina Ricci og Ioan Gruffud (þetta er rétt stafað) í aðalhlutverkum. Verður þetta bresk hryllingsmynd í anda The Wicker Man og The Omen, en söguþráðurinn sem slíkur er enn á huldu.

Peter Jackson er búinn að leiðrétta allan misskilning í sambandi við DVD útgáfu The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Sögusagnir hafa gengið um að leikstjóraútgáfa komi út sem eigi að vera klukkutíma lengri og innihalda ýmis blóðug atriði. Jackson segir þetta allt byggt á misskilningi, DVD útgáfan sem kemur í ágúst verði alveg eins og í bíó, og önnur Special Edition útgáfa sem komi í nóvember verði um 30 mínútum lengri. Hann segir ennfremur að þær 30 mínútur séu aðeins dramatísk atriði enda lítið fjör að taka upp blóðug atriði sem hann megi ekki sýna því hann var samningsbundinn um að skila af sér myndinni bannaðri innan 13 ára í Bandaríkjunum. Þar með höfum við það.

Rachel Weisz og Dougray Scott munu líklega leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The Warrior Queen. Fjallar hún um leiðtoga Iceni ættbálksins í Norfolk í Englandi, en hún fór í stríð við Rómaveldi til forna eftir að eiginmaður hennar var drepinn og dætrum hennar var nauðgað. Áður en yfir lauk hafði hún drepið yfir 70.000 rómverja og eyðilagt tvær nýlendur þeirra. Warner Bros. framleiðir myndina, og tökur hefjast nú í haust.

Hinn upptekni Heath Ledger mun leika aðalhlutverkið í myndinni The Gods Of War, sem fjallar um hundraðshöfðingja einn í rómverska hernum, fullan af hugsjónum, sem mætir andstöðu við Rómaveldi hvert sem hann fer og lendir í ýmsum blóðugum bardögum. Dominic Morgan og Matt Cameron Harvey skrifuðu handritið að myndinni, en tökur hefjast líklega seint á árinu.

Gullmolar

Ævisagan A Heartbreaking Work Of Staggering Genius (sjálfsálitið í lagi) eftir Dave Eggers, sem selst hefur í milljónaupplagi út um allan heim, steig einu skrefi nær því að verða kvikmynduð nú fyrir stuttu. Framleiðandinn Scott Rudin ( Angela’s Ashes ) ákvað að taka þátt og framleiða myndina, og á fundi með höfundinum var ákveðinn listi yfir þá menn sem gætu hugsanlega skrifað handritið og/eða leikstýrt. Meðal þeirra eru nöfn eins og Paul Thomas Anderson, Alexander Payne ( Election ) og Wes Anderson/Owen Wilson ( Rushmore ). Það er því ljóst að Hollywood er búin að ákveða að þetta sé afskaplega heitt verkefni, og það verður gaman að sjá hver verður fyrir valinu.

Reese Witherspoon fær 8 milljónir dollara fyrir að leika í og framleiða mynd um tennisstjörnu eina. Myndin, sem enn hefur engan titil, fjallar um 24 ára fyrrum tennisstjörnu sem búin er að vera. Hún er farin að kenna börnum tennis í tennisklúbbi einum þegar hún er beðin um að kenna rísandi tennisstjörnu, sem hefur hæfileika en vantar keppnisskap, tökin. Hún gerir það, og lærir sitthvað um sjálfa sig í leiðinni.

Þegar er búið að ákveða handritshöfunda fyrir Spider-Man 2, þrátt fyrir þá staðreynd að nokkrir mánuðir séu í fyrstu myndina. Aðalleikarar myndarinnar, Tobey Maguire og Kirsten Dunst ásamt leikstjóranum Sam Raimi eru öll með samning fyrir tvær myndir, þannig að það þykir vissara að hefjast handa strax. Þeir sem urðu fyrir valinu voru þeir Alfred Gough og Miles Millar, en þeir hafa unnið bæði við Smallville sjónvarpsþættina sem og stærri kvikmyndir eins og Shanghai Noon og Lethal Weapon 4.

Langt fram í framtíðinni hjá Ben Affleck er gamanmyndin Surviving Christmas. Hann mun fyrst klára Daredevil, Gigli og nýju Kevin Smith myndina sem heitir Jersey Girl. Þegar loksins kemur að Surviving Christmas, verður hún framleidd af Dreamworks, og fjallar um mann sem er sérstaklega einmana ein jólin og snýr aftur á gamla bernskuheimilið sitt. Þegar þangað er komið reynir hann að sannfæra fjölskylduna sem nú býr þar, að taka hann að sér. Handritið er skrifað af Harry Elfont og Debra Kaplan ( Josie and the Pussycats ).

Halle Berry mun leika aðalhlutverkið í og framleiða myndina Nappily Ever After. Er hún byggð á skáldsögu eftir Trishia Thomas, og er einhverskonar blanda af Waiting To Exhale og Bridget Jones’s Diary. Fjallar hún um konu sem hættir með kærastanum sínum vegna tregðu hans til að giftast. Málin flækjast síðan þegar hann tekur saman við aðra konu. Tökur hefjast þegar Berry lýkur við Bond 20 og X-Men 2.

Gullmolar

Christopher McQuarrie mun skrifa handritið að og leikstýra endurgerðinni að Hong Kong myndinni Cheung Fo, sem á ensku mun heita The Mission. Myndin er frá 1999 og fjallar um fimm atvinnulífverði sem ráðnir eru til þess að verja þekktan mafíósa frá því að vera drepinn. McQuarrie er einnig að vinna að því að koma mynd um Alexander Mikla upp á hvíta tjaldið, og vinna í því að endurvekja gömlu klassísku sjónvarpsþættina The Prisoner.

Tom Cruise og Steven Spielberg eru búnir að ljúka við myndina Minority Report sem þeir unnu saman að. Þeir urðu víst svo hrifnir hvor af öðrum að þeir hafa ákveðið að gera aðra mynd saman. C/W Productions, framleiðslufyrirtæki Cruise, er að vinna í því að gera handrit eftir skáldsögunni Ghost Soldiers en hún segir söguna af þeim sem lifðu af hina frægu Bataan dauðagöngu í síðari heimsstyrjöld. Cruise myndi leika aðalhlutverkið og Spielberg myndi leikstýra, en myndin yrði samvinnuverkefni á milli Universal og Dreamworks (líkt og A Beautiful Mind ). Hafa ber í huga að báðir aðilar, sérstaklega Spielberg, eru með gríðarlega mörg verkefni á sinni könnu og því er óvíst hvenær af þessu yrði.

New Line Cinema, sem nú njóta gríðarlegra vinsælda The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, eiga í vandræðum með þriðju Austin Powers myndina. Bar hún nafnið Austin Powers in Goldmember, en nú er verið að endurkalla öll sýnishorn og öll plaköt sem gefin höfðu verið út. Ástæðan ku vera sú að MGM fór í mál vegna þess að þeim fannst Goldmember hljóma einum of líkt og Goldfinger, sem er auðvitað ein af frægustu Bond myndunum. Þeir kærðu semsagt, og unnu. Því þarf markaðsdeild New Line að byrja aftur frá grunni og kannski ekki alslæmt þar sem bæði sýnishornið og plakötin höfðu alls ekki vakið neina sérstaka lukku meðal almennings og spenningur fyrir þessari þriðju mynd virðist vera í algjöru lágmarki.

Sean Connery á í viðræðum um að leika í kvikmynd gerðri eftir frægri myndasögu Alan Moore (sá hinn sami og gerði snilldarmyndasöguna From Hell sem samnefnd hörmungarmynd er gerð eftir). Heitir sú saga The League Of Extraordinary Gentlemen, og fjallar um ýmsar frægar persónur frá Viktoríutímanum, svo sem Dr. Jekyll, ósýnilega manninn, kaptein Nemo og síðast en ekki síst Allan Quatermain úr námum Salómons konungs. Það er einmitt hann sem leikstjóri myndarinnar, Steve Norrington, vill fá Connery til þess að leika.

Jay Wolpert, handritshöfundur nýrrar kvikmyndar um greifann frá Monte Christo sem Guy Pearce leikur í, mun skrifa handritið fyrir Disney handritið að leikinni útgáfu af The Sword In The Stone. Disney hefur áður gert teiknimyndina, en hún fjallaði um hinn unga Arthúr konung og hvernig galdramaðurinn Merlín þjálfaði hann og gerði að manni.

Stephen Daldry, leikstjóri Billy Elliot, mun leikstýra kvikmyndinni The Corrections, byggðri á samnefndri verðlaunaskáldsögu. Fjallar hún um þrjár kynslóðir óvirkra fjölskyldna um jólin. Handritið skrifar hann sjálfur, ásamt Scott Rudin ( Shaft )

Fransk/kanadíski leikstjórinn Francois Girard ( The Red Violin ) mun leikstýra nýrri mynd, The Singing Detective, sem verður framleidd af framleiðslufyrirtæki Mel Gibson sem nefnist Icon Productions, ásamt Paramount kvikmyndaverinu. Fjallar myndin um skáldsagnahöfund sem er með sjúkdóm sem gerir hann rúmfastan. Hann byrjar þá á nýrri skáldsögu með því að ímynda sjálfan sig í glæpasögu frá fimmta áratugnum. Handritið er skrifað af breskum handritshöfundi, Dennis Potter að nafni.

Gullmolar

Bruce Willis er með nýja mynd í gerð sem nefnist Me Again. Í henni mun hann leika mann með minnisleysi, sem er að reyna að komast að því hvort hann sé leigumorðingi, eða takmark leigumorðingja. Tökur hefjast í lok ársins.

Leikarinn og lifandi goðsögnin Sidney Poitier mun fá heiðursóskar á næstu Óskarsverðlaunaafhendingu fyrir ævilangt starf í þágu kvikmynda.

New Line Cinema ætlar að fá fólk aftur í bíó að sjá The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring eftir Óskarinn, með því að bæta við einhverjum mínútum úr The Two Towers sem er mynd númer tvö í trilógíunni. Svipuð tækni hefur verið fullkomnuð hjá Pixar sem bætir alltaf við mistökum úr gerð myndarinnar (sem er hlægilegt af því að þær eru teiknimyndir, ef einhver skildi ekki vita það) eftir að mynd frá þeim hefur verið í bíóhúsum í ákveðinn tíma.

Ofurframleiðandinn og diskóboltinn Jerry Bruckheimer sagði nú á dögunum að hann, Will Smith og Martin Lawrence væru allir tilbúnir í að gera Bad Boys 2. Það eina sem vantaði væri handrit. Hann kvað í kútinn sögusagnir um að hún myndi gerast í London og sagði að hasarinn yrði allur í Miami.

Ein af þeim myndum sem Disney er búið að setja í framleiðslu nefnist Gnome Story. Verður það hefðbundin teiknimynd um ástir og örlög búálfa, og er byggð á Romeó og Júlíu eftir William nokkurn Shakespeare. Disney gerir myndina í samvinnu við Rocket Pictures framleiðslufyrirtækið, en það er í eigu Elton Johns.

Ryan Philippe ( Cruel Intentions ) er búinn að bætast í hóp þeirra leikara sem munu leika í nýju Exorcist myndinni. Þegar hafa verið ráðnir Liam Neeson , Billy Crawford og leikstjórinn John Frankenheimer.

Daryl Hannah er búin að fá hlutverk í nýjustu mynd Quentin Tarantino, sem nefnist Kill Bill. Eru þar fyrir Uma Thurman , Michael Madsen , Lucy Liu og gamla brýnið Warren Beatty. Tarantino er búinn að heimta að allir leikarar fari í mikla þjálfun, bæði í bardagalistum og sverðanotkun.

Kathryn Morris mun leika á móti þeim Christian Slater , LL Cool J og Val Kilmer í nýjustu kvikmynd Renny Harlin ( Die Hard 2 ) sem nefnist Mindhunters. Fjallar hún um hóp verðandi FBI manna í þjálfun, sem festast á eyju með morðingja. Það kemur síðan í ljós að morðinginn er einn af þeim, en hver þeirra er það? Það er stóra spurningin.

Gullmolar

Það gæti farið svo eftir allt að við fáum að sjá fjórðu Indiana Jones myndina. Steven Spielberg, George Lucas og Harrison Ford hafa allir sagt að þeir vilji að af því verði, og nú loksins sé góð saga tilbúin. Handritið er víst í vinnslu og Spielberg er hættur við að leikstýra Memoirs Of A Geisha sem hann ætlaði alltaf að ráðast í. Hann er nú að ljúka við myndina Minority Report sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki, og meðan Indy 4 verður örugglega ekki næsta mynd hans þá gæti hún orðið næsta mynd hans þar á eftir. Bara áður en Ford verður sjötugur, helst!

DGA (The Directors Guild Of America, þ.e. samtök bandarískra leikstjóra) eru búin að gefa út tilnefningar sínar yfir bestu leikstjóra ársins. Alla tíð síðan 1949, utan 5 skipta, hefur sá sem DGA velur besta leikstjórann alltaf unnið Óskarinn sem besti leikstjórinn það árið. Tilnefndir eru í ár:
Ron HowardA Beautiful Mind
Peter JacksonThe Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
Baz Luhrman – Moulin Rouge
Christopher NolanMemento
Ridley ScottBlack Hawk Down

Joe Johnston ( Jurassic Park 3 ) mun leikstýra sumarmynd Disney fyrir sumarið 2003 sem nefnist Hidalgo. Gerist hún árið 1890 í villta vestrinu og fjallar hún um kúreka sem flakkar um með fák sinn, Hidalgo að nafni og keppir við arabíska gæðinga í ýmsum hættulegum kapphlaupum.

Búið er að gefa grænt ljós á þriðju Predator myndina, sem áætlað er að frumsýna sumarið 2003. Fjallar hún um hóp hermanna sem sendur er til fjarlægrar plánetu þar sem Predator stríðsmenn eru að undirbúa innrás á jörðina. Gera má ráð fyrir einhverri skothríð og dauðsföllum á báða bóga. Engir leikarar né leikstjóri hafa enn verið ráðnir.

Gullmolar

Samkvæmt heimildum mun World Trade Center turnarnir verða áfram í Spider-Man myndinni sem kemur nú í maí. Sýnishornið úr myndinni þar sem þyrla sást festast á milli turnanna tveggja í köngulóarvef var tekið úr umferð en einn framleiðandi myndarinnar, Laura Zaskin að nafni, sagði að turnarnir yrðu engu að síður áfram sýnilegir en atriði þar sem þeir kæmu beint við sögu hefðu verið fjarlægð.

Ralph Fiennes og Kyle McLachlan eru líklegastir til þess að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Dominoes. Gerist hún á í Eistlandi, þar sem tveir kaupsýslumenn áætla að kaupa gamalt og niðurnítt kjarnorkuver en öllum þeirra tilraunum er komið fyrir kattarnef af óþekktum aðila.

Hinn ástsæli köttur Grettir mun að öllum líkindum fá sína eigin kvikmynd. Á hún að vera blanda af tölvubrellum og kvikmynd, svipað og Stuart Little. Myndin verður framleidd af John Davis ( Dr. Dolittle ) og handritið er skrifað af engum öðrum en Joel Cohen.

Gary Sinise hefur gengið til liðs við kvikmyndina The Human Stain, með Anthony Hopkins og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Mun Sinise leika skáldsagnahöfund í myndinni, og verður einnig sögumaður en myndin fjallar um ljósan svertingja (Hopkins) sem þykist vera gyðingur. Allt fer síðan í bál og brand þegar leyndarmálið kemst upp.

Snoop Dogg og Gwen Stefani úr hljómsveitinni No Doubt, munu leika aðalhlutverkin í myndinni Lady T and Mojo Slim, sem framleidd er af USA Films. Fjallar hún um svipað par og Bonnie og Clyde, sem ferðast um landið og lenda í klandri við lögin. Handritið er skrifað af Eric Bernt ( Romeo Must Die ).

Fred Savage (sem allir þekkja sem Kevin Arnold úr The Wonder Years þáttunum) á nú heldur betur kombakk á þessu ári. Hann hefur náð sér í hlutverk í myndunum Confessions Of A Dangerous Mind, Austin Powers 3: Goldmember og Rules Of Attraction. Gott hjá litla gæjanum.

Gullmolar

Tarsem, leikstjóri myndarinnar The Cell, er hættur við að leikstýra kvikmyndinni Constantine, sem hann ætlaði að gera með Nicholas Cage í aðalhlutverki, vegna deilna við Warner Bros. kvikmyndaverið. Þeir vilja nefnilega ekki láta hann fá þann pening til að gera myndina sem hann telur sig þurfa og því ákvað hann að hætta. Illa gengur hjá Cage greyinu að leika í mynd byggðri á myndasögu, því eins og áður hefur verið sagt frá, þá hætti Steve Norrington (Blade ) við að leikstýra Ghost Rider sem einnig átti að vera með Cage í aðalhlutverki.

Tobey Maguire mun leika á móti Jim Carrey og Nicole Kidman í gamanmynd sem enn er ónefnd. Mun hann leika lækni Carreys, en látin kona Carreys snýr aftur sem draugur til þess að ásækja hann. Maguire mun fara beint í tökur á þessari mynd um leið og tökum á Spider-Man lýkur.

Leikstjórinn Ridley Scott ( Gladiator ), lét úr úr sér á dögunum að hann myndi hugsanlega leikstýra Alien 5, en það var einmitt hann sem leikstýrði fyrstu Alien myndinni. Enginn veit enn hvort hann er að grínast eða ekki.

Grínarinn Chris Rock (Dogma ) mun leikstýra og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Head Of State. Hún fjallar um fyrsta svarta forsetaframbjóðandann í Bandaríkjunum og öllum þeim fíflalátum sem fylgja í kjölfarið. Ali LeRoi og Chris Rock skrifuðu handritið að myndinni, en Ali þessi var einn af handritshöfundunum við The Chris Rock Show sem sýndir voru í Bandarísku sjónvarpi.

Janusz Kaminski, leikstjóri myndarinnar Lost Souls, mun leikstýra myndinni Collateral, sem fjallar um leigubílstjóra sem kemst að því að hann er að ferja leigumorðingja frá einum morðstað yfir á annan. Engir leikarar hafa enn verið nefndir til sögunnar. Kaminski þessi er einna frægastur fyrir að vera kvikmyndatökumaður Steven Spielberg, og mun hann ekki byrja á þessari mynd fyrr en hann er búinn að taka upp Minority Report fyrir Spielberg, og Catch Me If You Can með Tom Hanks og Leonardo DiCaprio.

James Cameron hefur keypt réttinn á að kvikmynda bókina The Last Of The Amazons, með það í huga að framleiðslufyrirtæki hans, Lightstorm Entertainment, sjái um að gera hana. Ekki er enn ljóst hvort Cameron hefur sjálfur áhuga á að leikstýra myndinni sem fjallar um hóp stríðskvenna sem voru nálægt því að leggja undir sig Grikkland á öldum áður. Cameron hefur ekki leikstýr mynd frá því að hann sigraði heiminn með Titanic.

Jason Mewes, annar hluti tvíeykisins Jay and Silent Bob, hefur verið handtekinn. Hann braut skilorð sitt þegar hann var handtekinn með kókaín nú á dögunum. Enn er ekki ljóst hvaða refsing bíður hans.

Harrison Ford mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á ævi Fred Cuny. Cuny þessi var hjálparstarfsmaður sem ferðaðist til Tsetsjeníu (?) og ætlaði sér að hjálpa 400.000 eldri borgurum að flýja úr landi og hjálpa til við að semja um vopnahlé í þessu stríðshrjáða landi. Hann var síðan myrtur, að því talið er af tsjetsjenísku (?) leynilögreglunni.

Sylvester Stallone lét út úr sér á dögunum að hann hefði skrifað handrit fyrir Rocky 6. Ef myndin verður að veruleika, er Stallone opinberlega aumkunnarverðasti maðurinn í Hollywood.

Jet Li mun taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cradle To The Grave. Mun hann þá aftur vinna með ofurframleiðandanum Joel Silver (Lethal Weapon ), leikstjóranum Andrzej Bartowiak og rapparanum DMX, en þeir komu allir við sögu í kvikmyndinni Romeo Must Die. Fjallar þessi nýja mynd um lögguna Li, sem þarf að taka höndum saman með götuþorparanum DMX til þess að ná aftur stúlku sem glæpaforingi einn hefur rænt. Einnig þurfa þeir að koma í veg fyrir að glæpaforinginn nái demantafarmi einum sem gerir honum kleyft að taka yfir heiminn!!!!. Maður fær hausverk af svona söguþræði.

Sarah Michelle Gellar og kærastinn hennar, hann Freddie Prinze Jnr. munu ljá raddir sínar í nýjustu mynd mannsins sem skapaði Shrek, John H. Williams. Myndin nefnist Happily N´Ever After, og er byggð á einu af Grimmsævintýrunum. Fjallar hún um unga stúlku sem á í óhamingjusömu sambandi við prinsinn, meðan hennar eina sanna, og óþekkta ást vaskar upp diska í höllinni. Talað hefur verið um sumarið 2003 sem útgáfutíma á myndinni.

Benjamin Bratt mun líklega aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Great Raid. Myndin, sem gerð er af Miramax stúdíóinu, gerist í síðari heimsstyrjöldinni og er byggð á sannsögulegum heimildum, fjallar um Col. Henry Mucci sem var vélvirki sem bjargaði yfir 500 stríðsföngum.

Alicia Witt ( Vanilla Sky ) mun leika í ónefndri rómantískri gamanmynd með Hugh Grant og Sandra Bullock. Lítið er vitað um söguþráðinn annað en að Witt mun leika laganema sem sér um mál Bullock. Bullock fer í mál við lagaskrifstofuna sem hún var rekin frá, en yfirmaður hennar sem rak hana er enginn annar en Grant.

Rapparinn Eve, mun koma fram í kvikmyndinni XXX sem Vin Diesel er með í smíðum. Í myndinni leikur einnig Samuel L. Jackson, en hún fjallar um íþróttakappa sem einnig er útsendari leyniþjónustunnar. Eve mun leika annan útsendara leyniþjónustunnar og mun einnig flytja titillag myndarinnar. XXX kemur í bíó vestra næsta sumar.

Orðrómur gengur nú um það að leikstjóri Charlie’s Angels, McG að nafni, muni leikstýra væntanlegri Superman mynd. Einnig eiga Jennifer Lopez, Cameron Diaz og Catherine Zeta-Jones allar að hafa beðið um hlutverk Lois Lane. Sjáum til með þennan.

Samkvæmt heimildum á aðalleikkonan í bandarísku sjónvarpsþáttunum Alias, að hafa náð sér í hlutverk Elektru í væntanlegri kvikmynd um Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki. Dama þessi heitir Jennifer Garner og er víst í hörkuformi og kann að slást eins og motherf!$r.

Brad Pitt staðfesti nýlega að hann væri að leika í nýjustu kvikmynd snillingsins Darren Aronofsky ( Requiem for a Dream ) en hún nefnist The Last Man og er vísindaskáldsaga. Einnig sagði hann að ólíklegt væri að hann myndi taka að sér aðalhlutverkið í nýjustu mynd David Fincher Seven ) sem ber heitið Seared. Brad Pitt og George Clooney virðast hafa einstakt lag á að finna réttu leikstjórana og svölustu hlutverkin.

Vegna slæms gengis kvikmynda John Travolta ( Battlefield: Earth nýlega, tók hann upp á því að berjast fyrir gerð framhalds af kvikmyndinni The General’s Daughter, en það er eina myndin hans undanfarin ár sem getur talist vera smellur. Lítur út fyrir að honum verði að ósk sinni því höfundur bókarinnar er að gefa frá sér framhaldið sem nefnist Up Country: General´s daughter 2. Og þetta heldur hann að muni bjarga ferlinum, guð minn góður.

Gullmolar

Ungur leikari/tónlistarmaður frá Filippseyjum, Billy Crawford að nafni, hefur náð sér í eitt af aðalhlutverkum í nýju Exorcist kvikmyndinni. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Liam Neeson sem fer með hlutverk Faðir Merrin, en myndin gerist á hans yngri árum þegar hann er á ferð í Afríku og hittir djöfulinn í fyrsta sinn. Myndinni verður leikstýrt af John Frankenheimer ( Ronin ) og handritið skrifaði rithöfundurinn Caleb Carr.

Leikkonan Ellen Pompeo er afskaplega upptekin ung leikkona. Hún mun leika í bæði Old School með Luke Wilson og Vince Vaughn þar sem hún leikur aðalkvenhlutverkið, og einnig mun hún leika í Catch Me If You Can með Tom Hanks og Leonardo DiCaprio. Þar mun hún leika flugfreyju sem afsveinar Leo í myndinni. Þar fyrir utan leikur hún í myndunum Goodbye, Hello með Dustin Hoffman og Susan Sarandon og Showtime með Eddie Murphy og Robert De Niro.

Smjörfolarnir í hljómsveitinni N´Synch munu koma fram í litlum hlutverkum í Star Wars: Attack Of The Clones. Til allrar hamingju fyrir aðdáendur, þá sjást þeir aðeins í bakgrunninum sem Jedi meistarar og eru sprengdir í tætlur í framhaldi af því. Þeir munu hafa fengið þetta tækifæri vegna þess að dóttir George Lucas er svo mikill aðdáandi hljómsveitarinnar.

Ofurframleiðandinn Dino Di Laurentiis ( Hannibal ) er að leita að leikkonu til þess að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Jackdaws. Er hún byggð á sannsögulegum heimildum og fjallar um enskan njósnara sem stjórnar sveit kvennjósnara sem hafa dulnefnið Jackdaws. Verkefni þeirra er að komast inn í franskt sveitasetur og skemma símkerfi nasista sem þar er staðsett. Myndin verður byggð á nýjustu skáldsögu Ken Follett en hún er eins og áður segir byggð á sannsögulegum heimildum.

Natalie Imbruglia, ástralski söngfuglinn og Nágrannapían, mun leika í myndinni Dead End ásamt Sarah Jessica Parker og Edward Norton. Fjallar hún um mafíósa sem snýr aftur til gamla hverfisins í Los Angeles þar sem hann ólst upp. Þegar þangað er komið kemst hann að því að æskuástin hans er sokkin djúpt í heim fíkniefna og vændis.

Gullmolar

Gamla brýnið Jack Nicholson mun leika á móti Adam Sandler í kvikmyndinni Anger Management. Fjallar myndin um algjöran aumingja (Sandler) sem óvart er sendur á námskeið til þess að stjórna skapinu. Þar breytir kennarinn hans (Nicholson) honum í brjálaða skepnu sem nær stjórn á lífi sínu. Handritið er skrifað af Sandler sjálfum og Tim Herlihy, sem hefur áður unnið með honum. Búist er við því að Pete Seagal ( The Nutty Professor ) leikstýri, og tökur hefjast í mars.

Working Title framleiðslufyrirtækið ætlar sér að gera kvikmynd um eitt af frægustu mistökunum á netmarkaðnum, Boo.com. Boo var stofnað í Bretlandi og seldi tískufatnað til almennings í gegnum netið. Það var á tímabili metið á 390 milljónir dollara en dræm sala setti það fljótt á hausinn. Myndin verður byggð á bókinni Boo Hoo: A dotcom story from concept to catastrophe, sem skrifuð var af einum stofnandanna, Ernst Malmsten að nafni.

Michael Madsen ( Reservoir Dogs ) mun leika bæði í Bond 20 og næstu mynd Quentin Tarantino sem nefnist Kill Bill. Fallandi stjarnan mun leika Falco í Bond 20, útsendari CIA sem enn er ekki ljóst hvort eigi að vera góður eða vondur. Í Kill Bill mun hann líklega leika melludólg Uma Thurman, þó það sé í raun enn ekki staðfest. Vonandi kemst ferill þessa skemmtilega leikara aftur á skrið með leik sínum í tveimur stórum myndum.

Fjölmargir aðdáendur sjónvarpsþáttarins Buffy the Vampire Slayer eiga ekki von á góðu. Fréttir hafa borist af því að í þrettánda þætti sjöttu seríu muni einn af aðalpersónum þáttarins láta lífið og verður ekki vakinn aftur frá dauðum. Einnig mun Buffy klippa af sér hárið, og Willow verður ljóshærð. Allt að ske.

Scary Movie 3 er á leiðinni, því miður. Titill er eftirfarandi, Scary Movie 3: Episode 1 – Lord of the Brooms. Þar með er ljóst að hún gerir grín að Lord Of The Rings, Harry Potter og Star Wars. Hún fjallar um munaðarleysingja sem ferðast um heiminn til þess að losa heiminn við illsku!!! Wayans bræður munu líklega ekki snúa aftur í þetta skiptið til þess að skrifa handrit, leika eða leikstýra (loksins).

Gullmolar

Hvorki Julianne MooreJodie Foster munu leika Clarice Starling í kvikmynd Brett Ratner, Red Dragon. Eins og flestir vita er það þriðja kvikmyndin um Hannibal Lecter og víst er að aðdáendur verða vonsviknir að fá hvoruga konuna í lítið hlutverk. Þetta var staðfest í viðtali við Ratner nú á dögunum.

Dreamworks hefur skrifað undir samning um að endurgera RKO kvikmyndina The Monkey´s Paw frá árinu 1933. Fjallar hún um leyndardómsfulla apahendi sem lætur óskir rætast, en á óhugnarlegan hátt. Alvarlegast er þegar móðir lætur hramminn vekja son hennar upp frá dauðum með hræðilegum afleiðingum.

X-Men 2 og Hulk áttu að vera frumsýndar á sama daginn, í maí 2003, en nú hafa framleiðendur Hulk ákveðið að færa hana aftur til 20. júní til þess að forðast samkeppnina. Góð ákvörðun, þar sem áhorfendahópurinn sem er verið að reyna að ná til er nákvæmlega sá sami.

The Road To Perdition, nýjasta kvikmynd Tom Hanks og leikstjórans Sam Mendes ( American Beauty ) hefur verið frestað æ ofan í æ. Hún átti að vera sýnd í einhverjum bíóhúsum nú fyrir jólin til þess að geta komið til greina fyrir óskarinn, en hún þykir víst svo léleg að það var hætt við það. Nýr frumsýningardagur er 12. júlí næsta sumar.

Fyrrum módelið og verðandi leikkonan James King (furðulegt nafn á konu) mun leika kvenhlutverkið á móti Chow Yun-Fat ( Anna and the King ) og Seann William Scott ( American Pie ) í kvikmyndinni Bulletproof Monk. Fjallar hún um ódauðlegan bardagamunk sem tekur að sér ungan götustrák og kennir honum listirnar í því skyni að pilturinn geti hjálpað honum að vernda skjal eitt sem býr yfir ótrúlegum krafti. Að sjálfsögðu eru vondir karlar sem eltast við dýrgripinn og leikur King uppljóstrara mafíunnar sem ákveður að hjálpa þeim við verkefnið.

Zak Penn, handritshöfundur X-Men 2 og Behind Enemy Lines, mun leikstýra sinni fyrstu kvikmynd og verður hún byggð á hans eigin handriti. Heitir hún John Doe og segir Zak að í henni sé lokatwist í anda The Sixth Sense (er ekki betra að halda því leyndu að það sé lokatwist?).

Rick Yune ( The Fast and the Furious ) mun leika aðalglæpóninn í Bond 20. Bætist hann þá í fríðan hóp Pierce Brosnan, Halle Berry og Michelle Yeoh, sem þegar hafa skrifað undir að leika í myndinni.

Universal kvikmyndaverið hefur fengið handritshöfundana Michael Brandt og Derek Haas til þess að skrifa handrit að framhaldi The Fast and the Furious. Þetta kemur í kjölfar þess að Gary Thompson, handritshöfundur fyrri myndarinnar, er þegar að vinna að handriti fyrir framhaldið. Því er spurning hvort Universal muni gera það sem er komið í tísku í Hollywood, sem er að sameina þessi tvö handrit í eitt OFUR-HANDRIT (virkar aldrei þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir).

Kevin Spacey mun framleiða myndina United States of Leland, sem Don Cheadle, Chris Klein, Jena Malone, Michelle Williams og Ryan Gossling munu leika í og verður leikstýrt af Matthew Ryan Hoge, en þetta yrði hans fyrsta mynd. Fjallar hún um 15 ára dreng sem myrðir einhverft barn. Kennarinn hans reynir að komast að því hvers vegna drengurinn framdi þennan glæp. Tökur hefjast í lok janúar.

Brittany Murphy (Don´t Say A Word) og Ashton Kutcher ( Dude, Where´s My Car? ) munu leika aðalhlutverkin í myndinni Just Married. Fjallar hún um ungt par sem giftist og stingur af. Ýmsar óvæntar uppákomur og vandræði neyða þau til þess að horfast í augu við þá staðreynd að þau eiga minna sameiginlegt en þau upphaflega héldu.

Timothy Olyphant ( Go ) og Donnie Wahlberg munu láta ljós sín skína, ásamt Morgan Freeman, Thomas Jane, Jason Lee og Tom Sizemore í kvikmyndinni Dreamcatcher, byggðri á sögu eftir Stephen King. Olyphant, Jane og Lee leika æskuvini sem öll hafa yfirnáttúrulega hugarkrafta. Það er síðan þroskaheftur Wahlberg (í myndinni það er að segja) sem færir þau aftur saman til þess að berjast við dularfull öfl í smábæ einum í Nýja-Englandi. Lawrence Kasdan ( Mumford ) leikstýrir.

Kate Hudson ( Almost Famous ) mun framleiða (ásamt mömmu sinni og pabba, þeim Goldie Hawn og Kurt Russell ) og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni An American Girl In London. Fjallar hún um (ótrúlegt en satt) ameríska stúlku í London. Hún á í ýmsum rómantískum erfiðleikum, og heldur m.a. við giftan breta. Gæti ekki verið meira spennandi.

Gullmolar

Mike Newell ( Donnie Brasco ) á í viðræðum um að leikstýra bæði Runaway Jury, sem yrði með Will Smith í aðalhlutverki, og Mona Lisa Smile strax á eftir sem yrði með Julia Roberts í aðalhlutverki.

Dimension Films framleiðslufyrirtækið hefur ráðið handritshöfundinn Craig Mazin ( Rocketman ) til þess að skrifa handritið að endurgerðinni á Harvey, sem er mynd frá 6. áratugnum með Jimmy Stewart í aðalhlutverki. Fjallar hún um mann sem á í erfiðleikum með áfengi og á langar samræður við ósýnilegan vin sinn sem er mannhæðarhá kanína.

Mikið er um það þessa dagana að leikstjórar hætti við kvikmyndir í miðjum klíðum og færi sig annað. Fyrir skömmu sögðum við frá því að Danny DeVito hefði yfirgefið kvikmyndina How To Lose A Man In 10 Days, sem Kate Hudson leikur aðalhlutverkið í, en í staðinn er hann nú kominn yfir í herbúðir Duplex sem Ben Stiller og Drew Barrymore leika í, eftir að leikstjóri hennar Greg Mottola (Daytrippers) yfirgaf hana vegna ágreinings. Óljóst er enn hvert Mottola ætlar að færa sig.

Orðrómur gengur um að Jim Carrey eigi í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í mynd byggðri á ævi Howard Hughes, sem Christopher Nolan ( Memento ) myndi leikstýra.

Playtone Co., sem er framleiðslufyrirtæki Tom Hanks hefur keypt réttinn á að kvikmynda barnabókina The Ant Bully, sem fjallar um lítinn dreng sem er minnkaður niður í maurastærð eftir að hafa flætt maurabúið í bakgarðinum heima hjá sér. Þar þarf hann að púla með maurunum og lærir væntanlega lexíu um að taka tillit til annarra og leggja hart að sér. Myndin yrði tölvuteiknuð í stíl við Toy Story.

Gullmolar

Halle Berry ( sem gladdi karlmenn ósegjanlega í Swordfish ) vill ólm vera næsta Bond-stúlka, og framleiðendur Bond vilja ólmir að hún verði næsta Bond-stúlka. Hvað er þá vandamálið? Vandamálið er það að Berry er samningsbundin að leika í X-Men 2, og enn er ekki ljóst hvenær tökur á henni hefjast. Það eina sem vitað er, er að þær hefjast einhverntímann snemma á næsta ári, en Bond hefur tökur 14 janúar. Því er umboðsmaður Berry að reyna að fá þetta á hreint, og fyrr en hann gerir það er ekkert hægt að segja til eða frá.

Leikstjórinn Brett Ratner ( Rush Hour ) var búinn að segjast ætla að finna einhvern óþekktan leikara sem fjöldamorðingjann Tannálfinn í þriðju Hannibal Lecter kvikmyndina sem ber nafnið Red Dragon. Hann gekk þó á bak orða sinna og hafði samband við Sean Penn, og þegar Penn hafnaði þá hafði hann samband við Ralph Fiennes. Fiennes hefur enn ekki sagt til eða frá, en óskandi væri að hann tæki hlutverkið að sér enda frábær leikari.

Jennifer Connelly ( Requiem for a Dream ) mun leika Betty Ross, kærustu Bruce Banners, í kvikmyndun leikstjórans Ang Lee á skrímslinu Hulk. Einnig á Nick Nolte í samningaviðræðum um að leika föður hennar, hershöfðingjann Thadeus Ross, en hann er erkióvinur Hulks/Banners. Banner verður leikinn, eins og áður hefur verið sagt, af ástralska leikaranum Eric Bana ( Chopper ) og tökur hefjast í mars á næsta ári.

Leikarinn þéttvaxni John Goodman mun hugsanlega leika aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á ævi Doc Pomus. Pomus þessi var frægur R&B lagahöfundur á 6. áratugnum, og bróðir hans hefur reynt árum saman að fá gerða mynd um ævi hans. Það sem hefur alltaf skort er rétti leikarinn, og nú þegar í ljós hefur komið að Goodman hefur góða söngrödd og langar til þess að takast á við hlutverkið, lítur út fyrir að af verkefninu gæti orðið.

Tímaritið Rolling Stone hefur gefið út sinn lista yfir 10 bestu myndir ársins. Þeir fá að sjá myndir mun fyrr en allir aðrir fjölmiðlar og listi þeirra er sem hljómar: 10. Oceans 11
9. AI – Artificial Intelligence
8. A Beautiful Mind
7. Black Hawk Down
6. Moulin Rouge
5. Vanilla Sky
4. Shrek
3. The Royal Tenenbaums
2. Ali
1. Og bestu mynd ársins völdu þeir: THE LORD OF THE RINGS – FELLOWSHIP OF THE RING í leikstjórn Peter Jackson.

Gullmolar

Ben Stiller mun leikstýra kvikmynd byggðri á hinum klassísku sjónvarpsþáttum um löggurnar Starsky And Hutch. Stiller mun einnig leika Starsky sjálfur, og hlutverk Hutch hefur verið boðið bæði Owen Wilson og Vince Vaughn. Einnig mun Snoop Doggy Dogg líklega leika Huggy Bear, uppljóstrara þeirra á götunni.

Músahúsið Disney hefur gefið grænt ljós á framhaldið af Inspector Gadget. Mun hún reyndar líklega fara beint á vídeó, en enginn af leikurum fyrri myndarinnar vill snúa aftur. Í stað Matthew Broderick mun koma leikarinn French Stuart, og nýja illmennið er G2, leikin af Elaine Hendrix ( Superstar )

Kvikmyndin sem Madonna og maðurinn hennar, leikstjórinn Guy Ritchie ( Snatch ) gerðu saman nú fyrir stuttu, hefur breytt um titil. Hét hún áður Swept Away, en nýji titillinn er Love, Sex, Drugs and Money. Tökum er lokið, og er nú verið að klippa myndina.

Kvikmyndin Visitors er nú í tökum. Með aðalhlutverk fara breska leikkonan Susannah York og Radha Mitchell ( Pitch Black ). Myndin, sem er leikstýrt af Richard Franklin ( FX2, Psycho II ), fjallar um siglingakonu sem er að reyna að sigla ein í kringum heiminn á snekkju sinni. Þegar hún er stödd í Indlandshafi, lægir vindinn allt í einu og gríðarleg þoka kemur yfir. Fimm dögum síðar fer hún að tapa tökum á raunveruleikanum og fyrsti Gesturinn birtist um borð.

Gullmolar

Seann William Scott ( American Pie ) og Chow Yun-Fat ( The Replacement Killers ) munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The Bulletproof Monk, sem verður leikstýrt af nýgræðingnum Paul Hunter. Hann er aðallega þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, nú síðast myndbandinu Lady Marmalade fyrir Moulin Rouge-sándtrakkið. Bulletproof Monk fjallar um ódauðlegan bardagamunk sem gerist lærifaðir ungs drengs sem alist hefur upp á götunni.

James Mangold ( Cop Land ) mun leikstýra kvikmyndinni ID sem gerist á stormasamri nóttu á móteli einu í eyðimörkinni. 10 gestir eru á hótelinu, og þeir fara að horfa grunsamlega í kringum sig þegar einhver hefur að slátra þeim, einum á fætur öðrum. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir.

Britney Spears og Quincy Jones munu leika sjálf sig í þriðju Austin Powers: International Man of Mystery-kvikmyndinni, sem ber undirtitilinn Goldmember. Mike Myers mun enn og aftur leika aðalhlutverkið, og á móti honum leikur Beyonce Knowles en myndinni verður eins og hinum leikstýrt af Jay Roach ( Meet the Parents ).

Gullmolar

Það er komið á hreint hverjir koma til með að leika aðalhlutverkin í Red Dragon, síðustu Hannibal Lecter myndinni. Að sjálfsögðu fer Anthony Hopkins með aðalhlutverkið, en auk hans eru í myndinni Harvey Keitel, Philip Seymour Hoffman ( Magnolia ) , Mary-Louise Parker ( Grand Canyon ) og Brett Ratner ( Rush Hour ) leikstýrir.

Músahúsið Disney ætlar að gera mynd um ævi Tony Hawk, en hann er frægasti hjólabrettakappi sögunnar. Hann gerðist atvinnumaður þegar hann var 14 ára, og síðan þá hefur honum gengið allt í haginn. Þeir eru að leita eftir því að gera mynd sem er sambland af Rocky og Fast Times At Ridgemont High.

Asia Argento, dóttir hins sögufræga hryllingsmyndaleikstjóra Dario Argento, mun leika aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni XXX sem Vin Diesel er að fara að gera með Samuel L. Jackson. Myndin mun fjalla um jaðaríþróttastjörnu sem gerist útsendari fyrir ríkisstjórnina. Rob Cohen ( The Fast and the Furious ) mun leikstýra.

Donald Petrie ( Miss Congeniality ) mun taka við af Danny DeVito sem leikstjóri kvikmyndarinnar How To Lose A Man In Ten Days. DeVito yfirgaf myndina fyrir stuttu vegna óskilgreindra ástæðna. Myndin mun fjalla um mann sem veðjar við vini sína að hann geti verið í sambandi við konu lengur en 10 daga. Þessi kona er leikin af Kate Hudson ( Almost Famous ).